Slítur þingi eftir að forsætisráðherrann flúði Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 11:26 Maður bindur reipi um höfuð styttu af Sheikh Mujibur Rahman, föður Sheikh Hasina, á mótmælum í Dhaka í gær. AP/Rajib Dhar Forseti Bangladess sleit þingi í dag eftir að Sheikh Hasina, forsætisráðherra, flúði land í skugga harðra mótmæla gegn stjórn hennar. Jafnframt tilkynnti forsetinn að erkiandstæðingur Hasina hefði verið frelsaður úr stofufangelsi. Stúdentahreyfingin sem hefur leitt mótmælin gegn stjórnvöldum undanfarna daga gerði þá kröfu að þingi yrði slitið og bráðabirgðastjórn mynduð. Í yfirlýsingu frá Mohammed Shahabuddin forseta kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við stúdentaleiðtoga, fulltrúa hersins, leiðtoga stjórnmálaflokkanna og ýmissa félagasamtaka. Herinn hefur lofað að boðað verði til kosninga á næstunni en stúdentarnir hafa hafnað því að herstjórn taki við til bráðabirgða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stúdentarnir vilja að Muhammad Yunus, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir banka sem hjálpaði fátækum sem áttu ekki möguleika á hefðbundnum bankalánum, verði aðalráðgjafi bráðabirgðastjórnar. Yunus hefur fallist á það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hasina sagði af sér og flúði til Indlands í gær. Hún hafði stjórnað landinu í fimmtán ár og tuttugu af síðustu þrjátíu. Stúdentamótmælin sem hófust í síðasta mánuði beindust í fyrstu að umdeildum kvóta fyrir opinber störf en hverfðust síðan upp í almenn mótmæli gegn Hasina og stjórn hennar. Hundruð manna hafa látist í mótmælunum. Begum Khaleda Zia, fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess og leiðtogi Þjóðernisflokks Bangladess (BNP), hefur nú verið látin laus úr stofufangelsi. Hún hlaut sautján ára fangelsisdóm fyrir spillingu árið 2018. Zia sagði saksóknina á hendur sér eiga sér pólitískar rætur. Bangladess Tengdar fréttir Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46 Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Stúdentahreyfingin sem hefur leitt mótmælin gegn stjórnvöldum undanfarna daga gerði þá kröfu að þingi yrði slitið og bráðabirgðastjórn mynduð. Í yfirlýsingu frá Mohammed Shahabuddin forseta kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við stúdentaleiðtoga, fulltrúa hersins, leiðtoga stjórnmálaflokkanna og ýmissa félagasamtaka. Herinn hefur lofað að boðað verði til kosninga á næstunni en stúdentarnir hafa hafnað því að herstjórn taki við til bráðabirgða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stúdentarnir vilja að Muhammad Yunus, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir banka sem hjálpaði fátækum sem áttu ekki möguleika á hefðbundnum bankalánum, verði aðalráðgjafi bráðabirgðastjórnar. Yunus hefur fallist á það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hasina sagði af sér og flúði til Indlands í gær. Hún hafði stjórnað landinu í fimmtán ár og tuttugu af síðustu þrjátíu. Stúdentamótmælin sem hófust í síðasta mánuði beindust í fyrstu að umdeildum kvóta fyrir opinber störf en hverfðust síðan upp í almenn mótmæli gegn Hasina og stjórn hennar. Hundruð manna hafa látist í mótmælunum. Begum Khaleda Zia, fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess og leiðtogi Þjóðernisflokks Bangladess (BNP), hefur nú verið látin laus úr stofufangelsi. Hún hlaut sautján ára fangelsisdóm fyrir spillingu árið 2018. Zia sagði saksóknina á hendur sér eiga sér pólitískar rætur.
Bangladess Tengdar fréttir Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46 Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46
Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19