Kjósendur VG leiti nú til Sósíalista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 22:00 Karl Héðinn segir marga kjósendur VG nú ætla að kjósa Sósíalista. Vísir/Ívar Fannar Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær, mælast Vinstri græn enn utan þings með 3,5 prósenta fylgi. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn, sem í dag hefur engan þingmann, en fylgi flokksins eykst um rúmt prósentustig. Samfylkingin mælist stærst allra flokka en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 17,2 prósent. Miðflokkur, sem hefur verið á flugi mælist með 14,6 prósent, Viðreisn með 8,8, Flokkur fólksins 8,6 og Píratar með 7,8 prósent. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 7,2 prósent. „Við erum með fast kjörfylgi svolítið en við finnum það núna að margir sem hafa stutt við VG í gegnum tíðina eru að leita frekar til okkar núna. Það verður að teljast skiljanlegt. Félagshyggjan sem VG sagðist boða hefur ekki raungerst, því miður. Við erum einbeitt á því að beita félagslegum lausnum í hag fólksins,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, fulltrúi í kosningastjórn Sósíalistaflokksins. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna mælist nú 28 prósent. Það er rétt meira en fylgi Samfylkingarinnar einnar, sem mælist með 27,6 prósenta fylgi. „Því er ekki að leyna að þeir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn, ef þetta yrðu niðurstöður kosninga, að við myndum ekki halda meirihluta. Það er alveg ljóst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill rekja lítið fylgi flokkanna til undirliggjandi pirrings gagnvart stjórnvöldum, verðbólgu og hás vaxtastigs. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að geta, þegar að því kemur, farið í kosningabaráttu og sagt frá því hvað við höfum verið að gera á síðastliðnum sjö árum,“ sagði Sigurður Ingi. „Ríkisstjórnin undanfarin sjö ár hefur kynnt hverja glærukynninguna á fætur annarri án þess að skila neinum raunverulegum ábata fyrir okkur, fólkið í landinu,“ segir Karl Héðinn. „Fólk er þreytt á þessu rugli. Það sér að það er verið að ljúga að því. Alltaf er verið að lofa okkur fögrum orðum og látið sem allt sé á réttri leið en við sjáum bara að ástandið versnar og versnar. Það á við hvort sem þú lítur á heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og við sjáum líka aukna samþjöppun í sjávarútvegi.“ Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00 Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær, mælast Vinstri græn enn utan þings með 3,5 prósenta fylgi. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn, sem í dag hefur engan þingmann, en fylgi flokksins eykst um rúmt prósentustig. Samfylkingin mælist stærst allra flokka en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 17,2 prósent. Miðflokkur, sem hefur verið á flugi mælist með 14,6 prósent, Viðreisn með 8,8, Flokkur fólksins 8,6 og Píratar með 7,8 prósent. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 7,2 prósent. „Við erum með fast kjörfylgi svolítið en við finnum það núna að margir sem hafa stutt við VG í gegnum tíðina eru að leita frekar til okkar núna. Það verður að teljast skiljanlegt. Félagshyggjan sem VG sagðist boða hefur ekki raungerst, því miður. Við erum einbeitt á því að beita félagslegum lausnum í hag fólksins,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, fulltrúi í kosningastjórn Sósíalistaflokksins. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna mælist nú 28 prósent. Það er rétt meira en fylgi Samfylkingarinnar einnar, sem mælist með 27,6 prósenta fylgi. „Því er ekki að leyna að þeir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn, ef þetta yrðu niðurstöður kosninga, að við myndum ekki halda meirihluta. Það er alveg ljóst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill rekja lítið fylgi flokkanna til undirliggjandi pirrings gagnvart stjórnvöldum, verðbólgu og hás vaxtastigs. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að geta, þegar að því kemur, farið í kosningabaráttu og sagt frá því hvað við höfum verið að gera á síðastliðnum sjö árum,“ sagði Sigurður Ingi. „Ríkisstjórnin undanfarin sjö ár hefur kynnt hverja glærukynninguna á fætur annarri án þess að skila neinum raunverulegum ábata fyrir okkur, fólkið í landinu,“ segir Karl Héðinn. „Fólk er þreytt á þessu rugli. Það sér að það er verið að ljúga að því. Alltaf er verið að lofa okkur fögrum orðum og látið sem allt sé á réttri leið en við sjáum bara að ástandið versnar og versnar. Það á við hvort sem þú lítur á heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og við sjáum líka aukna samþjöppun í sjávarútvegi.“
Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00 Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00
Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33