Strandavegur í sundur og ferðamaður festi sig í flýti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2024 14:05 Ein af skriðunum sem féllu á Strandavegi í morgun, nánar tiltekið í Kjörvogshlíð. Mikið úrhelli var í nótt en hann haldist þurr síðustu klukkustundir. Björgunarsveitin Strandasól Eftir úrhellisrigningu í nótt hafa fallið aurskriður á nokkrum stöðum á veginum norður í Árneshrepp. Vegagerðin vinnur að viðgerð á veginum í Veiðileysi þar sem hann grófst í sundur. Fyrir vikið er nokkur fjöldi fólks innlyksa í Árneshreppi og kemst ekki leiðar sinnar. Þeirra á meðal er ferðamaður nokkur sem festi bíl sinn í einni skriðunni í morgun í Trékyllisvík. Davíð Már Bjarnason, sauðfjárbóndi og björgunarsveitarmaður á Ströndum, var á meðal þeirra sem kom að björgun hans. Bílaleigubíll ferðamannsins dreginn úr skriðunni.Strandasól „Ferðamaðurinn hafði ætlað að keyra yfir skriðuna og náði að festa sig. Hann var svo sem ekki á vel útbúnum bíl en ákvað að sæta færis. Hann átti bókað flug til útlanda seinna í dag. En hann komst ekki langt,“ segir Davíð Már. Davíð er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Landsbjargar og þekkir vel til starfa björgunarsveita, björgunarsveitarmaður sjálfur. „Við fórum nokkur úr björgunarsveitinni og bóndi af næsta bæ sem dró hann til baka á dráttarvél,“ segir Davíð. Ferðamaðurinn er enn fastur í sveitinni og má telja ólíklegt að hann nái flugi sínu af landi brott. Skriðan var ansi víðfeðm.Strandasól Davíð segir samhent átak heimamanna úr Djúpavík og Trékyllisvík hafa aðstoðað við að ryðja skriður í samvinnu við Vegagerðina svo það sé fært innansveitar. „Vegagerðin sendi eftir stærri tækjum til Hólmavíkur til að eiga við þetta í Veiðileysu,“ segir Davíð. Gunnar Númi Hjartarson er yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Hann segir nokkuð verk að vinna í Veiðileysu sem þó gangi hraðar en hann hafði reiknað með. Rignt hefur svakalega undanfarið á Ströndum.Strandasól „Hálfur vegurinn bara hvarf,“ segir Gunnar Númi. Það þurfi mikið efni til að fylla upp í veginn en það hafi orðið þeim til happs að finna gott efni uppi í hlíðinni. Á meðan hann haldist þurr er Gunnar Númi bjartsýnn á verklok á sjötta tímanum í dag. „Þeir eru hálfnaðir við að fylla upp í þessa holu,“ segir Gunnar Númi og hrósar bændum í sveitinni fyrir snör handtök að ryðja aðrar skriður dagsins. Árneshreppur Björgunarsveitir Vegagerð Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Fyrir vikið er nokkur fjöldi fólks innlyksa í Árneshreppi og kemst ekki leiðar sinnar. Þeirra á meðal er ferðamaður nokkur sem festi bíl sinn í einni skriðunni í morgun í Trékyllisvík. Davíð Már Bjarnason, sauðfjárbóndi og björgunarsveitarmaður á Ströndum, var á meðal þeirra sem kom að björgun hans. Bílaleigubíll ferðamannsins dreginn úr skriðunni.Strandasól „Ferðamaðurinn hafði ætlað að keyra yfir skriðuna og náði að festa sig. Hann var svo sem ekki á vel útbúnum bíl en ákvað að sæta færis. Hann átti bókað flug til útlanda seinna í dag. En hann komst ekki langt,“ segir Davíð Már. Davíð er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Landsbjargar og þekkir vel til starfa björgunarsveita, björgunarsveitarmaður sjálfur. „Við fórum nokkur úr björgunarsveitinni og bóndi af næsta bæ sem dró hann til baka á dráttarvél,“ segir Davíð. Ferðamaðurinn er enn fastur í sveitinni og má telja ólíklegt að hann nái flugi sínu af landi brott. Skriðan var ansi víðfeðm.Strandasól Davíð segir samhent átak heimamanna úr Djúpavík og Trékyllisvík hafa aðstoðað við að ryðja skriður í samvinnu við Vegagerðina svo það sé fært innansveitar. „Vegagerðin sendi eftir stærri tækjum til Hólmavíkur til að eiga við þetta í Veiðileysu,“ segir Davíð. Gunnar Númi Hjartarson er yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Hann segir nokkuð verk að vinna í Veiðileysu sem þó gangi hraðar en hann hafði reiknað með. Rignt hefur svakalega undanfarið á Ströndum.Strandasól „Hálfur vegurinn bara hvarf,“ segir Gunnar Númi. Það þurfi mikið efni til að fylla upp í veginn en það hafi orðið þeim til happs að finna gott efni uppi í hlíðinni. Á meðan hann haldist þurr er Gunnar Númi bjartsýnn á verklok á sjötta tímanum í dag. „Þeir eru hálfnaðir við að fylla upp í þessa holu,“ segir Gunnar Númi og hrósar bændum í sveitinni fyrir snör handtök að ryðja aðrar skriður dagsins.
Árneshreppur Björgunarsveitir Vegagerð Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira