Di María: Hótanir komu í veg fyrir draumaendinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 07:31 Di María óttast öryggi fjölskyldu sinnar og treystir sér ekki til að flytja heim til Rosario í Argentínu. Getty/Ira L. Black Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María ætlaði alltaf að enda feril sinn í fæðingarbænum en ekkert verður nú af því. Di María sagði það hafa verið draum sinn að klára ferilinn í heimabænum sínum Rosario en aukning á glæpum í borginni og hótanir gegn fjölskyldu hans hafi gert út af við þann draum. Di María er frá Rosario eins og Lionel Messi. Ekki er búist við því að Messi endi ferilinn þar heldur. Di María setti punktinn aftur við landsferil sinn í sumar með því að vinna Copa América með argentínska landsliðinu. Lýsingar hans á hótununum er ekki falleg lesning. Di María sagði að fjölskyldan hafi fengið sent svínshöfuð sem hafði verið skotið í höfuðið. Systir hans og fjölskylda hennar fengu einnig hótunarbréf þar sem dóttur Di María var hótað lífláti. ESPN segir frá. „Foreldrum mínum var hótað sem var gert opinbert en á sama tíma fékk systir mín þetta bréf. Það fréttist aldrei af því vegna þess að systir mín og svili urðu hrædd og vildu ekki segja frá því,“ sagði Di María við Canal 3 sjónvarpsstöðina í Rosario. El argentino relató por qué decidió no volver a jugar en Rosario Central, a pesar de que intentaron convencerlo hasta último momento; recibió múltiples amenazas contra su familia y una directamente hacia su hija más chica. https://t.co/NNHWr8yIzH pic.twitter.com/y6qdFSyYhR— EL PAÍS (@elpaisuy) July 30, 2024 Hinn 36 ára gamli Di María sagði að hann og fjölskyldan hafi tekið endanlega ákvörðun um það í mars að snúa ekki aftur til Rosario. „Þessar hótanir vógu þyngra en allt annað,“ sagði Di María. Hann fékk sinn fyrsta fótboltasamning í Rosario en fór til Benfica í Portúgal þegar hann var nítján ára. Di María spilaði síðan fyrir Real Madrid, Manchester United, Paris Saint-Germain, Juventus og var síðan hjá Benfica á síðasta tímabili. „Þessir mánuðir voru hræðilegir. Við sátum saman og grétum það að geta ekki fengið að upplifa draumaendinn okkar. Þau sem skilja þetta ekki, geta greinilega ekki sett sig í mín spor í eina sekúndu. Það er auðvelt að koma illa fram við aðra á samfélagsmiðlum án þess að setja sig nokkurn tímann í þeirra spor,“ sagði Di María. Það er búist við því að hann taki annað tímabil með Benfica liðinu en það hefur ekki verið staðfest. Argentína Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Di María sagði það hafa verið draum sinn að klára ferilinn í heimabænum sínum Rosario en aukning á glæpum í borginni og hótanir gegn fjölskyldu hans hafi gert út af við þann draum. Di María er frá Rosario eins og Lionel Messi. Ekki er búist við því að Messi endi ferilinn þar heldur. Di María setti punktinn aftur við landsferil sinn í sumar með því að vinna Copa América með argentínska landsliðinu. Lýsingar hans á hótununum er ekki falleg lesning. Di María sagði að fjölskyldan hafi fengið sent svínshöfuð sem hafði verið skotið í höfuðið. Systir hans og fjölskylda hennar fengu einnig hótunarbréf þar sem dóttur Di María var hótað lífláti. ESPN segir frá. „Foreldrum mínum var hótað sem var gert opinbert en á sama tíma fékk systir mín þetta bréf. Það fréttist aldrei af því vegna þess að systir mín og svili urðu hrædd og vildu ekki segja frá því,“ sagði Di María við Canal 3 sjónvarpsstöðina í Rosario. El argentino relató por qué decidió no volver a jugar en Rosario Central, a pesar de que intentaron convencerlo hasta último momento; recibió múltiples amenazas contra su familia y una directamente hacia su hija más chica. https://t.co/NNHWr8yIzH pic.twitter.com/y6qdFSyYhR— EL PAÍS (@elpaisuy) July 30, 2024 Hinn 36 ára gamli Di María sagði að hann og fjölskyldan hafi tekið endanlega ákvörðun um það í mars að snúa ekki aftur til Rosario. „Þessar hótanir vógu þyngra en allt annað,“ sagði Di María. Hann fékk sinn fyrsta fótboltasamning í Rosario en fór til Benfica í Portúgal þegar hann var nítján ára. Di María spilaði síðan fyrir Real Madrid, Manchester United, Paris Saint-Germain, Juventus og var síðan hjá Benfica á síðasta tímabili. „Þessir mánuðir voru hræðilegir. Við sátum saman og grétum það að geta ekki fengið að upplifa draumaendinn okkar. Þau sem skilja þetta ekki, geta greinilega ekki sett sig í mín spor í eina sekúndu. Það er auðvelt að koma illa fram við aðra á samfélagsmiðlum án þess að setja sig nokkurn tímann í þeirra spor,“ sagði Di María. Það er búist við því að hann taki annað tímabil með Benfica liðinu en það hefur ekki verið staðfest.
Argentína Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira