Starfsmenn Veðurstofunnar í biðstöðu og kvikusöfnun heldur áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 13. ágúst 2024 12:16 Benedikt Gunnar Ófeigsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Náttúruvársérfræðingur segir litlar líkur á að gos hefjist innan bæjarmarka Grindavíkur. Starfsmenn Veðurstofunnar eru nú í biðstöðu og bíða eftir kvikuhlaupi eða eldgosi sem gæti hafist hvenær sem er. Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi er komið yfir þau mörk sem við sáum áður en síðasta eldgos hófst í lok maímánaðar. Starfsmenn Veðurstofunnar telja að gos eða kvikuhlaup gæti hafist í raun hvenær sem er á næstu dögum, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, náttúruvársérfræðings hjá stofnuninni. Þrátt fyrir það helst samt hættumat stofnunarinnar óbreytt og gildir næstu vikuna til 20. ágúst. Hættulegt er að vera í Grindavík og við svæðið þar sem síðustu gos hafa komið upp. Hættumatskortið gildir til 20. ágúst.Veðurstofan „Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu vikur og sýnir svipaða þróun og fyrir síðustu kvikuhlaup og eldgos. Síðustu sjö daga hefur virknin verið svipuð á milli daga og um 60 til 80 skjálftar mælst á sólarhring á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Flestir skjálftanna eru á um 2 – 4 km dýpi, þeir grynnstu á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells,“ segir í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þá hefur landris verið stöðugt síðustu eina og hálfa vikuna, þó það séu vísbendingar um að það gæti verið að hægja á því, sem bendir til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast undir Svartsengi. „Fyrir síðasta gos, þá þurftum við að bíða í tvær vikur eftir að þessum mörkum var náð. Þannig við þurfum aðeins að hafa það í huga að þetta gæti dregist um nokkrar vikur. Virknin er samt sem áður orðin mjög svipuð og hún var fyrir síðasta gos, kannski örlítið minni en hún er að nálgast þá virkni mjög hratt,“ segir Benedikt. Eftir því sem lengra líður, því meiri líkur eru á að gos hefjist. „Núna eru öll mæligögn að sýna að þetta er svipað og fyrir síðasta gos og við þurfum að vera tilbúin, þetta getur gerst hvenær sem er. En við verðum bara líka að hafa í huga að þetta getur tafist. Bara vera þolinmóð og bíða,“ segir Benedikt. Erfitt sé að fullyrða hvort næsta gos yrði stærra en hin þó kvikumagnið í kvikuhólfinu sé meira. Þá telur hann ólíklegt að kvika komi upp innan Grindavíkur. „Við verðum að gera ráð fyrir, sérstaklega að það komi upp svona lítil eldgos eins og gerðist í janúar síðast. Að það geti skriðið upp nálægt bænum smá gusur. Það er ekki hægt að útiloka það en að það komi stórt eldgos inni í Grindavík held ég að sé mjög ólíklegt,“ segir Benedikt. Komi til goss er líklegast að það verði í sömu sprungu og gosið hefur nokkrum sinnum úr síðustu mánuði. „Svo breyta þessi eldgos sér alltaf á milli atburða. Þau gera það á óútreiknanlegan hátt. Við verðum bara að vera tilbúin fyrir það að það gerist eitthvað aðeins öðruvísi en síðast,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi er komið yfir þau mörk sem við sáum áður en síðasta eldgos hófst í lok maímánaðar. Starfsmenn Veðurstofunnar telja að gos eða kvikuhlaup gæti hafist í raun hvenær sem er á næstu dögum, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, náttúruvársérfræðings hjá stofnuninni. Þrátt fyrir það helst samt hættumat stofnunarinnar óbreytt og gildir næstu vikuna til 20. ágúst. Hættulegt er að vera í Grindavík og við svæðið þar sem síðustu gos hafa komið upp. Hættumatskortið gildir til 20. ágúst.Veðurstofan „Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu vikur og sýnir svipaða þróun og fyrir síðustu kvikuhlaup og eldgos. Síðustu sjö daga hefur virknin verið svipuð á milli daga og um 60 til 80 skjálftar mælst á sólarhring á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Flestir skjálftanna eru á um 2 – 4 km dýpi, þeir grynnstu á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells,“ segir í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þá hefur landris verið stöðugt síðustu eina og hálfa vikuna, þó það séu vísbendingar um að það gæti verið að hægja á því, sem bendir til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast undir Svartsengi. „Fyrir síðasta gos, þá þurftum við að bíða í tvær vikur eftir að þessum mörkum var náð. Þannig við þurfum aðeins að hafa það í huga að þetta gæti dregist um nokkrar vikur. Virknin er samt sem áður orðin mjög svipuð og hún var fyrir síðasta gos, kannski örlítið minni en hún er að nálgast þá virkni mjög hratt,“ segir Benedikt. Eftir því sem lengra líður, því meiri líkur eru á að gos hefjist. „Núna eru öll mæligögn að sýna að þetta er svipað og fyrir síðasta gos og við þurfum að vera tilbúin, þetta getur gerst hvenær sem er. En við verðum bara líka að hafa í huga að þetta getur tafist. Bara vera þolinmóð og bíða,“ segir Benedikt. Erfitt sé að fullyrða hvort næsta gos yrði stærra en hin þó kvikumagnið í kvikuhólfinu sé meira. Þá telur hann ólíklegt að kvika komi upp innan Grindavíkur. „Við verðum að gera ráð fyrir, sérstaklega að það komi upp svona lítil eldgos eins og gerðist í janúar síðast. Að það geti skriðið upp nálægt bænum smá gusur. Það er ekki hægt að útiloka það en að það komi stórt eldgos inni í Grindavík held ég að sé mjög ólíklegt,“ segir Benedikt. Komi til goss er líklegast að það verði í sömu sprungu og gosið hefur nokkrum sinnum úr síðustu mánuði. „Svo breyta þessi eldgos sér alltaf á milli atburða. Þau gera það á óútreiknanlegan hátt. Við verðum bara að vera tilbúin fyrir það að það gerist eitthvað aðeins öðruvísi en síðast,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira