Brady ánægður með ráðherrasoninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 09:00 Willum Þór fagnar sínu fyrstu deildarmarki fyrir Birmingham City. Birmingham City Leikstjórnandinn fyrrverandi Tom Brady, einn af eigendum Íslendingaliðsins Birmingham City, deildi færslu félagsins eftir sigurleik gegn Wycome Wanderers og taggaði Willum Þór Willumsson, hetju liðsins í leiknum, á Instagram. Mikið var rætt og ritað um kaup Brady og félaga á Birmingham á síðustu leiktíð. Þeir vona eflaust að fall sé fararheill en liðið féll úr ensku B-deildinni og leikur því í C-deildinni í ár. Það virðist hafa verið lán í óláni fyrir íslenska knattspyrnumenn því Willum Þór Willumsson var keyptur til félagsins á metfé fyrr í sumar og Alfons Sampsted, fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Breiðabliki, gekk til liðs við félagið á dögunum. Hvað hinn 47 ára gamla Brady varðar þá er hann einn sigursælasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar. Hann á sjö meistaratitla að baki og þá var hann fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaðurinn í Ofurskálinni en það er úrslitaleikur deildarinnar. Í gær, laugardag, vann Birmingham torsóttan 3-2 útisigur á Wycombe þökk sé marki varamannsins Willums Þórs. Því miður þurfti þessi 25 ára gamli landsliðsmaður að yfirgefa völlinn í uppbótartíma vegna meiðsla. 🇮🇸 Cold as ice! 🥶#EFL | @BCFC pic.twitter.com/zCRQWiWd11— Sky Bet League One (@SkyBetLeagueOne) August 17, 2024 Það breytir því ekki að Brady var sáttur með sigurinn og deildi færslu félagsins þar sem sigrinum var fagnað, með mynd af Willum Þór að fagna á Instagram-síðu sinni þar sem hann er með 15 milljónir fylgjenda. Færslan sem Tom Brady deildi.@tombrady Willum Þór Þórsson, faðir leikmannsins, er heilbrigðisráðherra Íslands. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
Mikið var rætt og ritað um kaup Brady og félaga á Birmingham á síðustu leiktíð. Þeir vona eflaust að fall sé fararheill en liðið féll úr ensku B-deildinni og leikur því í C-deildinni í ár. Það virðist hafa verið lán í óláni fyrir íslenska knattspyrnumenn því Willum Þór Willumsson var keyptur til félagsins á metfé fyrr í sumar og Alfons Sampsted, fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Breiðabliki, gekk til liðs við félagið á dögunum. Hvað hinn 47 ára gamla Brady varðar þá er hann einn sigursælasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar. Hann á sjö meistaratitla að baki og þá var hann fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaðurinn í Ofurskálinni en það er úrslitaleikur deildarinnar. Í gær, laugardag, vann Birmingham torsóttan 3-2 útisigur á Wycombe þökk sé marki varamannsins Willums Þórs. Því miður þurfti þessi 25 ára gamli landsliðsmaður að yfirgefa völlinn í uppbótartíma vegna meiðsla. 🇮🇸 Cold as ice! 🥶#EFL | @BCFC pic.twitter.com/zCRQWiWd11— Sky Bet League One (@SkyBetLeagueOne) August 17, 2024 Það breytir því ekki að Brady var sáttur með sigurinn og deildi færslu félagsins þar sem sigrinum var fagnað, með mynd af Willum Þór að fagna á Instagram-síðu sinni þar sem hann er með 15 milljónir fylgjenda. Færslan sem Tom Brady deildi.@tombrady Willum Þór Þórsson, faðir leikmannsins, er heilbrigðisráðherra Íslands.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira