Yazan á heima hér! Alma Ýr Ingólfsdóttir og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 11. ágúst 2024 09:01 Landssamtökin Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks. Okkar leiðarstef í allri vinnu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslenska ríkið fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja. Í samstarfssáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á yfirstandandi kjörtímabili og fyrr í vetur var samþykkt þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins. Í lok júní sl. sendum við, formenn ÖBÍ réttindasamtaka og Þroskahjálpar, talsmenn tveggja heildarsamtaka fatlaðs fólks á Íslandi, opið bréf til allra ráðherra og alþingismanna. Í bréfinu sagði m.a.: Samtökin minna stjórnvöld á ríka skyldu sína til að tryggja sérstök réttindi fatlaðs fólks, þar með talið barna, og yfirstandandi áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Einnig landsáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í lögfestingu samningsins. Samkvæmt upplýsingum og reynslu samtakanna er mál Yazans á meðal þeirra alvarlegustu sem komið hafa fram og varðar brottflutning fatlaðs einstaklings, nánar til tekið barns, frá landinu. Sem fyrr segir eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu afdráttarlaus um þá hættu sem getur falist í rofi á meðferðum. Þrátt fyrir það hefur niðurstaða íslenskra stjórnvalda í málinu hingað til verið að falla ekki frá flutningi Yazans úr landi. Samtökin hafa miklar áhyggjur af því að stjórnvöld taki ekki fullnægjandi tillit til réttinda og aðstæðna fatlaðs fólks við meðferð mála á sviði alþjóðlegrar verndar. Samtökin skora á ráðherra og þingmenn að láta þetta mál sig varða og stuðla að því að fallið verði frá flutningi Yazan úr landi og tryggja með fullnægjandi hætti öryggi hans. Í bréfinu er líka farið ítarlega yfir þær rangfærslur og vafasömu forsendur sem útlendingayfirvöld hafa gefið sér sem grundvöll fyrir þeirri ómannúðlegu niðurstöðu að taka mál Yazans ekki til efnislegrar meðferðar. En málið er í raun alls ekkert flókið. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir: „Í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skal fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.“ Og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur hér á landi, segir að það sem er barni fyrri bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Þar segir einnig að aðildarríki skuli virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum án mismunar, uppruna með tilliti til þjóðernis. Augljóst er að brottvísun Yazans, ef af henni verður, gengur þvert á ákvæði þessara mikilvægu mannréttindasamninga. En stundum heyrist hið gagnstæða. „Að það sé bara verið að framfylgja lögum og reglum.“ „Að hendur okkar séu bundnar.“ Að fólk sé aðeins að vinna vinnuna sína og gera skyldu sína.“ Þetta stenst ekki. Hið rétta er að Dyflinarreglugerðin, sem segir að mál umsækjenda um alþjóðlega vernd skuli taka fyrir í því ríki sem þeir koma fyrst til og er meginástæða þess að mál Yazans fær ekki efnismeðferð, veitir aðeins leyfi (heimild), en felur ekki í sér skyldu til að brottvísa umsækjendum aftur til fyrsta viðkomustaðar innan Evrópu. Við ítrekum að reglugerðin felur í sér heimild, en er alls ekki skylda. Að beita þessari heimild í máli Yazans og leggja þannig líf fatlaðs drengs í hættu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum er mjög ómannúðlegt. Frá örófi alda hafa samfélög sett sér félagsleg viðmið um mannúð og samhjálp. Í hinni kristnu Biblíu er þetta kallað „gullna reglan“ „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Nærri öll trúarbrögð og siðferðisáttavitar innihalda sama boðskap, sem mætti súmmera með orðunum: „Verum næs.“ Það væri því þungt högg fyrir íslenskt samfélag ef þessi ómannúðlegi gjörningur verður að raunveruleika. En - fyrst og fremst væri það auðvitað þyngst fyrir Yazan og fjölskyldu hans. Við erum hluti af öflugum hópi fólks sem kallar sig „Vinir Yazans“. Sá hópur hefur safnað undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að Yazan fái að vera hér og að fallið verði frá brottvísun hans. Fjöldi fólks víðs vegar að úr þjóðfélaginu hefur skrifað undir og hvetjum við öll til að láta sig málið varða. Hér er hægt að nálgast yfirlýsinguna og undirskriftirnar hér á heimasíðunni Vinir Yazan Við skorum á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð í máli ellefu ára, fatlaðs barns sem glímir við alvarlegan hrörnunarsjúkdóm. Við sendum Yazan og fjölskyldu okkar hlýjustu strauma. Fyrir hönd Vina Yazans, Höfundar eru annars vegar formaður ÖBÍ og hins vegar formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks. Okkar leiðarstef í allri vinnu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslenska ríkið fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja. Í samstarfssáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á yfirstandandi kjörtímabili og fyrr í vetur var samþykkt þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins. Í lok júní sl. sendum við, formenn ÖBÍ réttindasamtaka og Þroskahjálpar, talsmenn tveggja heildarsamtaka fatlaðs fólks á Íslandi, opið bréf til allra ráðherra og alþingismanna. Í bréfinu sagði m.a.: Samtökin minna stjórnvöld á ríka skyldu sína til að tryggja sérstök réttindi fatlaðs fólks, þar með talið barna, og yfirstandandi áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Einnig landsáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í lögfestingu samningsins. Samkvæmt upplýsingum og reynslu samtakanna er mál Yazans á meðal þeirra alvarlegustu sem komið hafa fram og varðar brottflutning fatlaðs einstaklings, nánar til tekið barns, frá landinu. Sem fyrr segir eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu afdráttarlaus um þá hættu sem getur falist í rofi á meðferðum. Þrátt fyrir það hefur niðurstaða íslenskra stjórnvalda í málinu hingað til verið að falla ekki frá flutningi Yazans úr landi. Samtökin hafa miklar áhyggjur af því að stjórnvöld taki ekki fullnægjandi tillit til réttinda og aðstæðna fatlaðs fólks við meðferð mála á sviði alþjóðlegrar verndar. Samtökin skora á ráðherra og þingmenn að láta þetta mál sig varða og stuðla að því að fallið verði frá flutningi Yazan úr landi og tryggja með fullnægjandi hætti öryggi hans. Í bréfinu er líka farið ítarlega yfir þær rangfærslur og vafasömu forsendur sem útlendingayfirvöld hafa gefið sér sem grundvöll fyrir þeirri ómannúðlegu niðurstöðu að taka mál Yazans ekki til efnislegrar meðferðar. En málið er í raun alls ekkert flókið. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir: „Í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skal fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.“ Og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur hér á landi, segir að það sem er barni fyrri bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Þar segir einnig að aðildarríki skuli virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum án mismunar, uppruna með tilliti til þjóðernis. Augljóst er að brottvísun Yazans, ef af henni verður, gengur þvert á ákvæði þessara mikilvægu mannréttindasamninga. En stundum heyrist hið gagnstæða. „Að það sé bara verið að framfylgja lögum og reglum.“ „Að hendur okkar séu bundnar.“ Að fólk sé aðeins að vinna vinnuna sína og gera skyldu sína.“ Þetta stenst ekki. Hið rétta er að Dyflinarreglugerðin, sem segir að mál umsækjenda um alþjóðlega vernd skuli taka fyrir í því ríki sem þeir koma fyrst til og er meginástæða þess að mál Yazans fær ekki efnismeðferð, veitir aðeins leyfi (heimild), en felur ekki í sér skyldu til að brottvísa umsækjendum aftur til fyrsta viðkomustaðar innan Evrópu. Við ítrekum að reglugerðin felur í sér heimild, en er alls ekki skylda. Að beita þessari heimild í máli Yazans og leggja þannig líf fatlaðs drengs í hættu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum er mjög ómannúðlegt. Frá örófi alda hafa samfélög sett sér félagsleg viðmið um mannúð og samhjálp. Í hinni kristnu Biblíu er þetta kallað „gullna reglan“ „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Nærri öll trúarbrögð og siðferðisáttavitar innihalda sama boðskap, sem mætti súmmera með orðunum: „Verum næs.“ Það væri því þungt högg fyrir íslenskt samfélag ef þessi ómannúðlegi gjörningur verður að raunveruleika. En - fyrst og fremst væri það auðvitað þyngst fyrir Yazan og fjölskyldu hans. Við erum hluti af öflugum hópi fólks sem kallar sig „Vinir Yazans“. Sá hópur hefur safnað undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að Yazan fái að vera hér og að fallið verði frá brottvísun hans. Fjöldi fólks víðs vegar að úr þjóðfélaginu hefur skrifað undir og hvetjum við öll til að láta sig málið varða. Hér er hægt að nálgast yfirlýsinguna og undirskriftirnar hér á heimasíðunni Vinir Yazan Við skorum á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð í máli ellefu ára, fatlaðs barns sem glímir við alvarlegan hrörnunarsjúkdóm. Við sendum Yazan og fjölskyldu okkar hlýjustu strauma. Fyrir hönd Vina Yazans, Höfundar eru annars vegar formaður ÖBÍ og hins vegar formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun