Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 17:56 Loftmynd frá vettvangi sem sýnir frá því þegar unnið var að því að bjarga hvalnum. Vísir/Rax Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Þetta er kraftaverki næst,“ segir Þóra. „Þetta er í rauninni ótrúlegt. Þetta er ekki lítið eða létt dýr.“ Hún segir sérfræðinga hjá Hafrannsóknarstofnun ekki hafa verið alveg vissa um hvort þetta væri langreyður eða sandreyður eða blendingur. Dýrið var tæpir ellefu metrar. Þóra segir að þegar hvalur strandi séu þrjú viðbrögð sem viðbragðsaðilar standi frami fyrir. Í fyrsta lagi sé það að reyna björgun. Ef sá kostur gengur ekki upp vegna dýravelferðarsjónarmiða eða annarra aðstæðna sé tekið til skoðunar að aflífa hvalinn, en þegar dýrið er jafnstórt og í þessu tilfelli eru ekki endilega til úrræði til þess. Þá sé þriðji kosturinn að láta náttúruna ganga sinn gang og gera ekki neitt, nema kannski að lina þjáningar með því til dæmis að halda hvalnum blautum. „Það eru svo margir sem freistast til þess að setja kaðall um sporðinn og draga þá þannig út. En það flokkast undir að auka þjáningar og eykur mikið líkur á að drepa hann. Það er af því að þeir eru svo þungir þá slítur þú og skaðar innri líffæri og veldur blæðingum, og þeir drukkna vegna þess að þyngdarpunkturinn leggst þannig að blástursopið dregst undir vatn. Þannig má aldrei gera,“ segir Þóra. Hér má sjá fjarlægð hvalsins frá landi.Vísir/Rax Þóra segir að þau sem voru á vettvangi hafi haft töluverðar áhyggjur af ástandi hvalsins bæði vegna þess að hann var grannur og andaði ört. En hann hafi þó sýnt mikinn lífsvilja þegar það fór að flæða að honum. Því ákváðu þau að gera björgunartilraun. „Það verður að vera hægt að lyfta þeim upp að framan. Það var það sem var ákveðið að reyna, í raun sem örvæntingarfull síðasta tilraun, að binda utan um höfuðið og lyfta því upp og halda því uppi á meðan það flæddi að. Og svo draga hann út á frampartinum “ segir Þóra sem þakkar öllum þeim sem komu að björguninni. Hvalurinn komst á flot og synti síðan út á „eigin vélarafli“. Þóra bendir fólki á að verði það vart við hval í neyð eigi það að hringja á neyðarlínuna 112. Þá eigi fólk að halda sig frá hvölunum þar sem allt áreiti trufli þá og minnki lífslíkur þeirra. Fólk eigi jafnframt ekki að grípa til aðgerða í þessum efnum nema í samráði við sérfræðinga. Hvalir Dýr Ölfus Tengdar fréttir Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
„Þetta er kraftaverki næst,“ segir Þóra. „Þetta er í rauninni ótrúlegt. Þetta er ekki lítið eða létt dýr.“ Hún segir sérfræðinga hjá Hafrannsóknarstofnun ekki hafa verið alveg vissa um hvort þetta væri langreyður eða sandreyður eða blendingur. Dýrið var tæpir ellefu metrar. Þóra segir að þegar hvalur strandi séu þrjú viðbrögð sem viðbragðsaðilar standi frami fyrir. Í fyrsta lagi sé það að reyna björgun. Ef sá kostur gengur ekki upp vegna dýravelferðarsjónarmiða eða annarra aðstæðna sé tekið til skoðunar að aflífa hvalinn, en þegar dýrið er jafnstórt og í þessu tilfelli eru ekki endilega til úrræði til þess. Þá sé þriðji kosturinn að láta náttúruna ganga sinn gang og gera ekki neitt, nema kannski að lina þjáningar með því til dæmis að halda hvalnum blautum. „Það eru svo margir sem freistast til þess að setja kaðall um sporðinn og draga þá þannig út. En það flokkast undir að auka þjáningar og eykur mikið líkur á að drepa hann. Það er af því að þeir eru svo þungir þá slítur þú og skaðar innri líffæri og veldur blæðingum, og þeir drukkna vegna þess að þyngdarpunkturinn leggst þannig að blástursopið dregst undir vatn. Þannig má aldrei gera,“ segir Þóra. Hér má sjá fjarlægð hvalsins frá landi.Vísir/Rax Þóra segir að þau sem voru á vettvangi hafi haft töluverðar áhyggjur af ástandi hvalsins bæði vegna þess að hann var grannur og andaði ört. En hann hafi þó sýnt mikinn lífsvilja þegar það fór að flæða að honum. Því ákváðu þau að gera björgunartilraun. „Það verður að vera hægt að lyfta þeim upp að framan. Það var það sem var ákveðið að reyna, í raun sem örvæntingarfull síðasta tilraun, að binda utan um höfuðið og lyfta því upp og halda því uppi á meðan það flæddi að. Og svo draga hann út á frampartinum “ segir Þóra sem þakkar öllum þeim sem komu að björguninni. Hvalurinn komst á flot og synti síðan út á „eigin vélarafli“. Þóra bendir fólki á að verði það vart við hval í neyð eigi það að hringja á neyðarlínuna 112. Þá eigi fólk að halda sig frá hvölunum þar sem allt áreiti trufli þá og minnki lífslíkur þeirra. Fólk eigi jafnframt ekki að grípa til aðgerða í þessum efnum nema í samráði við sérfræðinga.
Hvalir Dýr Ölfus Tengdar fréttir Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28