Glæsileg 64 ára gömul rúta vekur mikla athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2024 20:04 Rútan er glæsileg í alla staði eins og sjá má, 64 ára gömul. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún vekur mikla athygli gamla uppgerða rútan frá Króki í Ölfusi, Bens 1960 árgerð, sem fer nú um vegina eins og ný, rauð og hvít á litinn með bílnúmerið X – 44. Hún er glæsileg rútan sem Jón Ögmundsson í Króki í Ölfusi gerði upp af sinni alkunni snilld með aðstoð góðs fólks, enda lítur rútan út eins og ný en hún er þó orðin 64 ára gömul. „Það eru örfáir menn á Íslandi, sem kunna að aka svona tæknibúnaði, það eru engar tölvur og það þýðir ekki að setja nútímamenn undir stýri á þessu. Þetta er vel gert og allt haft original, þannig að þetta er bara eins og nýtt eins og þú sérð, bæði að utan og innan,” segir Einar Gíslason, gamalreyndur rútubílstjóri. Rútan er mjög falleg og vekur alltaf mikla athygli. „Já, hún er rosalega falleg og gaman að þessu og þeir eiga heiður skilinn, sem leggja aurana sína og vinnu í að viðhalda svona menningarverðmætum,” bætir Einar við. Einar Gíslason keyrði rútuna og líkaði það mjög vel enda vanur að keyra rútur sem þessa frá því í gamla daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Einar tók nýlega að sér að keyra fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmenn á rútunni um Ölfusið og í Þorlákshöfn en allt eru þetta skólabræður úr Stýrimannaskólanum, sem halda alltaf hópinn með sínum konum. „Við erum að halda upp á að það eru 60 ár frá því að við útskrifuðumst og erum búin að hittast í 40 ár einu sinni á ári,” segir Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn og fararstjóri ferðarinnar. Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn, sem var fararstjóri ferðarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig líst þér á rútuna sem þú ert að fara í? „Rútuna, hún bara tilheyrir þessum árgangi og þetta er bara gott að fá svona jafnaldra í hópinn,” segir Birgir Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði. Hvernig leggst það í þig að fara í þessa rútu? „Mjög vel, hún er svo falleg, rauð og hvít og hæfir hópnum vel,” segir Auður Höskuldsdóttir, farþegi í rútunni. Séð inn í rútuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hress og skemmtilegur hópur, sem fór í skoðunarferðina um Ölfus og Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hún er glæsileg rútan sem Jón Ögmundsson í Króki í Ölfusi gerði upp af sinni alkunni snilld með aðstoð góðs fólks, enda lítur rútan út eins og ný en hún er þó orðin 64 ára gömul. „Það eru örfáir menn á Íslandi, sem kunna að aka svona tæknibúnaði, það eru engar tölvur og það þýðir ekki að setja nútímamenn undir stýri á þessu. Þetta er vel gert og allt haft original, þannig að þetta er bara eins og nýtt eins og þú sérð, bæði að utan og innan,” segir Einar Gíslason, gamalreyndur rútubílstjóri. Rútan er mjög falleg og vekur alltaf mikla athygli. „Já, hún er rosalega falleg og gaman að þessu og þeir eiga heiður skilinn, sem leggja aurana sína og vinnu í að viðhalda svona menningarverðmætum,” bætir Einar við. Einar Gíslason keyrði rútuna og líkaði það mjög vel enda vanur að keyra rútur sem þessa frá því í gamla daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Einar tók nýlega að sér að keyra fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmenn á rútunni um Ölfusið og í Þorlákshöfn en allt eru þetta skólabræður úr Stýrimannaskólanum, sem halda alltaf hópinn með sínum konum. „Við erum að halda upp á að það eru 60 ár frá því að við útskrifuðumst og erum búin að hittast í 40 ár einu sinni á ári,” segir Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn og fararstjóri ferðarinnar. Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn, sem var fararstjóri ferðarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig líst þér á rútuna sem þú ert að fara í? „Rútuna, hún bara tilheyrir þessum árgangi og þetta er bara gott að fá svona jafnaldra í hópinn,” segir Birgir Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði. Hvernig leggst það í þig að fara í þessa rútu? „Mjög vel, hún er svo falleg, rauð og hvít og hæfir hópnum vel,” segir Auður Höskuldsdóttir, farþegi í rútunni. Séð inn í rútuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hress og skemmtilegur hópur, sem fór í skoðunarferðina um Ölfus og Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira