Furðar sig á kjötafurðarstöðvunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2024 19:39 Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtakanna. vísir Bændasamtökin furða sig á því að stóru kjötafurðarstöðvarnar noti ekki nýja upprunavottun sem var gerð til að tryggja hag neytenda. Formaður samtakanna kallar eftir því að lög um upprunamerkingar verði hert Bændasamtökin kynntu nýja upprunamerkingu á síðasta ári sem heitir Íslenskt staðfest, eina vandamálið er að fáir framleiðendur virðast vilja nota hana. Til að matvara geti skartað nýja merkinu verður hlutfall íslensks hráefnis í samsettum vörum að vera minnst 75 prósent en 100 prósent í vörum á borð við kjöt og sjávarafurðir. Formaður bændasamtakanna furðar sig á því að fáir íslenskir framleiðendur nýti merkinguna og nefnir sérstaklega stóru afurðarstöðvarnar. Fréttamaður gekk um verslun með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna. Reyndu þeir í sameiningu að finna merkinguna á matvörum frá Íslandi. Merkingin fannst aðeins á tómötum og gúrkum. „Ég á nú ekki von á því að við finnum Íslenskt staðfest á kjötvörunni nei. Þetta væri nú ekkert flókið að setja hérna merki Íslenskt staðfest. Það stendur hérna í smáu letri, upprunaland Ísland. Við eigum ekkert að þurfa að lesa smátt letur til þess að skilja það og vita að varan sem við erum að kaupa er íslensk.“ Fjárfesting í bættum samskiptum Trausti segir framleiðendur ekki geta skýlt sér á bak við aukin kostnað vegna merkinga og að um fjárfestingu í bættum samskiptum við neytendur sé að ræða. Það sé hagsmunaatriði að merkja vörur skilmerkilega. „Það er bara réttur neytenda þegar þeir fara hérna út í verslun. Þá eiga þeir bara að geta gengið að því vísu að varan sem þau eru að kaupa er annað hvort innflutt, íslensk og þeir eiga að fá að vita það. Það á enginn að þurfa að grípa með sér kjötbakka, fara með hann heim og fatta þar að hann var að kaupa vöru sem hann ætlaði ekki að kaupa.“ Þurfi að herða reglur Grænmetisframleiðendur hafa tekið upp merkinguna og segir Trausti það vera til fyrirmyndar. „Hérna sjáum við skólabókardæmi um framsækna framleiðendur sem skilja þarfir og kröfur markaðarins.“ Að mati trausta þarf að herða reglur um upprunamerkingar kjöts og segir hann það skjóta skökku við að framleiðendur geti sleppt því að merkja vörur sínar ef þær eru kryddaðar eða blandaðar með aukaefnum. Núverandi lagarammi nær aðeins yfir nýtt, kælt eða fryst kjöt. „Ég hef ekki trú á öðru en að afurðarstöðvarnar komi með okkur í þetta. Þær þurfa bara að koma sér út úr því að vera rölta í gegnum þetta og fara aðeins að taka á sprett með þetta.“ Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Bændasamtökin kynntu nýja upprunamerkingu á síðasta ári sem heitir Íslenskt staðfest, eina vandamálið er að fáir framleiðendur virðast vilja nota hana. Til að matvara geti skartað nýja merkinu verður hlutfall íslensks hráefnis í samsettum vörum að vera minnst 75 prósent en 100 prósent í vörum á borð við kjöt og sjávarafurðir. Formaður bændasamtakanna furðar sig á því að fáir íslenskir framleiðendur nýti merkinguna og nefnir sérstaklega stóru afurðarstöðvarnar. Fréttamaður gekk um verslun með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna. Reyndu þeir í sameiningu að finna merkinguna á matvörum frá Íslandi. Merkingin fannst aðeins á tómötum og gúrkum. „Ég á nú ekki von á því að við finnum Íslenskt staðfest á kjötvörunni nei. Þetta væri nú ekkert flókið að setja hérna merki Íslenskt staðfest. Það stendur hérna í smáu letri, upprunaland Ísland. Við eigum ekkert að þurfa að lesa smátt letur til þess að skilja það og vita að varan sem við erum að kaupa er íslensk.“ Fjárfesting í bættum samskiptum Trausti segir framleiðendur ekki geta skýlt sér á bak við aukin kostnað vegna merkinga og að um fjárfestingu í bættum samskiptum við neytendur sé að ræða. Það sé hagsmunaatriði að merkja vörur skilmerkilega. „Það er bara réttur neytenda þegar þeir fara hérna út í verslun. Þá eiga þeir bara að geta gengið að því vísu að varan sem þau eru að kaupa er annað hvort innflutt, íslensk og þeir eiga að fá að vita það. Það á enginn að þurfa að grípa með sér kjötbakka, fara með hann heim og fatta þar að hann var að kaupa vöru sem hann ætlaði ekki að kaupa.“ Þurfi að herða reglur Grænmetisframleiðendur hafa tekið upp merkinguna og segir Trausti það vera til fyrirmyndar. „Hérna sjáum við skólabókardæmi um framsækna framleiðendur sem skilja þarfir og kröfur markaðarins.“ Að mati trausta þarf að herða reglur um upprunamerkingar kjöts og segir hann það skjóta skökku við að framleiðendur geti sleppt því að merkja vörur sínar ef þær eru kryddaðar eða blandaðar með aukaefnum. Núverandi lagarammi nær aðeins yfir nýtt, kælt eða fryst kjöt. „Ég hef ekki trú á öðru en að afurðarstöðvarnar komi með okkur í þetta. Þær þurfa bara að koma sér út úr því að vera rölta í gegnum þetta og fara aðeins að taka á sprett með þetta.“
Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira