FIFA vill nú fara sáttaleiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 13:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, var mættur á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París. Getty/Pascal Le Segretain Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna. Leikmannasamtökin hótuðu FIFA málsókn vegna of mikils leikjaálags á bestu leikmenn heims en leikjunum virðist alltaf vera að fjölga á dagatalinu. Allt fór í bál og brand eftir að FIFA skipulagði nýja heimsmeistarakeppni félagsliða sem verður jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. The Associated Press hefur nú komist yfir bréf frá FIFA til World Leagues Association, heimssamtaka fótboltadeilda og FIFPRO, samtaka atvinnufótboltamanna, þar sem kemur fram vilji er til að finna lausn. ESPN segir frá. Þar kemur fram að FIFA sé nú opið fyrir því að fara sáttaleiðina og hefja viðræður við samtökin um framtíðarfyrirkomulag á þéttsetnu fótboltadagatali. HM landsliða verður 48 þjóða keppni sumarið 2026, var áður 32 þjóða keppni og heimsmeistarakeppni félagsliða verður nú 32 liða keppni á fjögurra ára fresti. FIFA hefur öll völd þegar kemur að skipulagningu fótboltadagatalsins og það mat margra að sambandið sé löngu hætt að hugsa um leikmennina sjálfa heldur aðeins um eigin gróða. Samtök deilda og atvinnufótboltamann vilja fá að hafa meiri áhrif á skipulag dagatalsins með það að markmiði að létta á álaginu á leikmenn. Þessir fundir um framtíðina gætu verið fyrsta skrefið í þá átt en svo á eftir að koma í ljós hvort FIFA sé alvara með því að gefa eitthvað eftir í þessu máli. Það verða allit að fá eitthvað til að sættir verði og það þýðir að FIFA þarf að gefa eitthvað eftir. FIFA offers talks in legal claims over calendar congestion - ESPN https://t.co/DWjxCHgPh8— AHH (@AHH0880) August 2, 2024 FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira
Leikmannasamtökin hótuðu FIFA málsókn vegna of mikils leikjaálags á bestu leikmenn heims en leikjunum virðist alltaf vera að fjölga á dagatalinu. Allt fór í bál og brand eftir að FIFA skipulagði nýja heimsmeistarakeppni félagsliða sem verður jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. The Associated Press hefur nú komist yfir bréf frá FIFA til World Leagues Association, heimssamtaka fótboltadeilda og FIFPRO, samtaka atvinnufótboltamanna, þar sem kemur fram vilji er til að finna lausn. ESPN segir frá. Þar kemur fram að FIFA sé nú opið fyrir því að fara sáttaleiðina og hefja viðræður við samtökin um framtíðarfyrirkomulag á þéttsetnu fótboltadagatali. HM landsliða verður 48 þjóða keppni sumarið 2026, var áður 32 þjóða keppni og heimsmeistarakeppni félagsliða verður nú 32 liða keppni á fjögurra ára fresti. FIFA hefur öll völd þegar kemur að skipulagningu fótboltadagatalsins og það mat margra að sambandið sé löngu hætt að hugsa um leikmennina sjálfa heldur aðeins um eigin gróða. Samtök deilda og atvinnufótboltamann vilja fá að hafa meiri áhrif á skipulag dagatalsins með það að markmiði að létta á álaginu á leikmenn. Þessir fundir um framtíðina gætu verið fyrsta skrefið í þá átt en svo á eftir að koma í ljós hvort FIFA sé alvara með því að gefa eitthvað eftir í þessu máli. Það verða allit að fá eitthvað til að sættir verði og það þýðir að FIFA þarf að gefa eitthvað eftir. FIFA offers talks in legal claims over calendar congestion - ESPN https://t.co/DWjxCHgPh8— AHH (@AHH0880) August 2, 2024
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira