„Eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi vinnu sína“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2024 19:30 Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns ákvað í fyrra að selja áskrift að vef sínum eftir hvatningu frá Facebook. Verkefnið gangi vel. Vísir/Sigurjón Skessuhorn ákvað að taka áskorun Facebook og selja áskriftir á fréttavef sinn í fyrra. Ritstjóri héraðsfréttamiðilsins segir eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar fái greitt fyrir vinnu eins og aðrir sem selji þjónustu. Lesendur hafi tekið áskriftarsölunni vel. Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns á Vesturlandi ákvað fyrir nokkrum árum að taka þátt í námskeiði sem Facebook bauð fjölmiðlum á Norðurlöndum upp á. Námskeiðið fólst í að kenna þeim hefja áskriftarsölu af fréttavefsíðum og tóku alls þrettán einkareknir fjölmiðlar þátt í því. „Facebook hvatti þarna fjölmiðla til að setja vefsíður sínar á bak við greiðsluvegg,“ segir hann. Magnús segir samfélagsmiðillinn meðvitaðan um að margir einkareknir fjölmiðlar eigi erfitt uppdráttar vegna erfiðra rekstrarskilyrða og hversu margir hafi þurft að leggja upp laupana. Facebook sé hins vegar akkur í að sem flestir fjölmiðlar séu starfandi. „Facebook lifir á því að deila trúverðugu efni en á sama tíma hefur upplýsingaóreiða margfaldast. Þeir hafa verulegar áhyggjur af því að þetta leiði til þess að of stórt hlutfall af því efni sem er á samfélagsmiðlinum eigi ekki við rök að styðjast. Samfélagsmiðilinn hefur hagsmuni af því að sem flestir fjölmiðlar lifi af og séu til staðar. Hagsmunir þeirra og fjölmiðla fara þannig saman,“ segir Magnús. Hann hafi því ákveðið að hefja áskriftarsölu á vefinn í fyrra. Það er eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi sína vinnu eins og aðrir sem selja þjónustu. Þannig að ég er ekki í neinum vafa um að vefáskrift fjölmiðla er framtíðin. „Þetta er framtíðin“ Magnús segir að vel hafi gengið að selja áskriftir á vefinn og hvetur aðra einkarekna fjölmiðla til að gera það sama. „Við erum með ódýra áskrift á vefinn okkar og höfum fengið nýjar tekjur sem við höfðum ekki áður. Ég held að íslenskir einkareknir fjölmiðlar verði að gera það sama og kollegar á Norðurlöndum hafa verið að gera á síðustu árum. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta er framtíðin,“ segir hann. Fjölmiðlar Facebook Akranes Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns á Vesturlandi ákvað fyrir nokkrum árum að taka þátt í námskeiði sem Facebook bauð fjölmiðlum á Norðurlöndum upp á. Námskeiðið fólst í að kenna þeim hefja áskriftarsölu af fréttavefsíðum og tóku alls þrettán einkareknir fjölmiðlar þátt í því. „Facebook hvatti þarna fjölmiðla til að setja vefsíður sínar á bak við greiðsluvegg,“ segir hann. Magnús segir samfélagsmiðillinn meðvitaðan um að margir einkareknir fjölmiðlar eigi erfitt uppdráttar vegna erfiðra rekstrarskilyrða og hversu margir hafi þurft að leggja upp laupana. Facebook sé hins vegar akkur í að sem flestir fjölmiðlar séu starfandi. „Facebook lifir á því að deila trúverðugu efni en á sama tíma hefur upplýsingaóreiða margfaldast. Þeir hafa verulegar áhyggjur af því að þetta leiði til þess að of stórt hlutfall af því efni sem er á samfélagsmiðlinum eigi ekki við rök að styðjast. Samfélagsmiðilinn hefur hagsmuni af því að sem flestir fjölmiðlar lifi af og séu til staðar. Hagsmunir þeirra og fjölmiðla fara þannig saman,“ segir Magnús. Hann hafi því ákveðið að hefja áskriftarsölu á vefinn í fyrra. Það er eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi sína vinnu eins og aðrir sem selja þjónustu. Þannig að ég er ekki í neinum vafa um að vefáskrift fjölmiðla er framtíðin. „Þetta er framtíðin“ Magnús segir að vel hafi gengið að selja áskriftir á vefinn og hvetur aðra einkarekna fjölmiðla til að gera það sama. „Við erum með ódýra áskrift á vefinn okkar og höfum fengið nýjar tekjur sem við höfðum ekki áður. Ég held að íslenskir einkareknir fjölmiðlar verði að gera það sama og kollegar á Norðurlöndum hafa verið að gera á síðustu árum. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta er framtíðin,“ segir hann.
Fjölmiðlar Facebook Akranes Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira