Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 10:25 Þau Sunita Williams (t.v.) og Butch Wilmore (t.h.) voru borubrött þegar þau ræddu við fréttamenn frá Alþjóðlegum geimstöðinni í fyrri hluta júlí. Þá höfðu þau dvalið rúman mánuð þar en nú stefnir í að þau komist ekki heim fyrr en á næsta ári. AP/NASA Líkurnar á því að tveir bandarískir geimfarar sem eru fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni eftir að geimferja þeirra bilaði komist ekki aftur til jarðar fyrr en á næsta ári hafa aukist. Upphaflega átti tilraunaferð þeirra til geimstöðvarinnar aðeins að taka átta daga. Starliner-geimferja bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing byrjaði að bila í aðflugi að geimstöðinni með þau Sunitu Williams og Barry „Butch“ Wilmore um borð 5. júní. Þetta var fyrsta mannaða ferð Starliner til geimstöðvarinnar og átti hún aðeins að taka átta daga. Nú segja forsvarsmenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA að líkurnar á að þau Williams og Wilmore verði ferjuð heim með Dragon-geimfari SpaceX hafi aukist. Það þýðir að þau komist ekki til jarðar fyrr en í febrúar. Átta daga ferðin hefði þá breyst í átta mánaða óundirbúna dvöl í geimstöðinni. Verði þetta niðurstaðan þurfa tveir geimfarar af fjórum sem áttu að fara með SpaceX-ferjunni til geimstöðvarinnar í september að fórna sæti sínu til þess að rýma til fyrir Williams og Wilmore. Verkfræðingar hafa enn áhyggjur af öryggi Starliner-geimferjunnar þó að það sé enn fyrsti valkostur að ferja geimfarana tvo til jarðar með henni aftur. Á blaðamannafundi í gær sögðu forsvarsmenn NASA að ákvörðun um framhaldið gæti legið fyrir á næstu vikunni. Líkurnar á að SpaceX-kosturinn verði ofan á hafi aukist eftir það sem á undan er gengið. „Við heyrðum frá fjölda fólks sem hefur áhyggjur og ákvörðunin er ekki ljós,“ sagði Ken Bowersox, yfirmaður leiðangursmála hjá NASA. Boeing segist enn hafa trú á fleyi sínu og að það geti flutt geimfarana örugglega til jarðar. Fyrirtækið þarf að uppfæra hugbúnað geimferjunnar ef ákveðið verður að fljúga því mannlausu heim. Bera sig vel þrátt fyrir aðstæður Geimfararnir hafa látið vel af sér og gert lítið úr vandræðunum með Starliner-geimfarið. NASA sendi SpaceX-geimferju með vistir til geimstöðvarinnar, þar á meðal föt til skiptanna fyrir þau Williams og Wilmore, í vikunni. „Við höfum haft nóg fyrir stafni hér og höfum samlagast áhöfninni alveg,“ sagði Williams við fréttamenn á dögunum. Starliner-geimferjan lögð við Alþjóðlegu geimstöðina. Ef geimfararnir tveir verða sendir heim með SpaceX-fari verður Starliner flogið mannlausri heim til jarðar.AP/NASA Hvorugt þeirra er nýgræðingur í geimferðum. Williams er nú í þriðja skipti í geimstöðinni en Williams á tvær aðrar geimferðir að baki, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Jafnvel þótt þau þyrftu að dvelja í geimstöðinni þar til í febrúar bliknaði sú dvöl í samanburði við þær lengstu þar. Valeríj Poljakov, rússneskur geimfari, dvaldi um borð í rússnesku geimstöðinni Mír í 437 daga á 10. áratugnum. Frank Rubio lauk 371 dags dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni í fyrra, lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns í sögunni. Átta sig ekki á orsökum bilunarinnar Bilun Starliner-geimferjunnar er enn eitt skakkafallið hjá Boeing sem hefur glímt við galla í Max-farþegaþotum sínum sem leitt hafa til mannskæðra flugslysa undanfarin ár. Fyrirtækið hefur verið sakað um slá slöku við í öryggismálum flugvéla sinna og féllst nýlega á að greiða tug milljarða króna sekt. Verkfræðingar fyrirtækisins vinna nú hörðum höndum að því að greina vandann við Starliner, þar á meðal helínleka í drifkerfi geimfarins og bilunar í þrýstihreyflum. AP-fréttastofan segir að vísbendingar um að bilun í þéttingum hafi valdið lekanum en ekki liggur fyrir hvers vegna sú bilun kom upp. Á meðan er ekki vitað hvaða áhrif bilunin gæti haft á Starliner þegar farið reynir að láta úr höfn og fljúga aftur til jarðar. NASA fól bæði SpaceX og Boeing að framleiða geimferjur til þess að flytja geimfara til og frá geimstöðvarinnar eftir að síðustu geimskutlu stofnunarinnar var lagt árið 2011. SpaceX hóf mannaðar ferðir árið 2020 en Boeing hefur átt í erfiðleikum með Starliner. Fyrsta mannlausa tilraunaferð ferjunnar náði ekki til geimstöðvarinnar árið 2019 og bilanir komu upp í þrýstihreyflum hennar þegar hún komst á áfangastað árið 2022, að því er segir í frétt Space.com. Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Boeing Tengdar fréttir Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Boeing samþykkir að játa sök og greiða 34 milljarða sekt Stjórnendur Boeing hafa samþykkt að játa sök og greiða 243 milljónir dala, jafnvirði tæpra 34 milljarða króna, í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkomulagi við yfirvöld. 8. júlí 2024 09:25 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Starliner-geimferja bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing byrjaði að bila í aðflugi að geimstöðinni með þau Sunitu Williams og Barry „Butch“ Wilmore um borð 5. júní. Þetta var fyrsta mannaða ferð Starliner til geimstöðvarinnar og átti hún aðeins að taka átta daga. Nú segja forsvarsmenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA að líkurnar á að þau Williams og Wilmore verði ferjuð heim með Dragon-geimfari SpaceX hafi aukist. Það þýðir að þau komist ekki til jarðar fyrr en í febrúar. Átta daga ferðin hefði þá breyst í átta mánaða óundirbúna dvöl í geimstöðinni. Verði þetta niðurstaðan þurfa tveir geimfarar af fjórum sem áttu að fara með SpaceX-ferjunni til geimstöðvarinnar í september að fórna sæti sínu til þess að rýma til fyrir Williams og Wilmore. Verkfræðingar hafa enn áhyggjur af öryggi Starliner-geimferjunnar þó að það sé enn fyrsti valkostur að ferja geimfarana tvo til jarðar með henni aftur. Á blaðamannafundi í gær sögðu forsvarsmenn NASA að ákvörðun um framhaldið gæti legið fyrir á næstu vikunni. Líkurnar á að SpaceX-kosturinn verði ofan á hafi aukist eftir það sem á undan er gengið. „Við heyrðum frá fjölda fólks sem hefur áhyggjur og ákvörðunin er ekki ljós,“ sagði Ken Bowersox, yfirmaður leiðangursmála hjá NASA. Boeing segist enn hafa trú á fleyi sínu og að það geti flutt geimfarana örugglega til jarðar. Fyrirtækið þarf að uppfæra hugbúnað geimferjunnar ef ákveðið verður að fljúga því mannlausu heim. Bera sig vel þrátt fyrir aðstæður Geimfararnir hafa látið vel af sér og gert lítið úr vandræðunum með Starliner-geimfarið. NASA sendi SpaceX-geimferju með vistir til geimstöðvarinnar, þar á meðal föt til skiptanna fyrir þau Williams og Wilmore, í vikunni. „Við höfum haft nóg fyrir stafni hér og höfum samlagast áhöfninni alveg,“ sagði Williams við fréttamenn á dögunum. Starliner-geimferjan lögð við Alþjóðlegu geimstöðina. Ef geimfararnir tveir verða sendir heim með SpaceX-fari verður Starliner flogið mannlausri heim til jarðar.AP/NASA Hvorugt þeirra er nýgræðingur í geimferðum. Williams er nú í þriðja skipti í geimstöðinni en Williams á tvær aðrar geimferðir að baki, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Jafnvel þótt þau þyrftu að dvelja í geimstöðinni þar til í febrúar bliknaði sú dvöl í samanburði við þær lengstu þar. Valeríj Poljakov, rússneskur geimfari, dvaldi um borð í rússnesku geimstöðinni Mír í 437 daga á 10. áratugnum. Frank Rubio lauk 371 dags dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni í fyrra, lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns í sögunni. Átta sig ekki á orsökum bilunarinnar Bilun Starliner-geimferjunnar er enn eitt skakkafallið hjá Boeing sem hefur glímt við galla í Max-farþegaþotum sínum sem leitt hafa til mannskæðra flugslysa undanfarin ár. Fyrirtækið hefur verið sakað um slá slöku við í öryggismálum flugvéla sinna og féllst nýlega á að greiða tug milljarða króna sekt. Verkfræðingar fyrirtækisins vinna nú hörðum höndum að því að greina vandann við Starliner, þar á meðal helínleka í drifkerfi geimfarins og bilunar í þrýstihreyflum. AP-fréttastofan segir að vísbendingar um að bilun í þéttingum hafi valdið lekanum en ekki liggur fyrir hvers vegna sú bilun kom upp. Á meðan er ekki vitað hvaða áhrif bilunin gæti haft á Starliner þegar farið reynir að láta úr höfn og fljúga aftur til jarðar. NASA fól bæði SpaceX og Boeing að framleiða geimferjur til þess að flytja geimfara til og frá geimstöðvarinnar eftir að síðustu geimskutlu stofnunarinnar var lagt árið 2011. SpaceX hóf mannaðar ferðir árið 2020 en Boeing hefur átt í erfiðleikum með Starliner. Fyrsta mannlausa tilraunaferð ferjunnar náði ekki til geimstöðvarinnar árið 2019 og bilanir komu upp í þrýstihreyflum hennar þegar hún komst á áfangastað árið 2022, að því er segir í frétt Space.com.
Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Boeing Tengdar fréttir Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Boeing samþykkir að játa sök og greiða 34 milljarða sekt Stjórnendur Boeing hafa samþykkt að játa sök og greiða 243 milljónir dala, jafnvirði tæpra 34 milljarða króna, í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkomulagi við yfirvöld. 8. júlí 2024 09:25 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09
Boeing samþykkir að játa sök og greiða 34 milljarða sekt Stjórnendur Boeing hafa samþykkt að játa sök og greiða 243 milljónir dala, jafnvirði tæpra 34 milljarða króna, í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkomulagi við yfirvöld. 8. júlí 2024 09:25