Svipaður hlátur á öllum upptökunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2024 13:45 Pétur Jökull Jónasson neitar alfarið að tengjast málinu með nokkrum hætti. Hann viðurkennir þó að þekkja Svedda tönn og kunningskap við Birgi Halldórsson sem hlotið hefur dóm í málinu. Vísir Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið snýst um innflutning á tæplega hundruð kílóum af kókaíni falin í viðardrumbum sjóleiðina frá Brasilíu til Íslands sumarið 2022. Fjórir hafa þegar hlotið fangelsisdóma í málinu og telur lögreglan að Pétur Jökull sé tengdur málinu og hærra í keðjunni en í það minnsta þrír sem hlotið hafa dóm. Leynileg upptaka í Gjáhellu Saksóknari reynir hvað hann getur að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við málið. Hann neitar staðfastlega sök. Daði Björnsson, sem hlotið hefur dóm í málinu, lýsti því að hafa verið í samskiptum við mann að nafni Pétur sem hann hefði bæði hitt og verið í samskiptum við á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal. Lýsingar Daða á Pétri og fjölmörg gögn benda til þess að um Pétur Jökul sé að ræða. Daði kom fyrir dóminn í gær og sagði ekki um sama Pétur að ræða og bar við minnisleysi spurður um frekari atvik. Hann svaraði því neitandi þegar saksóknari spurði hvort hann óttaðist einhvern í tengslum við málið. Meðal lykilsönnunargagna í málinu er upptaka á samtali sem Daði átti við karlmann sem lögregla telur að hafi verið Pétur Jökull. Samtalið átti sér stað í húsnæði í Gjáhellu í Hafnarfirði sem lögregla hleraði. Daði hafði útvegað húsnæðið með það fyrir augum að geta athafnað sig eftir að hafa veitt viðtöku viðardrumbum sem búið var að fela fíkniefni inn í. Samtalið er óskýrt og reyndist blaðamanni erfitt að greina hvað þar fór fram þegar það var spilað í dómssal í gær. Lögreglufulltrúi sem kom fyrir dóminn í morgun segist sannfærður, eftir að hafa hitt Pétur Jökul, að þar væri Pétur Jökull á ferð. Ýmis líkindi með röddunum Mette Sörensen, sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum, fékk samtalið til greiningar og upptökur af rödd Péturs Jökuls til að reyna að komast að því hvort þar væri Pétur Jökull á ferðinni. Hún bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en túlkur þýddi jafnóðum í dómssal. Mette sagði ekkert hafa komið fram í efninu sem gæfi henni tilefni til að telja að um ekki væri um sama einstakling að ræða. Hún týndi til ýmsa hluti sem væru líkir í samtalinu og hljóðupptökum af röddum. Það hefði verið einkennandi að viðkomandi karlmaður talaði lágt út í geng. Tóninn var lágur og djúpur, hann talaði með líkum hljóðstyrk sem væri lágur. Það hefði verið einkennandi fyrir allar upptöku. Niðurstaðan plús einn Þá hefði hún merkt hæsi í röddinni, raddbeitingin væri eins og loft færi fram hjá raddböndunum og hann væri að muldra. Þá væru hikorð, eins og röddin brotnaði stundum og raddböndin titruðu smá. Einkennandi svipaður hlátur hefði verið á öllum upptökum. Sérfræðingurinn sagði að niðurstaðan á tölulegum skala sem hún mælti með hefði verið plúss einn. Skalinn væri frá mínus fjórum upp í plús fjóra. Það væru því meiri líkur en ekki að um sama einstakling væri að ræða þó það væru ekki hægt að fullyrða um það. Hún sagði stóran hluta mælinganna hlutlægan en allt á vísindalegum gruni. Annar lærður hljóðfræðingur gæti komist að annarri niðurstöðu. Hún væri þó lærð í þessum efnum, hefði tíu ára reynslu og væri reglulega kölluð til í lögreglumálum. Þá hefði hún skrifað doktorsritgerð um afbrotahljóðfræði. Vitnaleiðslum í málinu er lokið en málflutningur er fyrirhugaður á föstudag. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Málið snýst um innflutning á tæplega hundruð kílóum af kókaíni falin í viðardrumbum sjóleiðina frá Brasilíu til Íslands sumarið 2022. Fjórir hafa þegar hlotið fangelsisdóma í málinu og telur lögreglan að Pétur Jökull sé tengdur málinu og hærra í keðjunni en í það minnsta þrír sem hlotið hafa dóm. Leynileg upptaka í Gjáhellu Saksóknari reynir hvað hann getur að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við málið. Hann neitar staðfastlega sök. Daði Björnsson, sem hlotið hefur dóm í málinu, lýsti því að hafa verið í samskiptum við mann að nafni Pétur sem hann hefði bæði hitt og verið í samskiptum við á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal. Lýsingar Daða á Pétri og fjölmörg gögn benda til þess að um Pétur Jökul sé að ræða. Daði kom fyrir dóminn í gær og sagði ekki um sama Pétur að ræða og bar við minnisleysi spurður um frekari atvik. Hann svaraði því neitandi þegar saksóknari spurði hvort hann óttaðist einhvern í tengslum við málið. Meðal lykilsönnunargagna í málinu er upptaka á samtali sem Daði átti við karlmann sem lögregla telur að hafi verið Pétur Jökull. Samtalið átti sér stað í húsnæði í Gjáhellu í Hafnarfirði sem lögregla hleraði. Daði hafði útvegað húsnæðið með það fyrir augum að geta athafnað sig eftir að hafa veitt viðtöku viðardrumbum sem búið var að fela fíkniefni inn í. Samtalið er óskýrt og reyndist blaðamanni erfitt að greina hvað þar fór fram þegar það var spilað í dómssal í gær. Lögreglufulltrúi sem kom fyrir dóminn í morgun segist sannfærður, eftir að hafa hitt Pétur Jökul, að þar væri Pétur Jökull á ferð. Ýmis líkindi með röddunum Mette Sörensen, sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum, fékk samtalið til greiningar og upptökur af rödd Péturs Jökuls til að reyna að komast að því hvort þar væri Pétur Jökull á ferðinni. Hún bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en túlkur þýddi jafnóðum í dómssal. Mette sagði ekkert hafa komið fram í efninu sem gæfi henni tilefni til að telja að um ekki væri um sama einstakling að ræða. Hún týndi til ýmsa hluti sem væru líkir í samtalinu og hljóðupptökum af röddum. Það hefði verið einkennandi að viðkomandi karlmaður talaði lágt út í geng. Tóninn var lágur og djúpur, hann talaði með líkum hljóðstyrk sem væri lágur. Það hefði verið einkennandi fyrir allar upptöku. Niðurstaðan plús einn Þá hefði hún merkt hæsi í röddinni, raddbeitingin væri eins og loft færi fram hjá raddböndunum og hann væri að muldra. Þá væru hikorð, eins og röddin brotnaði stundum og raddböndin titruðu smá. Einkennandi svipaður hlátur hefði verið á öllum upptökum. Sérfræðingurinn sagði að niðurstaðan á tölulegum skala sem hún mælti með hefði verið plúss einn. Skalinn væri frá mínus fjórum upp í plús fjóra. Það væru því meiri líkur en ekki að um sama einstakling væri að ræða þó það væru ekki hægt að fullyrða um það. Hún sagði stóran hluta mælinganna hlutlægan en allt á vísindalegum gruni. Annar lærður hljóðfræðingur gæti komist að annarri niðurstöðu. Hún væri þó lærð í þessum efnum, hefði tíu ára reynslu og væri reglulega kölluð til í lögreglumálum. Þá hefði hún skrifað doktorsritgerð um afbrotahljóðfræði. Vitnaleiðslum í málinu er lokið en málflutningur er fyrirhugaður á föstudag.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira