Franska hetjan með miklu fleiri gull en allir þeir bandarísku til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 09:30 Leon Marchand kominn með fjórða gullið um hálsinn og hlustar á gríðarlegan fögnuð landa sinna í stúkunni. Getty/Quinn Rooney/ Franski sundmaðurinn Leon Marchand er langsigursælasti íþróttamaður Ólympíuleikanna í París til þessa en hann vann sín fjórðu gullverðlaun í gær. Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira