„Hér er um fullkomlega eðlileg viðskipti að ræða“ Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. ágúst 2024 22:09 Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta Íslands í dag, og varð þar með sjöundi forseti lýðveldisins. Ragnar Axelsson „Hér er um fullkomlega eðlileg viðskipti að ræða sem öðrum býðst og allt svoleiðis,“ sagði Halla Tómasdóttir er hún var aftur spurð út í bílakaup þeirra hjóna á dögunum. Hún segir málið dæmi um að stundum sé mikið rætt um eitthvað sem skiptir ekki meginmáli. Hjónin hafi lært af þessu mikilvæga lexíu. „Þetta dæmi er kannski eins og mörg önnur dæmi í samfélaginu í dag. Stundum ræðum við alveg ótrúlega mikið um eitthvað sem að kannski skiptir ekki meginmáli, og ótrúlega lítið um stóru málin sem varða framtíð þessa lands og þessarar þjóðar,“ sagði Halla. „Við höfum lært af þessu og ég vona að aðrir hafi lært af þessu,“ sagði hún. Hún segir skiljanlegt að traustið sé lítið í samfélaginu, en kannski þurfum við að læra lyfta okkur upp í umræðunni, og taka dýpra og vandaðra samtal um það sem að raunverulega skiptir máli í samfélaginu. Heilmikið hefur verið rætt og ritað um bílakaup þeirra hjóna, og í gær lagði Guðni Th. fráfarandi forseti orð í belg, og sagði hegðun bílaumboðsins óforskammaða. Allir ættu að vita að ekki megi auglýsa forsetann Halla segist vona að það verði aldrei þannig að þau þurfi að segja við alla sem biðji um mynd, að ekki megi nota þær í auglýsingarskyni. „Ég held að það ættu allir að vita það, en þarna lærum við mikilvæga lexíu að kannski þurfum við að áminna fólk líka, við erum kannski grunlaus þarna og pínu ný í þessu.“ Hún tekur undir með Guðna sem sagði í viðtali í gær, að þau sem gegni opinberum störfum eigi að fá að vera manneskjur líka og eigi skilið virðingu. Þau eigi ekki að þurfa byggja upp þykkan skráp til að geta gegnt hlutverkum í samfélaginu. „Ég hef sagt það að ég sé með breitt bak en opið hjarta. Ég held að við vitum að við þurfum að vera það í þessu embætti,“ sagði Halla Tómasdóttir. Viðtal Stöðvar 2 við Höllu má finna í heild sinni hér að neðan: Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03 Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. 29. júlí 2024 19:00 Eigandi Brimborgar gefur upp viðskiptakjörin Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt. 29. júlí 2024 12:17 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Þetta dæmi er kannski eins og mörg önnur dæmi í samfélaginu í dag. Stundum ræðum við alveg ótrúlega mikið um eitthvað sem að kannski skiptir ekki meginmáli, og ótrúlega lítið um stóru málin sem varða framtíð þessa lands og þessarar þjóðar,“ sagði Halla. „Við höfum lært af þessu og ég vona að aðrir hafi lært af þessu,“ sagði hún. Hún segir skiljanlegt að traustið sé lítið í samfélaginu, en kannski þurfum við að læra lyfta okkur upp í umræðunni, og taka dýpra og vandaðra samtal um það sem að raunverulega skiptir máli í samfélaginu. Heilmikið hefur verið rætt og ritað um bílakaup þeirra hjóna, og í gær lagði Guðni Th. fráfarandi forseti orð í belg, og sagði hegðun bílaumboðsins óforskammaða. Allir ættu að vita að ekki megi auglýsa forsetann Halla segist vona að það verði aldrei þannig að þau þurfi að segja við alla sem biðji um mynd, að ekki megi nota þær í auglýsingarskyni. „Ég held að það ættu allir að vita það, en þarna lærum við mikilvæga lexíu að kannski þurfum við að áminna fólk líka, við erum kannski grunlaus þarna og pínu ný í þessu.“ Hún tekur undir með Guðna sem sagði í viðtali í gær, að þau sem gegni opinberum störfum eigi að fá að vera manneskjur líka og eigi skilið virðingu. Þau eigi ekki að þurfa byggja upp þykkan skráp til að geta gegnt hlutverkum í samfélaginu. „Ég hef sagt það að ég sé með breitt bak en opið hjarta. Ég held að við vitum að við þurfum að vera það í þessu embætti,“ sagði Halla Tómasdóttir. Viðtal Stöðvar 2 við Höllu má finna í heild sinni hér að neðan:
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03 Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. 29. júlí 2024 19:00 Eigandi Brimborgar gefur upp viðskiptakjörin Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt. 29. júlí 2024 12:17 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03
Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. 29. júlí 2024 19:00
Eigandi Brimborgar gefur upp viðskiptakjörin Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt. 29. júlí 2024 12:17