Á tuttugu bestu tíma sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2024 12:30 Katie Ledecky brosir eftir sigur sinn í gær en það var enn langt í hinar sundkonurnar í úrslitasundinu. Getty/Maddie Meyer Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann í gær yfirburðasigur í 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París og bætti einum tímanum í viðbót í hóp þeirra bestu í sögunni. Ledecky var þarna að vinna áttundu gullverðlaun sín á Ólympíuleikum og sín tólftu verðlaun í heildina. Ledecky stakk keppinauta sína af í keppninni og þeir voru hvergi sjáanlegir þegar sú bandaríska kom í markið. Hún setti nýtt Ólympíumet og þetta var áttunda besta sund sögunnar. Í raun á Ledecky tuttugu bestu tíma sögunnar í 1500 metra skriðsundi kvenna sem er mögnuð staðreynd. Katie Ledecky með gullverðlaun sín og bandaríska fánann eftir verðlaunaafhendinguna í gær.Getty/Maddie Meyer Hn 27 ára gamla Ledecky deilir nú metinu yfir flest verðlaun bandarískra sundkvenna á Ólympíuleikum með þeim Döru Torres, Natalie Coughlin og Jenny Thompson. Þau gætu orðið fleiri því eftir keppnina var Ledecky strax farin að tala um Ólympíuleikanna í Los Angeles 2028. „Ég hef verið mjög staðföst í því undanfarna mánuði sem og síðustu ár að segja að ég myndi elska að keppa í Los Angeles og það hefur ekkert breyst,“ sagði Katie Ledecky eftir sundið. „Það gæti hins vegar breyst. Maður veit aldrei. Ég mun taka þetta ár fyrir ár hér eftir og ég hef ekki mikið pælt í því hvað tekur við í haust, hvað þá á næsta ári,“ sagði Ledecky. Hún hefur unnið 1500 metra skriðsundið á síðustu tveimur leikum en vann 800 metra sundið á ÓL í London 2012, ÓL í Ríó 2016 og á síðustu leikum. Hún getur líka unnið 800 metra sundið á þessum Ólympíuleikum og unnið þar með gull í sömu grein á fjórum leikum í röð. Úrslitin í því sundi eru á laugardaginn. „Staðan er aftur á móti sú að mér finnst ég ekki vera búin að segja mitt síðasta í þessu sporti næstum því strax,“ sagði Ledecky. „Hver einustu gullverðlaun skipta mig miklu máli og þeim fylgja öllum áskoranir. Ég reyni ekki að velta mér of mikið upp úr sögunni. Ég er samt kominn í hóp kvenna sem ég leit sjálft upp til í svo mörg ár,“ sagði Ledecky. „Ég lít á margar þeirra sem vini mína, stuðningsmenn og fólk sem ég var að horfa á synda þegar ég var að byrja. Ég vona að það sé lítið stelpa þarna úti að horfa á mig og muni síðan koma sterk inn með okkur í framtíðinni,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Ledecky var þarna að vinna áttundu gullverðlaun sín á Ólympíuleikum og sín tólftu verðlaun í heildina. Ledecky stakk keppinauta sína af í keppninni og þeir voru hvergi sjáanlegir þegar sú bandaríska kom í markið. Hún setti nýtt Ólympíumet og þetta var áttunda besta sund sögunnar. Í raun á Ledecky tuttugu bestu tíma sögunnar í 1500 metra skriðsundi kvenna sem er mögnuð staðreynd. Katie Ledecky með gullverðlaun sín og bandaríska fánann eftir verðlaunaafhendinguna í gær.Getty/Maddie Meyer Hn 27 ára gamla Ledecky deilir nú metinu yfir flest verðlaun bandarískra sundkvenna á Ólympíuleikum með þeim Döru Torres, Natalie Coughlin og Jenny Thompson. Þau gætu orðið fleiri því eftir keppnina var Ledecky strax farin að tala um Ólympíuleikanna í Los Angeles 2028. „Ég hef verið mjög staðföst í því undanfarna mánuði sem og síðustu ár að segja að ég myndi elska að keppa í Los Angeles og það hefur ekkert breyst,“ sagði Katie Ledecky eftir sundið. „Það gæti hins vegar breyst. Maður veit aldrei. Ég mun taka þetta ár fyrir ár hér eftir og ég hef ekki mikið pælt í því hvað tekur við í haust, hvað þá á næsta ári,“ sagði Ledecky. Hún hefur unnið 1500 metra skriðsundið á síðustu tveimur leikum en vann 800 metra sundið á ÓL í London 2012, ÓL í Ríó 2016 og á síðustu leikum. Hún getur líka unnið 800 metra sundið á þessum Ólympíuleikum og unnið þar með gull í sömu grein á fjórum leikum í röð. Úrslitin í því sundi eru á laugardaginn. „Staðan er aftur á móti sú að mér finnst ég ekki vera búin að segja mitt síðasta í þessu sporti næstum því strax,“ sagði Ledecky. „Hver einustu gullverðlaun skipta mig miklu máli og þeim fylgja öllum áskoranir. Ég reyni ekki að velta mér of mikið upp úr sögunni. Ég er samt kominn í hóp kvenna sem ég leit sjálft upp til í svo mörg ár,“ sagði Ledecky. „Ég lít á margar þeirra sem vini mína, stuðningsmenn og fólk sem ég var að horfa á synda þegar ég var að byrja. Ég vona að það sé lítið stelpa þarna úti að horfa á mig og muni síðan koma sterk inn með okkur í framtíðinni,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira