Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 16:31 Sigríður Ásta og Snædís Lilja breyta sundlaug í leikhús. SAMSETT „Fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns verður rannsakað,“ segja sviðslistakonurnar Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir sem standa fyrir verkinu Konukroppar og umbreyta sundlaug í leikhús. Fjölbreyttum konukroppum fagnað Verkið verður frumflutt sunnudaginn 18. ágúst og er af óhefðbundari gerðinni þar sem það fer fram í sundlauginni við Brautartungu í Lundarreykjadal í Borgarbyggð. „Verkið er óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi; fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns er rannsakað í seiðandi verki sem liggur á mörkum dans- og sviðslistar,“ segja höfundarnir. Sigríður og Snædís eru höfundar og flytjendur.Aðsend Þær eru einnig flytjendur verksins og eru báðar leikkonur auk þess sem Snædís er dansari og Sigríður söngkona. „Við stofnuðum sviðslistahópinn Gleym-mér-ei því okkur langaði svo að sameina listræna krafta okkar og nýta ólíka styrkleika og ég held að okkur sé að takast það nokkuð vel,“ segir Sigríður um samstarf þeirra Snædísar. Konukroppar verður frumflutt á sunnudag.Aðsend Líkamar í sundi Það fór ekki á milli mála að þær langaði að færa listræna krafta sína yfir í sundið. „Eins og margir Íslendingar þá förum við mikið í sund og við vorum bara rosa mikið að pæla í líkömum í sundi og upp úr sundi, hver munurinn á hreyfingum er í vatni og upp úr vatni, og sérstaklega út frá sjónarhorni kvenna. Við vildum hafa fullt af konum í verkinu og fengum alveg frábæran kvennakór til liðs við okkur, Freyjukórinn en þær verða sérstakir gestir og setja algjörlega punktinn yfir i-ið.“ segir Snædís. Sýningin hefst klukkan 17:00 sunnudaginn 18. ágúst við sundlaugina í Brautartungu. „Það er um eins og hálfs klukkustunda akstur frá Reykjavík. Mælt er með að klæða sig eftir veðri og kippa sundfötum með í töskuna,“ segja þær að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn. Leikhús Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fjölbreyttum konukroppum fagnað Verkið verður frumflutt sunnudaginn 18. ágúst og er af óhefðbundari gerðinni þar sem það fer fram í sundlauginni við Brautartungu í Lundarreykjadal í Borgarbyggð. „Verkið er óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi; fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns er rannsakað í seiðandi verki sem liggur á mörkum dans- og sviðslistar,“ segja höfundarnir. Sigríður og Snædís eru höfundar og flytjendur.Aðsend Þær eru einnig flytjendur verksins og eru báðar leikkonur auk þess sem Snædís er dansari og Sigríður söngkona. „Við stofnuðum sviðslistahópinn Gleym-mér-ei því okkur langaði svo að sameina listræna krafta okkar og nýta ólíka styrkleika og ég held að okkur sé að takast það nokkuð vel,“ segir Sigríður um samstarf þeirra Snædísar. Konukroppar verður frumflutt á sunnudag.Aðsend Líkamar í sundi Það fór ekki á milli mála að þær langaði að færa listræna krafta sína yfir í sundið. „Eins og margir Íslendingar þá förum við mikið í sund og við vorum bara rosa mikið að pæla í líkömum í sundi og upp úr sundi, hver munurinn á hreyfingum er í vatni og upp úr vatni, og sérstaklega út frá sjónarhorni kvenna. Við vildum hafa fullt af konum í verkinu og fengum alveg frábæran kvennakór til liðs við okkur, Freyjukórinn en þær verða sérstakir gestir og setja algjörlega punktinn yfir i-ið.“ segir Snædís. Sýningin hefst klukkan 17:00 sunnudaginn 18. ágúst við sundlaugina í Brautartungu. „Það er um eins og hálfs klukkustunda akstur frá Reykjavík. Mælt er með að klæða sig eftir veðri og kippa sundfötum með í töskuna,“ segja þær að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn.
Leikhús Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira