Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 08:16 Guðlaug Edda Hannesdóttir sést hér á ferðinni í keppninni í París í dag. Hún sýndi mikla seiglu með því að klára. Getty/Anne-Christine Poujoulat Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Hún náði að klára keppnina og koma í mark í 51. sæti. Hún lenti í því að detta á fimmta hring á hjólinu og féll niður um fjölmörg sæti við það. Guðlaug Edda harkaði samt af sér og tókst að klára keppnina. Guðlaug kom í markið fimmtán mínútum og 51 sekúndu á eftir sigurvegaranum sem kom frá Frakklandi. Guðlaug var algjörlega búin á því í lokin og gat því allt sitt í keppnina. Guðlaug Edda á ferðinni í Paris í morgun.Skjámynd Fjórar konur féllu úr leik og þar á meðal var hin norska Lotte Miller. 55 hófu keppni á ráslínunni og var Guðlaug Edda því sú síðasta af þeim sem komust í mark. Komst hæst í 39. sæti Guðlaug Edda kláraði sundhlutann á 24 mínútum og 49 sekúndum og var þá í 46. sæti í keppinni. Guðlaug Edda var einnig í 46. sætinu eftir fyrri sundhringinn sem var 910 metrar. Hún var þarna orðin tveimur mínútum og 44 sekúndum á eftir fremstu konu eftir þetta eins og hálfs kílómetra sund. Við tóku 40 kílómetrar á hjólinu. Guðlaug byrjaði vel og var komin upp um þrjú sæti og í sæti 43 eftir fyrstu fimm kílómetrana. Guðlaug kom sér alveg upp í 39. sæti en varð síðan fyrir því óhappi að detta á blautri götunni en hleðslusteinarnir voru sleipir eftir rigningu næturinnar. Við það féll hún alveg niður í 49. sæti. Guðlaug Edda endaði hjólahlutann í 49. sæti og datt niður í 51. sæti í skiptingunni. Hún var þá búin að vera á fullu í einn klukkutíma og rúmar 29 mínútur. Síðustu af þeim sem komust í mark Hún hefur átt í mestum vandræðum með hlaupið eftir mjaðmarmeiðslin og dróst vel aftur úr í því. Svo fór að Guðlaug kláraði langsíðust af þeim sem komust í mark. Lokatími hennar var 2:10:46 mín eða sex mínútum á eftir konunni í 50. sætinu. Heimastúlkan Cassandre Beaugrand varð Ólympíumeistari en Julie Derron frá Sviss fékk silfur og bronsið fór til Skotans Beth Potter. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira
Hún náði að klára keppnina og koma í mark í 51. sæti. Hún lenti í því að detta á fimmta hring á hjólinu og féll niður um fjölmörg sæti við það. Guðlaug Edda harkaði samt af sér og tókst að klára keppnina. Guðlaug kom í markið fimmtán mínútum og 51 sekúndu á eftir sigurvegaranum sem kom frá Frakklandi. Guðlaug var algjörlega búin á því í lokin og gat því allt sitt í keppnina. Guðlaug Edda á ferðinni í Paris í morgun.Skjámynd Fjórar konur féllu úr leik og þar á meðal var hin norska Lotte Miller. 55 hófu keppni á ráslínunni og var Guðlaug Edda því sú síðasta af þeim sem komust í mark. Komst hæst í 39. sæti Guðlaug Edda kláraði sundhlutann á 24 mínútum og 49 sekúndum og var þá í 46. sæti í keppinni. Guðlaug Edda var einnig í 46. sætinu eftir fyrri sundhringinn sem var 910 metrar. Hún var þarna orðin tveimur mínútum og 44 sekúndum á eftir fremstu konu eftir þetta eins og hálfs kílómetra sund. Við tóku 40 kílómetrar á hjólinu. Guðlaug byrjaði vel og var komin upp um þrjú sæti og í sæti 43 eftir fyrstu fimm kílómetrana. Guðlaug kom sér alveg upp í 39. sæti en varð síðan fyrir því óhappi að detta á blautri götunni en hleðslusteinarnir voru sleipir eftir rigningu næturinnar. Við það féll hún alveg niður í 49. sæti. Guðlaug Edda endaði hjólahlutann í 49. sæti og datt niður í 51. sæti í skiptingunni. Hún var þá búin að vera á fullu í einn klukkutíma og rúmar 29 mínútur. Síðustu af þeim sem komust í mark Hún hefur átt í mestum vandræðum með hlaupið eftir mjaðmarmeiðslin og dróst vel aftur úr í því. Svo fór að Guðlaug kláraði langsíðust af þeim sem komust í mark. Lokatími hennar var 2:10:46 mín eða sex mínútum á eftir konunni í 50. sætinu. Heimastúlkan Cassandre Beaugrand varð Ólympíumeistari en Julie Derron frá Sviss fékk silfur og bronsið fór til Skotans Beth Potter.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira