Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2024 14:17 Þingfesting í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. Honum er að gefið að sök að hafa í aðfaranótt laugardagsins 11. mars í fyrra fyrir utan hús í Norðlingaholti tekið annan mann kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hans í að lágmarki sjö mínútur. Hann hafi ekki látið af verknaðinu fyrr en lögregla kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni mun hafa verið settur í lífshættulegt ástand sem birtist í meðvitundarskerðingu, krömpum og blóðsúrum. Þá er karlmaðurinn ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi með því að hafa ásamt fleirum staðið að sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi og sömuleiðis fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni í pottum með skemmtiferðaskip. Karlmaðurinn tók við efnunum af öðrum sakborningi sem gekk með þau frá borði falin í potti. Karlmaðurinn er sömuleiðis ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af amfetamíni og kókaíni, haglabyssu, skotfæri, loftskammbyssu, raflostbyssu á dvalarstað sínum í Grafarholti auk hnúajárns og piparúðabrúsa í bíl. Flestir sakborninga í málinu komu fyrir dóminn í dag eða báru vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar þeta er skrifað hafa allir neitað sök í öllum aðalatriðum málsins. Nánar verður greint frá afstöðu sakborninga hér á Vísi að þingfestingu lokinni. Dómsmál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. 25. júní 2024 19:28 Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57 Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Honum er að gefið að sök að hafa í aðfaranótt laugardagsins 11. mars í fyrra fyrir utan hús í Norðlingaholti tekið annan mann kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hans í að lágmarki sjö mínútur. Hann hafi ekki látið af verknaðinu fyrr en lögregla kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni mun hafa verið settur í lífshættulegt ástand sem birtist í meðvitundarskerðingu, krömpum og blóðsúrum. Þá er karlmaðurinn ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi með því að hafa ásamt fleirum staðið að sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi og sömuleiðis fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni í pottum með skemmtiferðaskip. Karlmaðurinn tók við efnunum af öðrum sakborningi sem gekk með þau frá borði falin í potti. Karlmaðurinn er sömuleiðis ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af amfetamíni og kókaíni, haglabyssu, skotfæri, loftskammbyssu, raflostbyssu á dvalarstað sínum í Grafarholti auk hnúajárns og piparúðabrúsa í bíl. Flestir sakborninga í málinu komu fyrir dóminn í dag eða báru vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar þeta er skrifað hafa allir neitað sök í öllum aðalatriðum málsins. Nánar verður greint frá afstöðu sakborninga hér á Vísi að þingfestingu lokinni.
Dómsmál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. 25. júní 2024 19:28 Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57 Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49
Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. 25. júní 2024 19:28
Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57
Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43