Innlent

Ó­sætti meðal ráð­herra og víð­tækt heitavatnsleysi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Dómsmálaráðherra segist ósammála samráðherra sínum og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Þá er von á að heitavatnslaust verði á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjá daga en aldrei hefur jafn stórt svæði verið heitavatnslaust svo lengi. Nágrannasveitarfélög hafa boðið íbúum frítt í sund.

Hátt í hundrað manns eru á leið upp á horfna jökulinn Ok. Fimm ár eru liðin síðan minniningarskjöldur var settur upp á jökulinn. Sextíu smájöklar á Íslandi hafa horfið á síðustu tuttugu árum. 

Við förum yfir úrslit bikarmótsins í frjálsum íþróttum sem fram fór utanhúss í gær. Þar setti Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir meðal annars mótsmet. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 18. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×