Anton Sveinn vitnaði í Egil Skalla-Grímsson: „Höggva mann ok annan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 07:40 Anton Sveinn McKee er þegar búinn að keppa í einni grein á Ólympíuleikunum í París. Getty/Mustafa Ciftci Anton Sveinn McKee keppir í dag í sinni bestu grein á Ólympíuleikunum í París og íslenski sundgarpurinn var háfleygur og í víkingaham kvöldið fyrir keppni. Anton Sveinn segist í færslu sinni á samfélagsmiðlum að hafa eytt meira en fimmtán árum í undirbúningi fyrir þetta augnablik í sundlauginni í París í dag. Anton kallar þetta líka „upphafið á endinum“ og vitnar síðan í þekkta vísu eftir Egill Skalla-Grímsson. Sagði hann vera víkingsefni „Þat mælti mín móðir“ vísuna á Egill hafi kveðið þegar Bera móðir hans sagði hann vera víkingsefni. Á vef Árnastofnunar kemur fram að Egill „hafði þarna unnið sitt fyrsta víg er hann vóg Grím son Heggs á Heggstöðum eftir að Grímur hafði leikið hann illa í knattleik. Egill var þá á sjöunda vetri en Grímur var ellefu eða tíu vetra og sterkur eftir aldri,“ eins og þar segir. Það er ljóst á þessu að Anton ætlar að sækja sér kraftinn í sitt eigið Víkingablóð. Í fjórða og síðasta riðlinum Anton Sveinn syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi og er í fjórða og síðasta riðlinum. Keppni í hans grein á að fara af stað klukkan 11.01 að íslenskum tíma en búast má við að hann syndi í kringum 11.15. Okkar maður er skráður á tímanum 2:09.19 mín. Íslandsmetið hans er frá því í júní 2022 þegar hann synti á 2:08.74 mín. á HM í Búdapest. Fjórir í riðli Antons eru skráðir með betri tíma en hann þar af eru tveir Kínverjar. Frakki og Hollendingur eru einnig skráðir inn á betri tíma en okkar maður. Anton er skráður inn með þrettánda besta tímann af öllum þeim sem taka þátt í 200 metra bringsundinu og á því góða möguleika að komast áfram í undanúrslitin. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sjá meira
Anton Sveinn segist í færslu sinni á samfélagsmiðlum að hafa eytt meira en fimmtán árum í undirbúningi fyrir þetta augnablik í sundlauginni í París í dag. Anton kallar þetta líka „upphafið á endinum“ og vitnar síðan í þekkta vísu eftir Egill Skalla-Grímsson. Sagði hann vera víkingsefni „Þat mælti mín móðir“ vísuna á Egill hafi kveðið þegar Bera móðir hans sagði hann vera víkingsefni. Á vef Árnastofnunar kemur fram að Egill „hafði þarna unnið sitt fyrsta víg er hann vóg Grím son Heggs á Heggstöðum eftir að Grímur hafði leikið hann illa í knattleik. Egill var þá á sjöunda vetri en Grímur var ellefu eða tíu vetra og sterkur eftir aldri,“ eins og þar segir. Það er ljóst á þessu að Anton ætlar að sækja sér kraftinn í sitt eigið Víkingablóð. Í fjórða og síðasta riðlinum Anton Sveinn syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi og er í fjórða og síðasta riðlinum. Keppni í hans grein á að fara af stað klukkan 11.01 að íslenskum tíma en búast má við að hann syndi í kringum 11.15. Okkar maður er skráður á tímanum 2:09.19 mín. Íslandsmetið hans er frá því í júní 2022 þegar hann synti á 2:08.74 mín. á HM í Búdapest. Fjórir í riðli Antons eru skráðir með betri tíma en hann þar af eru tveir Kínverjar. Frakki og Hollendingur eru einnig skráðir inn á betri tíma en okkar maður. Anton er skráður inn með þrettánda besta tímann af öllum þeim sem taka þátt í 200 metra bringsundinu og á því góða möguleika að komast áfram í undanúrslitin. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sjá meira