Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór á fund forsætisráðherra Ísrael til að reyna að liðka um fyrir viðræðum um vopnahlé. Bjartsýni hefur verið um að það styttist í land en fulltrúar Hamas segja það vera tálsýn.
Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma, oft ónotuð. Við kíkjum í Rauða krossinn.
Og við heimsækjum fjórar stúlkur sem hafa um helgina staðið í ströngu í verslunarrekstri í Vesturbænum. Hagnaðurinn fer til barna á stríðshrjáðu svæði.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.