„Eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi vinnu sína“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2024 19:30 Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns ákvað í fyrra að selja áskrift að vef sínum eftir hvatningu frá Facebook. Verkefnið gangi vel. Vísir/Sigurjón Skessuhorn ákvað að taka áskorun Facebook og selja áskriftir á fréttavef sinn í fyrra. Ritstjóri héraðsfréttamiðilsins segir eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar fái greitt fyrir vinnu eins og aðrir sem selji þjónustu. Lesendur hafi tekið áskriftarsölunni vel. Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns á Vesturlandi ákvað fyrir nokkrum árum að taka þátt í námskeiði sem Facebook bauð fjölmiðlum á Norðurlöndum upp á. Námskeiðið fólst í að kenna þeim hefja áskriftarsölu af fréttavefsíðum og tóku alls þrettán einkareknir fjölmiðlar þátt í því. „Facebook hvatti þarna fjölmiðla til að setja vefsíður sínar á bak við greiðsluvegg,“ segir hann. Magnús segir samfélagsmiðillinn meðvitaðan um að margir einkareknir fjölmiðlar eigi erfitt uppdráttar vegna erfiðra rekstrarskilyrða og hversu margir hafi þurft að leggja upp laupana. Facebook sé hins vegar akkur í að sem flestir fjölmiðlar séu starfandi. „Facebook lifir á því að deila trúverðugu efni en á sama tíma hefur upplýsingaóreiða margfaldast. Þeir hafa verulegar áhyggjur af því að þetta leiði til þess að of stórt hlutfall af því efni sem er á samfélagsmiðlinum eigi ekki við rök að styðjast. Samfélagsmiðilinn hefur hagsmuni af því að sem flestir fjölmiðlar lifi af og séu til staðar. Hagsmunir þeirra og fjölmiðla fara þannig saman,“ segir Magnús. Hann hafi því ákveðið að hefja áskriftarsölu á vefinn í fyrra. Það er eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi sína vinnu eins og aðrir sem selja þjónustu. Þannig að ég er ekki í neinum vafa um að vefáskrift fjölmiðla er framtíðin. „Þetta er framtíðin“ Magnús segir að vel hafi gengið að selja áskriftir á vefinn og hvetur aðra einkarekna fjölmiðla til að gera það sama. „Við erum með ódýra áskrift á vefinn okkar og höfum fengið nýjar tekjur sem við höfðum ekki áður. Ég held að íslenskir einkareknir fjölmiðlar verði að gera það sama og kollegar á Norðurlöndum hafa verið að gera á síðustu árum. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta er framtíðin,“ segir hann. Fjölmiðlar Facebook Akranes Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns á Vesturlandi ákvað fyrir nokkrum árum að taka þátt í námskeiði sem Facebook bauð fjölmiðlum á Norðurlöndum upp á. Námskeiðið fólst í að kenna þeim hefja áskriftarsölu af fréttavefsíðum og tóku alls þrettán einkareknir fjölmiðlar þátt í því. „Facebook hvatti þarna fjölmiðla til að setja vefsíður sínar á bak við greiðsluvegg,“ segir hann. Magnús segir samfélagsmiðillinn meðvitaðan um að margir einkareknir fjölmiðlar eigi erfitt uppdráttar vegna erfiðra rekstrarskilyrða og hversu margir hafi þurft að leggja upp laupana. Facebook sé hins vegar akkur í að sem flestir fjölmiðlar séu starfandi. „Facebook lifir á því að deila trúverðugu efni en á sama tíma hefur upplýsingaóreiða margfaldast. Þeir hafa verulegar áhyggjur af því að þetta leiði til þess að of stórt hlutfall af því efni sem er á samfélagsmiðlinum eigi ekki við rök að styðjast. Samfélagsmiðilinn hefur hagsmuni af því að sem flestir fjölmiðlar lifi af og séu til staðar. Hagsmunir þeirra og fjölmiðla fara þannig saman,“ segir Magnús. Hann hafi því ákveðið að hefja áskriftarsölu á vefinn í fyrra. Það er eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi sína vinnu eins og aðrir sem selja þjónustu. Þannig að ég er ekki í neinum vafa um að vefáskrift fjölmiðla er framtíðin. „Þetta er framtíðin“ Magnús segir að vel hafi gengið að selja áskriftir á vefinn og hvetur aðra einkarekna fjölmiðla til að gera það sama. „Við erum með ódýra áskrift á vefinn okkar og höfum fengið nýjar tekjur sem við höfðum ekki áður. Ég held að íslenskir einkareknir fjölmiðlar verði að gera það sama og kollegar á Norðurlöndum hafa verið að gera á síðustu árum. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta er framtíðin,“ segir hann.
Fjölmiðlar Facebook Akranes Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent