Þögull sem gröfin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2024 12:17 Birgir Halldórsson við aðalmeðferð málsins árið 2023. Vísir Birgir Halldórsson, sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir aðild að stóra kókaínmálinu, neitaði alfarið að svara spurningum sækjanda og verjanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birgir er einn fjögurra sem hlotið hafa dóm í málinu og Pétur Jökull Jónasson sá fimmti sem sætir ákæru fyrir aðild. Pétur Jökull er ákærður fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að senda áfram til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutnings og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Aldrei rætt við Pétur Jökul í tengslum við málið Pétur Jökull sagðist við aðalmeðferð í morgun aðeins kannast við Birgi af þeim fjórum sem hlutu dóm í málinu. Þeir hefðu kynnst á Hverfisgötu þar sem báðir hefðu haft aðgang að húsnæði um tíma. „Ég er eiginlega ekki til í að samþykkja að vera bundinn vitnaskyldu. Ég hefði ekki þurft að tjá mig hefðu allir verið ákærðir samtímis,“ sagði Birgir fyrir dómi. Hann sagðist ekki sjá muninn á því og að koma núna aftur fyrir dóm. Hann vildi þó koma því á framfæri að þótt hann kannaðist við Pétur Jökul frá því fyrir löngu síðan á Hverfisgötu þá hefði hann aldrei rætt um hann í tengslum við þetta mál. „Búið gagnvart mér“ Birgir vildi ekki svara þeirri spurningu saksóknara hvort hann hefði einhvern tímann verið kallaður B. Eitthvað sem saksóknari spurði Pétur Jökul líka út í í morgun og sömuleiðis Pál Jónsson timbursala, sem afplánar dóm í málinu. Hann ítrekaði svo að afstaða hans að tjá sig ekki um málið væri sú sama og þegar hann var boðaður til skýrslutöku. „Ég er langt kominn með afplánun. Þetta er bara búið gagnvart mér. Það er búið að dæma mig á tveimur dómsstigum.“ Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari sagði þá þýðingarlítið að bera upp frekari spurningar. Þá áréttaði Daði Kristjánsson dómari að almennt væri það þannig að vitni sem kæmu fyrir dóm ættu að svara spurningum. „Já, en hvernig er hægt að taka þennan rétt af mér sem sakborningur í þessu máli. Það er gróft að svifta mig þeim rétti.“ Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Tengdar fréttir Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Samhljóða ákærur leiddu til þungra dóma Ákæra á hendur Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður er fyrir þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða, er samhljóða ákærum á hendur þeim fjórum sem þegar hafa hlotið þunga refsidóma í málinu. Landsréttur taldi því engin efni til að vísa ákærunni frá. 26. júní 2024 14:31 Landsréttur snýr frávísuninni við Landsréttur ógilti í gær frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Pétur Jökuls Jónassonar, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða. Héraðsdómur taldi ákæru ekki innihalda nægilega nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls. 26. júní 2024 11:04 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Pétur Jökull er ákærður fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að senda áfram til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutnings og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Aldrei rætt við Pétur Jökul í tengslum við málið Pétur Jökull sagðist við aðalmeðferð í morgun aðeins kannast við Birgi af þeim fjórum sem hlutu dóm í málinu. Þeir hefðu kynnst á Hverfisgötu þar sem báðir hefðu haft aðgang að húsnæði um tíma. „Ég er eiginlega ekki til í að samþykkja að vera bundinn vitnaskyldu. Ég hefði ekki þurft að tjá mig hefðu allir verið ákærðir samtímis,“ sagði Birgir fyrir dómi. Hann sagðist ekki sjá muninn á því og að koma núna aftur fyrir dóm. Hann vildi þó koma því á framfæri að þótt hann kannaðist við Pétur Jökul frá því fyrir löngu síðan á Hverfisgötu þá hefði hann aldrei rætt um hann í tengslum við þetta mál. „Búið gagnvart mér“ Birgir vildi ekki svara þeirri spurningu saksóknara hvort hann hefði einhvern tímann verið kallaður B. Eitthvað sem saksóknari spurði Pétur Jökul líka út í í morgun og sömuleiðis Pál Jónsson timbursala, sem afplánar dóm í málinu. Hann ítrekaði svo að afstaða hans að tjá sig ekki um málið væri sú sama og þegar hann var boðaður til skýrslutöku. „Ég er langt kominn með afplánun. Þetta er bara búið gagnvart mér. Það er búið að dæma mig á tveimur dómsstigum.“ Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari sagði þá þýðingarlítið að bera upp frekari spurningar. Þá áréttaði Daði Kristjánsson dómari að almennt væri það þannig að vitni sem kæmu fyrir dóm ættu að svara spurningum. „Já, en hvernig er hægt að taka þennan rétt af mér sem sakborningur í þessu máli. Það er gróft að svifta mig þeim rétti.“
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Tengdar fréttir Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Samhljóða ákærur leiddu til þungra dóma Ákæra á hendur Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður er fyrir þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða, er samhljóða ákærum á hendur þeim fjórum sem þegar hafa hlotið þunga refsidóma í málinu. Landsréttur taldi því engin efni til að vísa ákærunni frá. 26. júní 2024 14:31 Landsréttur snýr frávísuninni við Landsréttur ógilti í gær frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Pétur Jökuls Jónassonar, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða. Héraðsdómur taldi ákæru ekki innihalda nægilega nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls. 26. júní 2024 11:04 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21
Samhljóða ákærur leiddu til þungra dóma Ákæra á hendur Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður er fyrir þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða, er samhljóða ákærum á hendur þeim fjórum sem þegar hafa hlotið þunga refsidóma í málinu. Landsréttur taldi því engin efni til að vísa ákærunni frá. 26. júní 2024 14:31
Landsréttur snýr frávísuninni við Landsréttur ógilti í gær frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Pétur Jökuls Jónassonar, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða. Héraðsdómur taldi ákæru ekki innihalda nægilega nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls. 26. júní 2024 11:04