Frigg nemendagrunnur – bylting í íslensku skólastarfi Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 15. ágúst 2024 15:00 Framundan eru einar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á íslensku menntakerfi. Til að ná fram slíkum breytingum með skilvirkum hætti og á sem skemmstum tíma þarf að byggja upp stafræna framtíð í menntakerfinu samhliða öðrum verkefnum. Í dag er staðan sú að utanumhald, skipulag og skráning er að miklu leyti unnin með handvirkum hætti, á víð og dreif milli kerfa og stofnana. Gögn um skólavist, námsmat og ýmsar aðrar upplýsingar eru geymd á mismunandi stöðum sem tala ekki saman. Þannig er í dag hvergi hægt að fá upplýsingar um hluti eins og námsárangur, stöðu og framvindu nemenda, hversu margir ÍSAT nemendur eru í hvaða sveitarfélagi og hvaða tungumál er þeirra móðurmál, hversu margir nemendur eru með staðfestar greiningar og þá hvaða greiningar og hvernig þær dreifast. Ekki er haldið utan um þann stuðning sem nemendur fá, hversu oft nemendur flytjast á milli skóla, hvaða nemendur eru með undanþágu frá skólaskyldu, hvaða nemendur á grunnskólastigi stunda nám í einstaka áföngum á menntaskólastigi og hversu margir nemendur ljúka ekki grunnskóla á tilskyldum tíma, svo eitthvað sé nefnt. Þá er með núverandi fyrirkomulagi erfitt að sjá hvort íhlutun skili tilætluðum árangri. Miðlægur gagnagrunnur – lykilþáttur í þróun menntakerfisins Mikið hefur verið rætt um Matsferil, hið nýja námsmat sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. Með nýju námsmatskerfi munum við ekki bara ná að fylgjast betur með hverju barni jafnt og þétt í gegnum skólagöngu þess og tryggja þannig að það fái viðeigandi kennslu og stuðning, Matsferill mun líka gefa okkur upplýsingar um stöðu skólakerfisins í heild og þar með tækifæri til að grípa inn í þar sem þörf er á. Matsferill er þó aðeins hluti af þeim breytingum sem framundan eru. Undanfarin misseri hefur verið unnið að þróun miðlægs stafræns gagnagrunns sem hefur fengið nafnið Frigg. Í fyrsta skipti verður til heildstæður gagnagrunnur sem heldur utan um upplýsingar um alla nemendur innan skólakerfisins á landsvísu, allt fram að háskólanámi. Slíkur gagnagrunnur er forsenda þess að byggja upp miðlægt prófakerfi og því verða niðurstöður úr Matsferli mikilvægur hluti af Frigg en þó aðeins hluti af þeim ávinningi sem verkefnið hefur í för með sér. Miðlæg skráning gagna er forsenda fyrir heildræna sýn yfir stöðu menntakerfisins og gefur okkur færi á að stórbæta skilvirkni, gæði og áreiðanleika þess. Frigg er þannig lykilþáttur í stafrænni þróun menntakerfisins til framtíðar, þróun sem er bæði óhjákvæmileg og nauðsynleg til að tryggja hverju barni umhverfi til að þroskast og dafna á eigin forsendum. Mælaborð fyrir kennara, forsjáraðila, börn og stjórnvöld Einn af stóru kostunum sem tilkoma Friggjar hefur í för með sér er bætt aðgengi forsjáraðila og barna að upplýsingum er varða þau sjálf. Þannig munu foreldrar hafa skýra sýn yfir stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið, allt frá leikskóla til framhaldsskóla, þau úrræði sem gripið er til og mat á árangri á þeim. Þannig er hægt að stuðla að snemmtækri íhlutun en þannig er hægt að bregðast við í tíma og tryggja að öll börn fái aðstoð um leið þörf vaknar. Þannig drögum við úr eða komum í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Frigg mun einnig innihalda nýtt mælaborð sem greinir rauntímagögn úr menntakerfinu og gerir okkur í fyrsta skipti kleift að sjá miðlægt þróun og stöðu þess. Það mun gera stofnunum og skólastjórnendum kleift að bregðast hraðar við og gera úrbætur með markvissum hætti. Fyrir stjórnvöld er svo ómetanlegt að sjá þessi gögn til að meta árangur af stefnu og aðgerðum hvers tíma og móta þannig viðbrögð og áherslur hverju sinni. Það er því miður staðreynd að börn börn týnast í kerfinu eins og það er byggt upp í dag. Með Frigg verður hægt að tryggja að ekkert barn lendi milli stafs og hurðar í menntakerfinu. Síðast, en ekki síst, mun Frigg svo hjálpa kennurum og skólastjórnendum að halda betur utan um nemendur sína. Með aukinni yfirsýn verður hægt að mæta hverju barni þar sem það er statt hverju sinni og veita því viðeigandi stuðning. Staða verkefnisins Þróun Friggjar byggir á ítarlegri þarfagreiningu sem unnin var í samstarfi við lykilþátttakendur í menntakerfinu. Tæknivinna og forritun eru í fullum gangi og verkefnið hefur verið kynnt fyrir þeim opinberu aðilum sem málið varðar eins og ráðuneyti, sveitarfélögum og skólum. Fyrir áramót lítur fyrsta útgáfa Friggjar ljós. Það er óhætt að segja að við, hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, séum mjög einbeitt í vinnu okkar að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem okkur hafa verið falin, þar með talið þróun Friggjar. Það er nauðsynlegur grunnur að bættu menntakerfi að auka skilvirkni og gæði náms með betri upplýsingum og verkfærum til að geta markvisst ráðist í nauðsynlegar úrbætur. Við hlökkum til að koma Frigg og Matsferli á laggirnar og byggja upp öflugt kerfi, öllum börnum og samfélaginu til heilla. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Framundan eru einar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á íslensku menntakerfi. Til að ná fram slíkum breytingum með skilvirkum hætti og á sem skemmstum tíma þarf að byggja upp stafræna framtíð í menntakerfinu samhliða öðrum verkefnum. Í dag er staðan sú að utanumhald, skipulag og skráning er að miklu leyti unnin með handvirkum hætti, á víð og dreif milli kerfa og stofnana. Gögn um skólavist, námsmat og ýmsar aðrar upplýsingar eru geymd á mismunandi stöðum sem tala ekki saman. Þannig er í dag hvergi hægt að fá upplýsingar um hluti eins og námsárangur, stöðu og framvindu nemenda, hversu margir ÍSAT nemendur eru í hvaða sveitarfélagi og hvaða tungumál er þeirra móðurmál, hversu margir nemendur eru með staðfestar greiningar og þá hvaða greiningar og hvernig þær dreifast. Ekki er haldið utan um þann stuðning sem nemendur fá, hversu oft nemendur flytjast á milli skóla, hvaða nemendur eru með undanþágu frá skólaskyldu, hvaða nemendur á grunnskólastigi stunda nám í einstaka áföngum á menntaskólastigi og hversu margir nemendur ljúka ekki grunnskóla á tilskyldum tíma, svo eitthvað sé nefnt. Þá er með núverandi fyrirkomulagi erfitt að sjá hvort íhlutun skili tilætluðum árangri. Miðlægur gagnagrunnur – lykilþáttur í þróun menntakerfisins Mikið hefur verið rætt um Matsferil, hið nýja námsmat sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. Með nýju námsmatskerfi munum við ekki bara ná að fylgjast betur með hverju barni jafnt og þétt í gegnum skólagöngu þess og tryggja þannig að það fái viðeigandi kennslu og stuðning, Matsferill mun líka gefa okkur upplýsingar um stöðu skólakerfisins í heild og þar með tækifæri til að grípa inn í þar sem þörf er á. Matsferill er þó aðeins hluti af þeim breytingum sem framundan eru. Undanfarin misseri hefur verið unnið að þróun miðlægs stafræns gagnagrunns sem hefur fengið nafnið Frigg. Í fyrsta skipti verður til heildstæður gagnagrunnur sem heldur utan um upplýsingar um alla nemendur innan skólakerfisins á landsvísu, allt fram að háskólanámi. Slíkur gagnagrunnur er forsenda þess að byggja upp miðlægt prófakerfi og því verða niðurstöður úr Matsferli mikilvægur hluti af Frigg en þó aðeins hluti af þeim ávinningi sem verkefnið hefur í för með sér. Miðlæg skráning gagna er forsenda fyrir heildræna sýn yfir stöðu menntakerfisins og gefur okkur færi á að stórbæta skilvirkni, gæði og áreiðanleika þess. Frigg er þannig lykilþáttur í stafrænni þróun menntakerfisins til framtíðar, þróun sem er bæði óhjákvæmileg og nauðsynleg til að tryggja hverju barni umhverfi til að þroskast og dafna á eigin forsendum. Mælaborð fyrir kennara, forsjáraðila, börn og stjórnvöld Einn af stóru kostunum sem tilkoma Friggjar hefur í för með sér er bætt aðgengi forsjáraðila og barna að upplýsingum er varða þau sjálf. Þannig munu foreldrar hafa skýra sýn yfir stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið, allt frá leikskóla til framhaldsskóla, þau úrræði sem gripið er til og mat á árangri á þeim. Þannig er hægt að stuðla að snemmtækri íhlutun en þannig er hægt að bregðast við í tíma og tryggja að öll börn fái aðstoð um leið þörf vaknar. Þannig drögum við úr eða komum í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Frigg mun einnig innihalda nýtt mælaborð sem greinir rauntímagögn úr menntakerfinu og gerir okkur í fyrsta skipti kleift að sjá miðlægt þróun og stöðu þess. Það mun gera stofnunum og skólastjórnendum kleift að bregðast hraðar við og gera úrbætur með markvissum hætti. Fyrir stjórnvöld er svo ómetanlegt að sjá þessi gögn til að meta árangur af stefnu og aðgerðum hvers tíma og móta þannig viðbrögð og áherslur hverju sinni. Það er því miður staðreynd að börn börn týnast í kerfinu eins og það er byggt upp í dag. Með Frigg verður hægt að tryggja að ekkert barn lendi milli stafs og hurðar í menntakerfinu. Síðast, en ekki síst, mun Frigg svo hjálpa kennurum og skólastjórnendum að halda betur utan um nemendur sína. Með aukinni yfirsýn verður hægt að mæta hverju barni þar sem það er statt hverju sinni og veita því viðeigandi stuðning. Staða verkefnisins Þróun Friggjar byggir á ítarlegri þarfagreiningu sem unnin var í samstarfi við lykilþátttakendur í menntakerfinu. Tæknivinna og forritun eru í fullum gangi og verkefnið hefur verið kynnt fyrir þeim opinberu aðilum sem málið varðar eins og ráðuneyti, sveitarfélögum og skólum. Fyrir áramót lítur fyrsta útgáfa Friggjar ljós. Það er óhætt að segja að við, hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, séum mjög einbeitt í vinnu okkar að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem okkur hafa verið falin, þar með talið þróun Friggjar. Það er nauðsynlegur grunnur að bættu menntakerfi að auka skilvirkni og gæði náms með betri upplýsingum og verkfærum til að geta markvisst ráðist í nauðsynlegar úrbætur. Við hlökkum til að koma Frigg og Matsferli á laggirnar og byggja upp öflugt kerfi, öllum börnum og samfélaginu til heilla. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar