Einvígið á Nesinu fer fram í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2024 08:00 Það er oft mikil stemmning þegar Einvígið á Nesinu fer fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi. Mynd/GSÍ/seth@golf.is Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður haldið í dag, á Frídegi verslunarmanna. Mótið er haldið í samstarfi við Arion Banka og er þetta í tuttugasta og áttunda skipti sem það fer fram. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og leika þeir að þessu sinni í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Einvígið hefst stundvíslega klukkan eitt. Fyrstu tvær holurnar verða leiknar með því sniði að sá fellur úr leik á fyrstu braut sem er fjærst holu eftir þrjú högg og tvö högg á annarri braut. Eftir það verður farið í hið hefðbundna „shoot-out“, eða útsláttarskeppni, þar sem þau, sem eru með hæsta skor á viðkomandi braut, falla úr leik. Arion Banki, styrktaraðili Einvígsins á Nesinu, veitir í mótslok forsvarsaðila Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna. Aðeins einn hefur unnið Einvígið áður en það er Íslandsmeistarinn Aron Snær Júlíusson sem vann það árið 2015. Aðeins tvær konur hafa unnið Einvígið en það eru Ragnhildur Sigurðardóttir (2003 og 2018) og Ólöf María Jónsdóttir (1998). Nú eru liðin sex ár síðan að kona fagnaði síðast sigri en þrjár taka þátt í mótinu í dag. Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2024 eru: Aron Emil Gunnarsson, GOS Aron Snær Júlíusson, GKG Böðvar Bragi Pálsson, GR Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Karlotta Einarsdóttir, NK Kjartan Óskar Guðmundsson, NK Logi Sigurðsson, GS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mótið er haldið í samstarfi við Arion Banka og er þetta í tuttugasta og áttunda skipti sem það fer fram. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og leika þeir að þessu sinni í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Einvígið hefst stundvíslega klukkan eitt. Fyrstu tvær holurnar verða leiknar með því sniði að sá fellur úr leik á fyrstu braut sem er fjærst holu eftir þrjú högg og tvö högg á annarri braut. Eftir það verður farið í hið hefðbundna „shoot-out“, eða útsláttarskeppni, þar sem þau, sem eru með hæsta skor á viðkomandi braut, falla úr leik. Arion Banki, styrktaraðili Einvígsins á Nesinu, veitir í mótslok forsvarsaðila Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna. Aðeins einn hefur unnið Einvígið áður en það er Íslandsmeistarinn Aron Snær Júlíusson sem vann það árið 2015. Aðeins tvær konur hafa unnið Einvígið en það eru Ragnhildur Sigurðardóttir (2003 og 2018) og Ólöf María Jónsdóttir (1998). Nú eru liðin sex ár síðan að kona fagnaði síðast sigri en þrjár taka þátt í mótinu í dag. Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2024 eru: Aron Emil Gunnarsson, GOS Aron Snær Júlíusson, GKG Böðvar Bragi Pálsson, GR Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Karlotta Einarsdóttir, NK Kjartan Óskar Guðmundsson, NK Logi Sigurðsson, GS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR
Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2024 eru: Aron Emil Gunnarsson, GOS Aron Snær Júlíusson, GKG Böðvar Bragi Pálsson, GR Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Karlotta Einarsdóttir, NK Kjartan Óskar Guðmundsson, NK Logi Sigurðsson, GS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira