Eigandi Brimborgar gefur upp viðskiptakjörin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2024 12:17 Halla segir hjónin hafa keypt ódýrustu útgáfu af Volvo XC30. Egill segir hjónin hafa keypt Volvo EX30 í ultra útfærslu með stærri gerð rafhlöðu. Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt. Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Halla Tómasdóttir sem tekur við embætti í vikunni sendi fjölmiðlum tilkynningu á föstudag að hún hefði fengið staðgreiðsluafslátt af verði bílsins. Forstjóri Brimborgar upplýsti að hún hefði fengið sömu kjör og viðskiptavinir sem uppfylli sömu skilyrði og sölustjóri Brimborgar sagði á RÚV að hjónin hefðu fengið skyldmennaafslátt. Athygli vakti að forstjóri Brimborgar upplýsti í viðtali RÚV yfir að hann væri einungis kunningi hjónanna en þekkti þau vel. Fréttastofa óskaði á laugardagsmorgun eftir því við Höllu og eiganda Brimborgar að þau upplýstu um hversu mikill afslátturinn hefði verið. Halla sendi þá svör um hversu mikið hún hefði greitt fyrir bílinn en gaf ekki upp afsláttinn. Það var svo í morgun að hún gaf hann upp og þá á Facebook. Þar kemur fram að hjónin hafi fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsins sem nemi um 550 þúsund króna afslætti. Þau hjón hafi keyrt á Toyota Yaris síðustu ár en átt Volvo þar á undan. Þau hafi keypt minnstu týpuna af Volvo XC30 bifreið eins og segir í færslu hennar á Facebook. Egill segir viðskiptakjörin algeng Egill Jóhannsson eigandi Brimborgar svaraði fyrirspurn fréttastofu skriflega rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar þar sem kom fram að hjónin hafi keypti Volvo EX 30 í Ultra útfærslu með stærri gerð rafhlöðu með drægni upp á 475 kílómetra. Viðskiptakjörin séu algeng og samræmi við reglur Brimborgar. Hægt sé að skipta afslætti umboðsins upp í fjóra þætti eða eins og kemur fram í svari hans. Um 3,0% - 3,5% almennur afsláttur sökum markaðsaðstæðna. Um 1,5% aukaafsláttur fyrir þessa tilteknu gerð. Um 1,0-2,0% tíðkast vegna staðgreiðslu. Að lágmarki 1,0% vegna fyrri viðskipta en þar tíðkast líka hærri afslættir fyrir langtíma, stærri, viðskiptavini. Egill segir kjör verðandi forsetahjóna í samræmi við ofangreint. „Já kjör í samræmi við ofangreint eru algeng en geta verið misjöfn eftir tegundum og ofangreindum forsendum,“ segir í svari Egils. Þrjár algengar útgáfur af Volvo EX30 sportjeppa eins og birt er á vef Brimborgar. Mismunandi kjör hjá öðrum bílaumboðum Fréttastofa hafði samband við önnur stór bílaumboð á höfuðborgarsvæðinu í dag til að fá upplýsingar um hvaða afsláttarkjör eru í boði þar. Þær upplýsingar fengust hjá einu þeirra að venjulega væri afsláttur á nýjum bílum um eitt til þrjú prósent en nokkur tregða hafi verið í sölu nýrra bíla einkum rafbíla sem gæti verið tilefni til hærri afsláttar. Annað stórt bílaumboð sagðist gefa um þriggja til átta prósenta afslátt af verði nýrra bíla. Þá sagði þriðja bílaumboðið að sjö prósenta afsláttur væri ekki hærra en gerist og gengur. Bílasala væri mikið afsláttardrifin þessi misserin. Halla hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins og vísað til þess að vilja af virðingu við Guðna Th. Jóhannesson láta lítið fyrir sér fara í fjölmiðlum áður en hún er tekin við embætti forseta Íslands. Forseti Íslands Bílar Halla Tómasdóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Halla Tómasdóttir sem tekur við embætti í vikunni sendi fjölmiðlum tilkynningu á föstudag að hún hefði fengið staðgreiðsluafslátt af verði bílsins. Forstjóri Brimborgar upplýsti að hún hefði fengið sömu kjör og viðskiptavinir sem uppfylli sömu skilyrði og sölustjóri Brimborgar sagði á RÚV að hjónin hefðu fengið skyldmennaafslátt. Athygli vakti að forstjóri Brimborgar upplýsti í viðtali RÚV yfir að hann væri einungis kunningi hjónanna en þekkti þau vel. Fréttastofa óskaði á laugardagsmorgun eftir því við Höllu og eiganda Brimborgar að þau upplýstu um hversu mikill afslátturinn hefði verið. Halla sendi þá svör um hversu mikið hún hefði greitt fyrir bílinn en gaf ekki upp afsláttinn. Það var svo í morgun að hún gaf hann upp og þá á Facebook. Þar kemur fram að hjónin hafi fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsins sem nemi um 550 þúsund króna afslætti. Þau hjón hafi keyrt á Toyota Yaris síðustu ár en átt Volvo þar á undan. Þau hafi keypt minnstu týpuna af Volvo XC30 bifreið eins og segir í færslu hennar á Facebook. Egill segir viðskiptakjörin algeng Egill Jóhannsson eigandi Brimborgar svaraði fyrirspurn fréttastofu skriflega rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar þar sem kom fram að hjónin hafi keypti Volvo EX 30 í Ultra útfærslu með stærri gerð rafhlöðu með drægni upp á 475 kílómetra. Viðskiptakjörin séu algeng og samræmi við reglur Brimborgar. Hægt sé að skipta afslætti umboðsins upp í fjóra þætti eða eins og kemur fram í svari hans. Um 3,0% - 3,5% almennur afsláttur sökum markaðsaðstæðna. Um 1,5% aukaafsláttur fyrir þessa tilteknu gerð. Um 1,0-2,0% tíðkast vegna staðgreiðslu. Að lágmarki 1,0% vegna fyrri viðskipta en þar tíðkast líka hærri afslættir fyrir langtíma, stærri, viðskiptavini. Egill segir kjör verðandi forsetahjóna í samræmi við ofangreint. „Já kjör í samræmi við ofangreint eru algeng en geta verið misjöfn eftir tegundum og ofangreindum forsendum,“ segir í svari Egils. Þrjár algengar útgáfur af Volvo EX30 sportjeppa eins og birt er á vef Brimborgar. Mismunandi kjör hjá öðrum bílaumboðum Fréttastofa hafði samband við önnur stór bílaumboð á höfuðborgarsvæðinu í dag til að fá upplýsingar um hvaða afsláttarkjör eru í boði þar. Þær upplýsingar fengust hjá einu þeirra að venjulega væri afsláttur á nýjum bílum um eitt til þrjú prósent en nokkur tregða hafi verið í sölu nýrra bíla einkum rafbíla sem gæti verið tilefni til hærri afsláttar. Annað stórt bílaumboð sagðist gefa um þriggja til átta prósenta afslátt af verði nýrra bíla. Þá sagði þriðja bílaumboðið að sjö prósenta afsláttur væri ekki hærra en gerist og gengur. Bílasala væri mikið afsláttardrifin þessi misserin. Halla hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins og vísað til þess að vilja af virðingu við Guðna Th. Jóhannesson láta lítið fyrir sér fara í fjölmiðlum áður en hún er tekin við embætti forseta Íslands.
Forseti Íslands Bílar Halla Tómasdóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira