Nýr X-reikningur myndbandsdómaranna heitir Premier League Match Centre og mun gefa áhugasömum nákvæmar upplýsingar um það sem er í gangi í Stockley Park.
Reikningurinn fór í loftið í gær og samkvæmt tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni þá mun þetta hjálpa til við að auka gegnsæi á störf myndbandsdómara.
„Við getum ekki boðið upp á það að hlusta á samskiptin úr VAR-herberginu þar sem það er ekki leyfilegt. Premier League Match Center getur aftur á mótið boðið upp á næstum því í beinni upplýsingar varðandi VAR og allar aðrar ákvarðanir dómara,“ segir í tilkynningu deildarinnar.
Það verða ekki aðeins upplýsingar frá útvöldum leikjum heldur koma þær úr öllum leikjum deildarinnar.
X-reikningurinn mun bjóða upp á rökstuðning á bak við þær ákvarðanir sem eru teknar í VAR-herberginu þar sem staðreyndir verða í fyrirrúmi og allar tæknilegar upplýsingar birtar.
Ef nauðsyn krefur verður þarna líka fróðleikur um reglur fótboltans og sérfræðingar frá enska dómarasambandinu munu einnig leggja til málanna sé þörf á því.
Welcome to the Premier League Match Centre X account. This page will provide live updates from Stockley Park including information directly from the VAR Hub. We will issue near-live updates on operational matters from all matches – including clarification on refereeing and VAR.
— Premier League Match Centre (@PLMatchCentre) August 13, 2024