Meiðslamartröð Man Utd heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2024 10:21 Byrjunarlið Manchester United í nótt. Manchester United Manchester United tapaði 2-1 gegn Arsenal er liðin mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum í nótt. Rasmus Höjlund kom Man United yfir áður en hann fór meiddur af velli. Leny Yoro, hinn nýi miðvörður Manchester-liðsins, fór einnig af velli meiddur. Á síðustu leiktíð átti Erik Ten Hag í stökustu vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Þá sérstaklega í öftustu línu en leikmenn á borð við Luke Shaw og Lisandro Martínez voru varla með alla leiktíðina þar sem þeir voru að glíma við ýmis meiðsli. Krísan var svo mikil að miðvörðurinn Jonny Evans, nú 36 ára, endaði á að spila 30 leiki í öllum keppnum þó svo hann væri að glíma við meiðsli sjálfur. Evans var upprunalega fenginn inn sem fimmti kostur í miðvarðarstöðuna. Hvað leikinn sem fram fór í nótt varðar þá skoraði Höjlund eftir aðeins tíu mínútna leik en hann fór þá illa með vörn Arsenal og skoraði úr þröngu færi. Hann var hins vegar farinn meiddur af velli sex mínútum síðar. A proper no.9's finish 👌#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 Gabriel Jesus hafði jafnað metin áður en Yoro fór meiddur af velli þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Bæði lið gerðu urmul af skiptingum í hálfleik og síðari hálfleik en á endanum var það Gabriel Martinelli sem tryggði Skyttunum sigur með marki á 81. mínútu. Man United's newest signing Leny Yoro comes off with an injury against Arsenal. pic.twitter.com/djWD79rMik— ESPN FC (@ESPNFC) July 28, 2024 Lokatölur 2-1 en þar sem um var að ræða vináttuleik í Bandaríkjunum var eðlilega vítaspyrnu keppni að leik loknum, hana vann Man Utd 5-4. ℹ️ The boss has provided an injury update on @Leny_Yoro and Rasmus Hojlund.#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 „Það er auðvitað of stutt síðan til að segja til núna. Við þurfum að bíða, á næstu 24 tímunum ættum við að vita meira. Við förum mjög varlega, sérstaklega með Leny. Hann hafði aðeins verið með á helmingi æfinganna og er að sjálfsögðu mjög svekktur að þurfa koma af velli. En reynum að vera jákvæðir og sjá hvað gerist,“ sagði Ten Hag að leik loknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Á síðustu leiktíð átti Erik Ten Hag í stökustu vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Þá sérstaklega í öftustu línu en leikmenn á borð við Luke Shaw og Lisandro Martínez voru varla með alla leiktíðina þar sem þeir voru að glíma við ýmis meiðsli. Krísan var svo mikil að miðvörðurinn Jonny Evans, nú 36 ára, endaði á að spila 30 leiki í öllum keppnum þó svo hann væri að glíma við meiðsli sjálfur. Evans var upprunalega fenginn inn sem fimmti kostur í miðvarðarstöðuna. Hvað leikinn sem fram fór í nótt varðar þá skoraði Höjlund eftir aðeins tíu mínútna leik en hann fór þá illa með vörn Arsenal og skoraði úr þröngu færi. Hann var hins vegar farinn meiddur af velli sex mínútum síðar. A proper no.9's finish 👌#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 Gabriel Jesus hafði jafnað metin áður en Yoro fór meiddur af velli þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Bæði lið gerðu urmul af skiptingum í hálfleik og síðari hálfleik en á endanum var það Gabriel Martinelli sem tryggði Skyttunum sigur með marki á 81. mínútu. Man United's newest signing Leny Yoro comes off with an injury against Arsenal. pic.twitter.com/djWD79rMik— ESPN FC (@ESPNFC) July 28, 2024 Lokatölur 2-1 en þar sem um var að ræða vináttuleik í Bandaríkjunum var eðlilega vítaspyrnu keppni að leik loknum, hana vann Man Utd 5-4. ℹ️ The boss has provided an injury update on @Leny_Yoro and Rasmus Hojlund.#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 „Það er auðvitað of stutt síðan til að segja til núna. Við þurfum að bíða, á næstu 24 tímunum ættum við að vita meira. Við förum mjög varlega, sérstaklega með Leny. Hann hafði aðeins verið með á helmingi æfinganna og er að sjálfsögðu mjög svekktur að þurfa koma af velli. En reynum að vera jákvæðir og sjá hvað gerist,“ sagði Ten Hag að leik loknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira