Stigameistarinn ræðst í keppni um bikar sem var hannaður í Japan Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 12:00 Kristján Þór Einarsson og Hulda Clara Gestsdóttir unnu á síðasta ári Hvaleyrarbikarinn, sem var hannaðar og smíðaður í listagalleríi í Japan. keilir.is Um helgina fæst úr því skorið hverjir standa uppi sem stigameistarar Golfsambandsins árið 2024 þegar keppni lýkur í Hvaleyrarbikarnum í Hafnarfirði á sunnudaginn. Hvaleyrarbikarinn fer fram hjá Keili og er fimmta og síðasta stigamót sumarsins. Keppni hófst í morgun og eru leiknar 54 holur á þremur dögum. Stöðu, rástíma og úrslit mótsins má finna hér. Keppendur lögðu af stað í morgun og klára fyrsta hring eftir hádegi. Tvær nýjar brautir í notkun Hvaleyrarvöllur hefur lengi verið einn besti keppnisvöllur landsins og nú gæti verið lag fyrir snjalla kylfinga að setja vallarmet í ljósi þess að tvær nýjar brautir voru teknar í notkun í sumar. Þar af leiðandi hefur völlurinn tekið breytingum sem kallar meðal annars á ný vallarmet. Tækifæri skapast því til að skrá nafn sitt í sögu klúbbsins, ekki síst ef veðurguðirnir verða kylfingum hagstæðir. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði.keilir.is Völlurinn er í virkilega góðu ásigkomulagi og reiðubúinn til að taka á móti bestu kylfingum á mótaröðinni. Mótshaldarar hjá Golfklúbbnum Keili leggja mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins sé eins og best verður á kosið og aðbúnaður keppenda sé góður. Kylfingar geta til að mynda slegið á grasi á æfingasvæðinu við Hraunkot fyrir og eftir hringina í stað þess að slá á gervigrasi. Þá verða Keilismenn virkir á samfélagsmiðlum meðan á Hvaleyrarbikarnum stendur og þar verður hægt að fá ýmis tíðindi frá mótinu beint í rafræna æð. View this post on Instagram A post shared by Keilir Golf Club (@keilirgolf) Aron og Ragnhildur í efstu sætum Nýbakaður Íslandsmeistari Aron Snær Júlíuson úr GKG er í býsna góðri stöðu á stigalista karla. Hann ætlar sér eflaust að bæta stigameistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn en Aron Emil Gunnarsson, GOS, er í öðru sæti listans. Logi Sigurðsson GS er í þriðja sæti en Logi varð Íslands- og stigameistari í fyrra. Eru þeir allir skráðir til leiks í Hvaleyrarbikarnum. Staðan er nokkuð frábrugðinn í kvennaflokki því tvær efstu á stigalista kvenna geta ekki tekið þátt í mótinu en það eru þær Ragnhildur Kristinsdóttir GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir Keili. Íslandsmeistarinn Hulda Clara Gestsdóttir í GKG sem er í þriðja sæti listans er skráð til leiks en einnig gætu Eva Kristinsdóttir í GM, Pamela Ósk Hjaltadóttir í GM, Fjóla Margrét Viðarsdóttir í GS og Elsa Maren Steinarsdótir í Keili blandað sér í baráttuna um efstu sætin með góðri spilamennsku í Hvaleyrarbikarnum. Sterkt mót og skemmtilegt áhorfs Í Hvaleyrarbikarnum skapast upplagt tækifæri fyrir Hafnfirðinga og aðra áhugasama um golfíþróttina að rölta með kylfingunum og fylgjast með þeim takast á við völlinn. Mótið er mjög sterkt sem sést best þegar forgjöf kylfinganna er skoðuð. Margir kylfingar í mótinu eru með + í forgjöf. Hulda Clara er með lægstu forgjöfina hjá konunum eða +5,1 í forgjöf. Hún sigraði á mótinu í fyrra. Hjá körlunum er Sigurður Arnar Garðarsson einnig úr GKG með lægstu forgjöfina en hann er með +5,2. Bikarinn hannaður í Japan Keppt er um Hvaleyrarbikarana eins og nafn mótsins gefur til kynna. Verðlaunagripurinn á sér nokkra sögu og óvenjulega. Er hann einn af elstu bikurunum í safninu hjá golfklúbbnum Keili. Var bikarinn gefinn af Toyota umboðinu árið 1979 eða tólf árum eftir að klúbburinn var stofnaður. Var keppt um bikarinn á opnu móti hjá Keili sem haldið var í nokkur ár. Báðir bikarar voru hannaðir af sama listagalleríinu í Japan. keilir.is Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listagallerí í Japan á sínum tíma. Þegar stigamótinu Hvaleyrarbikarnum var komið á fót árið 2016 þurfti að búa til annað eintak enda keppt í tveimur flokkum í Hvaleyrarbikarnum. Var bikarinn sendur til Kína með það fyrir augum að búa til eftirlíkingu en Kínverjarnir sem ætluðu að taka verkið að sér treystu sér ekki til þess þegar á hólminn var komið. Höfðu Keilismenn þá upp á listagalleríinu í Japan og var þar smíðaður annar bikar sem gefinn var af Icewear. Þá þurfti raunar einnig að gera lítillega við bikarinn sem hafði skemmst á heimleiðinni frá Japan. Bikarinn hefur því farið nokkrar ferðir á milli Íslands og Asíu. Golf Golfvellir Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira
Stöðu, rástíma og úrslit mótsins má finna hér. Keppendur lögðu af stað í morgun og klára fyrsta hring eftir hádegi. Tvær nýjar brautir í notkun Hvaleyrarvöllur hefur lengi verið einn besti keppnisvöllur landsins og nú gæti verið lag fyrir snjalla kylfinga að setja vallarmet í ljósi þess að tvær nýjar brautir voru teknar í notkun í sumar. Þar af leiðandi hefur völlurinn tekið breytingum sem kallar meðal annars á ný vallarmet. Tækifæri skapast því til að skrá nafn sitt í sögu klúbbsins, ekki síst ef veðurguðirnir verða kylfingum hagstæðir. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði.keilir.is Völlurinn er í virkilega góðu ásigkomulagi og reiðubúinn til að taka á móti bestu kylfingum á mótaröðinni. Mótshaldarar hjá Golfklúbbnum Keili leggja mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins sé eins og best verður á kosið og aðbúnaður keppenda sé góður. Kylfingar geta til að mynda slegið á grasi á æfingasvæðinu við Hraunkot fyrir og eftir hringina í stað þess að slá á gervigrasi. Þá verða Keilismenn virkir á samfélagsmiðlum meðan á Hvaleyrarbikarnum stendur og þar verður hægt að fá ýmis tíðindi frá mótinu beint í rafræna æð. View this post on Instagram A post shared by Keilir Golf Club (@keilirgolf) Aron og Ragnhildur í efstu sætum Nýbakaður Íslandsmeistari Aron Snær Júlíuson úr GKG er í býsna góðri stöðu á stigalista karla. Hann ætlar sér eflaust að bæta stigameistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn en Aron Emil Gunnarsson, GOS, er í öðru sæti listans. Logi Sigurðsson GS er í þriðja sæti en Logi varð Íslands- og stigameistari í fyrra. Eru þeir allir skráðir til leiks í Hvaleyrarbikarnum. Staðan er nokkuð frábrugðinn í kvennaflokki því tvær efstu á stigalista kvenna geta ekki tekið þátt í mótinu en það eru þær Ragnhildur Kristinsdóttir GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir Keili. Íslandsmeistarinn Hulda Clara Gestsdóttir í GKG sem er í þriðja sæti listans er skráð til leiks en einnig gætu Eva Kristinsdóttir í GM, Pamela Ósk Hjaltadóttir í GM, Fjóla Margrét Viðarsdóttir í GS og Elsa Maren Steinarsdótir í Keili blandað sér í baráttuna um efstu sætin með góðri spilamennsku í Hvaleyrarbikarnum. Sterkt mót og skemmtilegt áhorfs Í Hvaleyrarbikarnum skapast upplagt tækifæri fyrir Hafnfirðinga og aðra áhugasama um golfíþróttina að rölta með kylfingunum og fylgjast með þeim takast á við völlinn. Mótið er mjög sterkt sem sést best þegar forgjöf kylfinganna er skoðuð. Margir kylfingar í mótinu eru með + í forgjöf. Hulda Clara er með lægstu forgjöfina hjá konunum eða +5,1 í forgjöf. Hún sigraði á mótinu í fyrra. Hjá körlunum er Sigurður Arnar Garðarsson einnig úr GKG með lægstu forgjöfina en hann er með +5,2. Bikarinn hannaður í Japan Keppt er um Hvaleyrarbikarana eins og nafn mótsins gefur til kynna. Verðlaunagripurinn á sér nokkra sögu og óvenjulega. Er hann einn af elstu bikurunum í safninu hjá golfklúbbnum Keili. Var bikarinn gefinn af Toyota umboðinu árið 1979 eða tólf árum eftir að klúbburinn var stofnaður. Var keppt um bikarinn á opnu móti hjá Keili sem haldið var í nokkur ár. Báðir bikarar voru hannaðir af sama listagalleríinu í Japan. keilir.is Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listagallerí í Japan á sínum tíma. Þegar stigamótinu Hvaleyrarbikarnum var komið á fót árið 2016 þurfti að búa til annað eintak enda keppt í tveimur flokkum í Hvaleyrarbikarnum. Var bikarinn sendur til Kína með það fyrir augum að búa til eftirlíkingu en Kínverjarnir sem ætluðu að taka verkið að sér treystu sér ekki til þess þegar á hólminn var komið. Höfðu Keilismenn þá upp á listagalleríinu í Japan og var þar smíðaður annar bikar sem gefinn var af Icewear. Þá þurfti raunar einnig að gera lítillega við bikarinn sem hafði skemmst á heimleiðinni frá Japan. Bikarinn hefur því farið nokkrar ferðir á milli Íslands og Asíu.
Golf Golfvellir Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira