Hlaup hófst úr Mýrdalsjökli niður farveg árinnar Skálma á aðfararnótt laugardags. Síðan þá hefur rafleiðni í ánni minnkað verulega og sjálftavirkni minnkað síðasta sólarhringinn samkvæmt uppfærslu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Engar breytingar sjálst lengur á GPS-mæli í Austmannabungu sem sýndi skýr merki um breytingar í öskju sem sjást í venjubundnum jökulhlaupum.
Mælingar eru sagðar benda til þess að jökullinn sé að jafna sig eftir hlaupið og nálgist eðlilega bakgrunnsvirkni. Nokkrir dagar gætu verið í að rennsli í Skálm komist aftur í eðlilegt horf fyrir árstíma. Venjubundin hlaup úr jöklinum gætu enn átt sér stað og þau gætu skapað hættu við Kötlujökul, bæði vegna vatnsmagns og gasmengunar.
Fluglitakóði fyrir Kötlu hefur nú verið færður niður á grænan en hann var settur í gulan vegna virkninnar í jöklinum um helgina.
Hringvegurinn, sem var lokaður um tíma vegna hlaupsins, var opnaður aftur seint í gærkvöldi þegar umferð var hleypt aftur á brúna yfir Skálm.