Helgi segir lítinn sóma að framgöngu ríkissaksóknara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2024 12:07 Helgi hefur ekkert heyrt frá yfirmanni sínum, ríkissaksóknara, eftir að tölvupóstur barst honum um að starfsframlags hans væri ekki óskað tímabundið. Vísir/Arnar Vararíkissaksóknari furðar sig á ósk yfirmanns síns um að dómsmálaráðherra taki mál hans til skoðunar, vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum. Hann viðurkennir að hann hefði getað orðað hlutina öðruvísi, en telur ummælin ekki hafa verið yfir strikið. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi og fjölskylda hans hafa mátt sæta hótunum af hálfu Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, undanfarin ár. Helgi sagði í tilefni af dómi yfir Kourani að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem Íslendingar ættu að venjast. Solaris, hjálparsamtök, hafa kært Helga fyrir ummæli sín. Hefði getað orðað hlutina öðruvísi Helgi fékk að vita af ósk Sigríðar til ráðherra í gegnum tölvupóst, sem hann las eftir að samstarfsfólki hans var tilkynnt um hana. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigríði eftir það. „Þetta kom mér verulega á óvart, og í raun finnst mér ekki mikill sómi að þessari framgöngu. Ég verð að segja það eins og er,“ segir Helgi. Hann ítrekar að ummælin varði mál sem tengist hans persónu og öryggi fjölskyldu hans. „Maður er náttúrulega mannlegur og maður tekur ýmislegt á sig og ber sig vel. En ég hef áttað mig á því í framhaldi af öllu þessu hvaða álag það hefur verið að vera í þrjú ár sífellt með hugann við það hvort börnin manns séu örugg heima hjá sér.“ Hann segir að mögulega hefði hann átt að láta það ógert að láta ummælin falla. „Ég reyndar held að þetta hafi allt verið mjög hófstillt og ekki tilefni til þessara viðbragða ríkissaksóknara yfir höfuð. En maður hefði nú svosem alveg getað orðað hlutina aðeins öðruvísi, það er eins og alltaf, maður er bara mannlegur. En ég vil taka fram að ég tel ekki að ég hafi farið yfir nein strik,“ segir Helgi. Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59 Segir Helga ekki hafa bætt ráð sitt Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu. 30. júlí 2024 11:34 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi og fjölskylda hans hafa mátt sæta hótunum af hálfu Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, undanfarin ár. Helgi sagði í tilefni af dómi yfir Kourani að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem Íslendingar ættu að venjast. Solaris, hjálparsamtök, hafa kært Helga fyrir ummæli sín. Hefði getað orðað hlutina öðruvísi Helgi fékk að vita af ósk Sigríðar til ráðherra í gegnum tölvupóst, sem hann las eftir að samstarfsfólki hans var tilkynnt um hana. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigríði eftir það. „Þetta kom mér verulega á óvart, og í raun finnst mér ekki mikill sómi að þessari framgöngu. Ég verð að segja það eins og er,“ segir Helgi. Hann ítrekar að ummælin varði mál sem tengist hans persónu og öryggi fjölskyldu hans. „Maður er náttúrulega mannlegur og maður tekur ýmislegt á sig og ber sig vel. En ég hef áttað mig á því í framhaldi af öllu þessu hvaða álag það hefur verið að vera í þrjú ár sífellt með hugann við það hvort börnin manns séu örugg heima hjá sér.“ Hann segir að mögulega hefði hann átt að láta það ógert að láta ummælin falla. „Ég reyndar held að þetta hafi allt verið mjög hófstillt og ekki tilefni til þessara viðbragða ríkissaksóknara yfir höfuð. En maður hefði nú svosem alveg getað orðað hlutina aðeins öðruvísi, það er eins og alltaf, maður er bara mannlegur. En ég vil taka fram að ég tel ekki að ég hafi farið yfir nein strik,“ segir Helgi.
Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59 Segir Helga ekki hafa bætt ráð sitt Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu. 30. júlí 2024 11:34 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59
Segir Helga ekki hafa bætt ráð sitt Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu. 30. júlí 2024 11:34