Setja 470 milljónir í viðgerð í Grindavík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 16:04 Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaráætlun vegna viðgerða í Grindavík. Vísir/Sigurjón Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaáætlun vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis Grindavíkur. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurnefnd, sem vinnur að enduruppbyggingu innviða vegna jarðhræringanna í Grindavík. Þar segir að aðgerðirnar séu mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Þar kemur einnig fram að áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi, og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Helstu atriði áætlunarinnar eru: Viðgerðir á innviðum: Viðgerðir á gatnakerfi, lögnum og öðrum samgönguleiðum þar sem eru sýnilegar sprungur, þ.m.t. mótvægisaðgerðir vegna flóðahættu við byggingar vestan við höfnina. Jarðkönnun: Framhald jarðkönnunar til að meta ástand jarðvegs og tryggja öryggi. Áhættumat: Gerð áhættumats í samvinnu við ríkislögreglustjóra og Almannavarnir. Mannheldar girðingar við sprungu sveima og önnur óörugg svæði Kostnaðarskipting: Heildarkostnaður vegna þessara aðgerða er áætlaður 470 m.kr., þar af greiðir ríkið 440 milljónir króna og Grindavíkurbær 30 milljónir króna „Aðgerðirnar eru mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Að jafnaði er unnið að margvíslegum umbótum á innviðum í Grindavík. Framkvæmdir miða meðal annars að því að hægt sé að auka aðgengi að bænum,“ segir í tilkynningu. Í aðgerðaáætluninni kemur fram að hún miðist við núverandi stöðu, þ.e. að eldgos sé ekki í gangi, en verði breytingar þar á muni að sjálfsögðu þurfa að uppfæra áhættumat og þar með einnig framvindu framkvæmda. Þannig séu aðgerðirnar háðar náttúruöflunum og ekki unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar séu yfirvofandi líkt og nú. Vegagerðin er verkkaupi/verkeigandi í umboði Grindavíkurnefndar og Grindavíkurbæjar. Sett hefur verið á laggirnar sérstakt framkvæmdateymi sem vinnur nú að undirbúningi verksins og mun hafa umsjón með framkvæmdum þegar þær geta hafist. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurnefnd, sem vinnur að enduruppbyggingu innviða vegna jarðhræringanna í Grindavík. Þar segir að aðgerðirnar séu mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Þar kemur einnig fram að áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi, og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Helstu atriði áætlunarinnar eru: Viðgerðir á innviðum: Viðgerðir á gatnakerfi, lögnum og öðrum samgönguleiðum þar sem eru sýnilegar sprungur, þ.m.t. mótvægisaðgerðir vegna flóðahættu við byggingar vestan við höfnina. Jarðkönnun: Framhald jarðkönnunar til að meta ástand jarðvegs og tryggja öryggi. Áhættumat: Gerð áhættumats í samvinnu við ríkislögreglustjóra og Almannavarnir. Mannheldar girðingar við sprungu sveima og önnur óörugg svæði Kostnaðarskipting: Heildarkostnaður vegna þessara aðgerða er áætlaður 470 m.kr., þar af greiðir ríkið 440 milljónir króna og Grindavíkurbær 30 milljónir króna „Aðgerðirnar eru mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Að jafnaði er unnið að margvíslegum umbótum á innviðum í Grindavík. Framkvæmdir miða meðal annars að því að hægt sé að auka aðgengi að bænum,“ segir í tilkynningu. Í aðgerðaáætluninni kemur fram að hún miðist við núverandi stöðu, þ.e. að eldgos sé ekki í gangi, en verði breytingar þar á muni að sjálfsögðu þurfa að uppfæra áhættumat og þar með einnig framvindu framkvæmda. Þannig séu aðgerðirnar háðar náttúruöflunum og ekki unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar séu yfirvofandi líkt og nú. Vegagerðin er verkkaupi/verkeigandi í umboði Grindavíkurnefndar og Grindavíkurbæjar. Sett hefur verið á laggirnar sérstakt framkvæmdateymi sem vinnur nú að undirbúningi verksins og mun hafa umsjón með framkvæmdum þegar þær geta hafist.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira