Ferðast rúmlega einn hring í kringum hnöttinn í æfingaleiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júlí 2024 13:00 Tottenham og Newcastle mættust í sýningaleik í Ástralíu þremur dögum eftir síðasta tímabil. Robert Cianflone/Getty Images Þessa stundina búa félög í ensku úrvalsdeildinni sig undir komandi tímabil. Gríðarlegur munur er á liðunum sem ferðast mest í æfingaleiki og þeim sem ferðast minnst. Þau lið sem ferðast mest til að spila æfingaleiki fljúga vegalengdir sem samsvara vel rúmlega einum hring í kringum hnöttinn. Tíu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa flogið til Bandaríkjanna og þrjú ferðuðust til Austurlanda fjær. Þau sjö lið sem eftir eru hafa hins vegar haldið sig í Evrópu, eða innan Bretlandseyja. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman ferðalög liðanna. Þar kemur fram að á þessu undirbúningstímabili muni Manchester United fljúga mest, eða tæplega 21.000 kílómetra, til Noregs, Skotlands og Bandaríkjanna. Þar á eftir koma Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham, sem bæði munu fljúga í kringum 20.000 kílómetra. Pre-season destination 1️⃣: Trondheim 🇳🇴✨#MUFC pic.twitter.com/hxVFkavCwe— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2024 Everton er hins vegar það lið í ensku úrvalsdeildinni sem mun fljúga hvað minnst. Liðið þarf ekki að ferðast langt í sinn eina leik utan Bretlands, sem fer fram á Írlandi. Þá hafa nokkur félög skipulagt leiki gegn utandeildarliðum í nágrenni sínu. Slíkt dregur vissulega úr kolefnislosun, ásamt því að veita minni liðum aukið fjármagn. Southampton mun til að mynda spila gegn Eistleigh, West Ham leikur gegn Dagenham, Aston Villa mætir Walsall og Crystal Palace spilar gegn Crawley. Ef við tökum allt saman eru það hins vegar Tottenham og Newcastle sem fljúga hvað lengstu vegalengdirnar. Liðin mættust í sýningarleik í Ástralíu - leik sem Alan Shearer lýsti sem „geðveiki“ - aðeins þremur dögum eftir síðasta tímabil og bæði félög fljúga því samtals tæplega 50.000 kílómetra. Til samanburðar er ummál jarðar rúmir 40.000 kílómetrar. Bæði Newcastle og Tottenham hafa það yfirlýsta markmið að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 og að vera kolefnishlutlaus tíu árum síðar. Kolefnishlutleysi krefst þess að félögin minnki og fjarlægi alla „ónauðsynlega losun“ og því spyrja sig kannski margir hvort öll þessi ferðalög séu nauðsynleg. Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Sjá meira
Þau lið sem ferðast mest til að spila æfingaleiki fljúga vegalengdir sem samsvara vel rúmlega einum hring í kringum hnöttinn. Tíu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa flogið til Bandaríkjanna og þrjú ferðuðust til Austurlanda fjær. Þau sjö lið sem eftir eru hafa hins vegar haldið sig í Evrópu, eða innan Bretlandseyja. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman ferðalög liðanna. Þar kemur fram að á þessu undirbúningstímabili muni Manchester United fljúga mest, eða tæplega 21.000 kílómetra, til Noregs, Skotlands og Bandaríkjanna. Þar á eftir koma Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham, sem bæði munu fljúga í kringum 20.000 kílómetra. Pre-season destination 1️⃣: Trondheim 🇳🇴✨#MUFC pic.twitter.com/hxVFkavCwe— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2024 Everton er hins vegar það lið í ensku úrvalsdeildinni sem mun fljúga hvað minnst. Liðið þarf ekki að ferðast langt í sinn eina leik utan Bretlands, sem fer fram á Írlandi. Þá hafa nokkur félög skipulagt leiki gegn utandeildarliðum í nágrenni sínu. Slíkt dregur vissulega úr kolefnislosun, ásamt því að veita minni liðum aukið fjármagn. Southampton mun til að mynda spila gegn Eistleigh, West Ham leikur gegn Dagenham, Aston Villa mætir Walsall og Crystal Palace spilar gegn Crawley. Ef við tökum allt saman eru það hins vegar Tottenham og Newcastle sem fljúga hvað lengstu vegalengdirnar. Liðin mættust í sýningarleik í Ástralíu - leik sem Alan Shearer lýsti sem „geðveiki“ - aðeins þremur dögum eftir síðasta tímabil og bæði félög fljúga því samtals tæplega 50.000 kílómetra. Til samanburðar er ummál jarðar rúmir 40.000 kílómetrar. Bæði Newcastle og Tottenham hafa það yfirlýsta markmið að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 og að vera kolefnishlutlaus tíu árum síðar. Kolefnishlutleysi krefst þess að félögin minnki og fjarlægi alla „ónauðsynlega losun“ og því spyrja sig kannski margir hvort öll þessi ferðalög séu nauðsynleg.
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Sjá meira