Meiðslamartröð Man Utd heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2024 10:21 Byrjunarlið Manchester United í nótt. Manchester United Manchester United tapaði 2-1 gegn Arsenal er liðin mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum í nótt. Rasmus Höjlund kom Man United yfir áður en hann fór meiddur af velli. Leny Yoro, hinn nýi miðvörður Manchester-liðsins, fór einnig af velli meiddur. Á síðustu leiktíð átti Erik Ten Hag í stökustu vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Þá sérstaklega í öftustu línu en leikmenn á borð við Luke Shaw og Lisandro Martínez voru varla með alla leiktíðina þar sem þeir voru að glíma við ýmis meiðsli. Krísan var svo mikil að miðvörðurinn Jonny Evans, nú 36 ára, endaði á að spila 30 leiki í öllum keppnum þó svo hann væri að glíma við meiðsli sjálfur. Evans var upprunalega fenginn inn sem fimmti kostur í miðvarðarstöðuna. Hvað leikinn sem fram fór í nótt varðar þá skoraði Höjlund eftir aðeins tíu mínútna leik en hann fór þá illa með vörn Arsenal og skoraði úr þröngu færi. Hann var hins vegar farinn meiddur af velli sex mínútum síðar. A proper no.9's finish 👌#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 Gabriel Jesus hafði jafnað metin áður en Yoro fór meiddur af velli þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Bæði lið gerðu urmul af skiptingum í hálfleik og síðari hálfleik en á endanum var það Gabriel Martinelli sem tryggði Skyttunum sigur með marki á 81. mínútu. Man United's newest signing Leny Yoro comes off with an injury against Arsenal. pic.twitter.com/djWD79rMik— ESPN FC (@ESPNFC) July 28, 2024 Lokatölur 2-1 en þar sem um var að ræða vináttuleik í Bandaríkjunum var eðlilega vítaspyrnu keppni að leik loknum, hana vann Man Utd 5-4. ℹ️ The boss has provided an injury update on @Leny_Yoro and Rasmus Hojlund.#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 „Það er auðvitað of stutt síðan til að segja til núna. Við þurfum að bíða, á næstu 24 tímunum ættum við að vita meira. Við förum mjög varlega, sérstaklega með Leny. Hann hafði aðeins verið með á helmingi æfinganna og er að sjálfsögðu mjög svekktur að þurfa koma af velli. En reynum að vera jákvæðir og sjá hvað gerist,“ sagði Ten Hag að leik loknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Á síðustu leiktíð átti Erik Ten Hag í stökustu vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Þá sérstaklega í öftustu línu en leikmenn á borð við Luke Shaw og Lisandro Martínez voru varla með alla leiktíðina þar sem þeir voru að glíma við ýmis meiðsli. Krísan var svo mikil að miðvörðurinn Jonny Evans, nú 36 ára, endaði á að spila 30 leiki í öllum keppnum þó svo hann væri að glíma við meiðsli sjálfur. Evans var upprunalega fenginn inn sem fimmti kostur í miðvarðarstöðuna. Hvað leikinn sem fram fór í nótt varðar þá skoraði Höjlund eftir aðeins tíu mínútna leik en hann fór þá illa með vörn Arsenal og skoraði úr þröngu færi. Hann var hins vegar farinn meiddur af velli sex mínútum síðar. A proper no.9's finish 👌#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 Gabriel Jesus hafði jafnað metin áður en Yoro fór meiddur af velli þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Bæði lið gerðu urmul af skiptingum í hálfleik og síðari hálfleik en á endanum var það Gabriel Martinelli sem tryggði Skyttunum sigur með marki á 81. mínútu. Man United's newest signing Leny Yoro comes off with an injury against Arsenal. pic.twitter.com/djWD79rMik— ESPN FC (@ESPNFC) July 28, 2024 Lokatölur 2-1 en þar sem um var að ræða vináttuleik í Bandaríkjunum var eðlilega vítaspyrnu keppni að leik loknum, hana vann Man Utd 5-4. ℹ️ The boss has provided an injury update on @Leny_Yoro and Rasmus Hojlund.#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 „Það er auðvitað of stutt síðan til að segja til núna. Við þurfum að bíða, á næstu 24 tímunum ættum við að vita meira. Við förum mjög varlega, sérstaklega með Leny. Hann hafði aðeins verið með á helmingi æfinganna og er að sjálfsögðu mjög svekktur að þurfa koma af velli. En reynum að vera jákvæðir og sjá hvað gerist,“ sagði Ten Hag að leik loknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira