Hinn áreiðanlegi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir Félix þegar hafa náð samkomulagi við Chelsea. Mun hann skrifa undir sex ára samning við enska félagið með möguleika á árs framlengingu.
Hinn 24 ára gamli Félix gekk í raðir Atl. Madríd árið 2019 á fúlgur fjár en fann sig aldrei í höfuðborg Spánar. Hann gekk til liðs við Chelsea á láni á síðasta ári og svo spilaði hann með Barcelona, einnig á láni, á síðustu leiktíð.
Nú er Chelsea hins vegar að kaupa kappann en kaupverðið hefur ekki verið staðfest. Félix á að baki 41 A-landsleik fyrir Portúgal og hefur skorað í þeim 8 mörk.
🚨 Chelsea have reached an agreement with Atletico Madrid over permanent signing of Joao Felix. Personal terms already in place for 24yo Portugal international attacker to join #CFC from #Atleti on 6yr contract + option of additional 12mnths @TheAthleticFC https://t.co/nLvywVFR5L
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 19, 2024
Eftir langar viðræður virðist Englendingurinn Gallagher loks á leið til Atl. Madríd. Fabrizio Romano segir kaupverðið nema 42 milljónum evra eða tæplega sex og hálfum milljarði íslenskra króna.
Ekki er vitað hversu langan samning hinn 24 ára gamli Gallagher skrifar undir í Madríd. Hann hefur verið samningsbundinn Chelsea allan sinn feril en þó leikið með Charlton Athletic, Swansea City, West Bromwich Albion og Crystal Palace á láni.
🚨🔴⚪️ Understand Conor Gallagher has been authorized by Chelsea to travel to Madrid in next 24/48h!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2024
Deal was already done for €42m fee and Simeone was pushing again for it.
All done between Gallagher and Atléti, all done between Atléti and Chelsea.
Here we go, confirmed. 🔐 pic.twitter.com/8SOv6PoCpr
Gallagher á að baki 18 A-landsleiki fyrir England.