„Eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2024 08:00 Már Gunnarsson synti í Tókýó og er nú á leið til Parísar. Instagram/@margunnarsson Sundkappinn Már Gunnarsson er á leið á Ólympíumót fatlaðra í annað sinn. Hann er með skýr markmið og þá heillar einnig að vera á leið til Parísar í fyrsta sinn. Már tók þátt á Ólympíumótinu í Tókýó fyrir þremur árum síðan, sem var hans fyrsta. En hvað hefur breyst frá því fyrir þremur árum? „Ég er orðinn eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri,“ segir Már og hlær. Ég er í betra líkamlegu formi. Ég tók mér smá hlé frá sundinu eftir fyrri Ólympíuleika þar sem ég var algjörlega kominn með nóg af þessu,“ segir Már í Sportpakkanum á Stöð 2. Pásan var honum nauðsynleg þar sem hann hafði í nægu að snúast. „Ég var að fara á milli grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi að halda fyrirlestra og var svo að taka þátt í Eurovision. Þannig að það var nóg annað að gera. Ég var bara duglegur í ræktinni á meðan að byggja upp vöðvamassa. En síðan þegar ég flyt út til Bretlands í háskóla þá tók ég ákvörðun að þetta væri núna eða aldrei,“ segir Már sem hefur æft í skóla sínum á Englandi samhliða námi síðustu misseri. Þarf að eiga frábæran dag til að berjast á toppnum Markmið Más fyrir komandi mót eru þá skýr. „Markmiðin eru að vera besta útgáfan af mér, sem ég get verið. Ég vil bæta minn persónulega tíma. Hversu mikið er ég ekki viss um. Draumurinn væri að bæta mig um tvær sekúndur. En ef ég verð alveg hrikalega heppinn og þetta verður geggjaður dagur, ef mér tekst að bæta mig um 2-3 sekúndur, þá er ég að berjast þarna um toppsætin,“ segir Már. París heillar Það er þá ekki bara íþróttaveislan sjálf sem heillar heldur hlakkar Már til að heimsækja Parísarborg í fyrsta sinn. „Ég er bara þakklátur fyrir að fá annað tækifæri til að stíga á þetta stærsta svið afreksíþrótta. Ég hef aldrei komið til Parísar þannig að ég er mjög spenntur fyrir því,“ „Borg rómantíkurinnar og ástarinnar, er það ekki alltaf sagt? Það verður gaman hjá mér,“ segir Már og hlær. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sjá meira
Már tók þátt á Ólympíumótinu í Tókýó fyrir þremur árum síðan, sem var hans fyrsta. En hvað hefur breyst frá því fyrir þremur árum? „Ég er orðinn eldri, reyndari og vonandi aðeins þroskaðri,“ segir Már og hlær. Ég er í betra líkamlegu formi. Ég tók mér smá hlé frá sundinu eftir fyrri Ólympíuleika þar sem ég var algjörlega kominn með nóg af þessu,“ segir Már í Sportpakkanum á Stöð 2. Pásan var honum nauðsynleg þar sem hann hafði í nægu að snúast. „Ég var að fara á milli grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi að halda fyrirlestra og var svo að taka þátt í Eurovision. Þannig að það var nóg annað að gera. Ég var bara duglegur í ræktinni á meðan að byggja upp vöðvamassa. En síðan þegar ég flyt út til Bretlands í háskóla þá tók ég ákvörðun að þetta væri núna eða aldrei,“ segir Már sem hefur æft í skóla sínum á Englandi samhliða námi síðustu misseri. Þarf að eiga frábæran dag til að berjast á toppnum Markmið Más fyrir komandi mót eru þá skýr. „Markmiðin eru að vera besta útgáfan af mér, sem ég get verið. Ég vil bæta minn persónulega tíma. Hversu mikið er ég ekki viss um. Draumurinn væri að bæta mig um tvær sekúndur. En ef ég verð alveg hrikalega heppinn og þetta verður geggjaður dagur, ef mér tekst að bæta mig um 2-3 sekúndur, þá er ég að berjast þarna um toppsætin,“ segir Már. París heillar Það er þá ekki bara íþróttaveislan sjálf sem heillar heldur hlakkar Már til að heimsækja Parísarborg í fyrsta sinn. „Ég er bara þakklátur fyrir að fá annað tækifæri til að stíga á þetta stærsta svið afreksíþrótta. Ég hef aldrei komið til Parísar þannig að ég er mjög spenntur fyrir því,“ „Borg rómantíkurinnar og ástarinnar, er það ekki alltaf sagt? Það verður gaman hjá mér,“ segir Már og hlær. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sjá meira