Dæmi um fimmtíu prósenta hækkun á matvöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2024 12:11 Neytendur eru farnir að finna fyrir hækkun á matarverði hér á landi. Vísir/Vilhelm Verðlag á matvöru hefur tekið að hækka hratt, um 0,65% milli mánaða eða 9,2% á ársgrundvelli, samkvæmt nýjustu mælingum verðlagseftirlits ASÍ. Mest verðhækkun er í Kjörbúðinni og Nettó þar sem verð á grænum baunum hækkar um 30 prósent. Þá rýkur sellerí upp í verði hjá Krónunni. Hækkanirnar eru mestar í verslunum Samkaupa; Kjörbúðinni, Nettó og Krambúðinni. Verðlag lækkar í Heimkaupum, einni verslana. Aðrar verslanir eru á svipuðu róli og í fyrri mánuðum. Margt hækkar mikið Hækkanir mánaðarins ná yfir marga vöruflokka. Í fyrri mánuðum hefur verð á súkkulaði til dæmis hækkað sérlega mikið, en nú er hækkunin komin inn í aðalréttinn - ferskvöru, niðursoðið grænmeti og þvíumlíkt. Til dæmis má nefna: Bonduelle grænar baunir hafa hækkað um 30% í Nettó, úr 299 í 389kr. Þær hækka um 20% í Krónunni. Bonduelle smágulrætur hækka um 29% og belgbaunir um 20% í Nettó. Ora grænar baunir hækka um 12% í Nettó en um 2,6% í Bónus og Krónunni. Frá maí hafa Ora sneiddir sveppir í dós hækkað um 12% í Nettó, 14% í Krambúðinni og 20% í Kjörbúðinni. Pottagaldra karrý hækkar um 5,7% í Nettó og um 4,2% í Bónus og Krónunni. Pottagaldra kúmín hækkar um 12% í Krónunni, 10% í Hagkaup og 6,4% í Nettó. Sellerí hækkar um 54% í Krónunni, 23% í Hagkaup og 9,1% í Nettó. Bökunarkartöflur hækka um 20% í Krónunni. Pfanner ACE safi hækkar um 33-5% í Kjörbúðinni, Krambúðinni og Nettó, 4,2% í Bónus og 3,6% í Hagkaup. G-mjólk, lítil ferna, hækkar um 9,6% í Kjörbúðinni og 5,9% í Nettó en stendur í stað í Heimkaupum, Hagkaup, Bónus og Krónunni. MS Nýmjólk hækkar um 1% í Kjörbúðinni og Nettó en stendur í stað í Heimkaupum, Hagkaup, Bónus og Krónunni. Vörur frá Freyju hafa einnig hækkað milli mánaða, og feta þar í spor annarra súkkulaðiframleiðenda. Eins og verðagseftirlitið greindi frá í lok mars höfðu Nói Síríus og Góa-Linda þá hækkað verð sín en Freyja ekki. Nú hafa vörur Freyju hækkað líka, til dæmis hækkar verð súkkulaðiplötu með Djúpum um 16% í Nettó, 14% í Krónunni og 11% í Hagkaup. Stór Freyju Rís hækkar um 22% í Bónus, 21% í Krónunni, 20% í Nettó og 11% í Hagkaup. Frá undirritun kjarasamninga Verðlag í matvöruverslunum hefur hækkað um 1,45% frá undirritun kjarasamninga, sem jafngildir 4,0% á ársgrundvelli. Um helmingur hækkunarinnar hefur orðið á undanförnum vikum og skorðast kippurinn að miklu leyti við verslanir Samkaupa. Þegar stærstu fjórar verslanir landsins eru skoðaðar sést að hækkunartaktur verðlags í Bónus, Krónunni og Hagkaup hefur verið á bilinu 0-0,6% á mánuði, og sama gilti um Nettó þar til nú. Þegar fleiri verslanir eru skoðaðar má sjá eftirfarandi mynstur; verðlag í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni hefur hækkað hraðast undanfarnar vikur, en það hefur lækkað í Heimkaupum. Aðrar búðir eru á svipuðu róli og undanfarna mánuði. Á grafinu eru verslanir Samkaupa merktar með bláu, Heimkaup með rauðu og aðrar með svörtu. Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðuð meðalverð sérhverrar vöru yfir mánuðinn (eða 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga) og borin saman við meðalverð mánuðarins á undan. Breytingar eru svo vegnar útfrá mikilvægi vöruflokka. Fjöldi samanburða í hverjum mánuði er um eða yfir 20.000 vörutegundir. Kjaramál Verðlag Matvöruverslun Verslun Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Hækkanirnar eru mestar í verslunum Samkaupa; Kjörbúðinni, Nettó og Krambúðinni. Verðlag lækkar í Heimkaupum, einni verslana. Aðrar verslanir eru á svipuðu róli og í fyrri mánuðum. Margt hækkar mikið Hækkanir mánaðarins ná yfir marga vöruflokka. Í fyrri mánuðum hefur verð á súkkulaði til dæmis hækkað sérlega mikið, en nú er hækkunin komin inn í aðalréttinn - ferskvöru, niðursoðið grænmeti og þvíumlíkt. Til dæmis má nefna: Bonduelle grænar baunir hafa hækkað um 30% í Nettó, úr 299 í 389kr. Þær hækka um 20% í Krónunni. Bonduelle smágulrætur hækka um 29% og belgbaunir um 20% í Nettó. Ora grænar baunir hækka um 12% í Nettó en um 2,6% í Bónus og Krónunni. Frá maí hafa Ora sneiddir sveppir í dós hækkað um 12% í Nettó, 14% í Krambúðinni og 20% í Kjörbúðinni. Pottagaldra karrý hækkar um 5,7% í Nettó og um 4,2% í Bónus og Krónunni. Pottagaldra kúmín hækkar um 12% í Krónunni, 10% í Hagkaup og 6,4% í Nettó. Sellerí hækkar um 54% í Krónunni, 23% í Hagkaup og 9,1% í Nettó. Bökunarkartöflur hækka um 20% í Krónunni. Pfanner ACE safi hækkar um 33-5% í Kjörbúðinni, Krambúðinni og Nettó, 4,2% í Bónus og 3,6% í Hagkaup. G-mjólk, lítil ferna, hækkar um 9,6% í Kjörbúðinni og 5,9% í Nettó en stendur í stað í Heimkaupum, Hagkaup, Bónus og Krónunni. MS Nýmjólk hækkar um 1% í Kjörbúðinni og Nettó en stendur í stað í Heimkaupum, Hagkaup, Bónus og Krónunni. Vörur frá Freyju hafa einnig hækkað milli mánaða, og feta þar í spor annarra súkkulaðiframleiðenda. Eins og verðagseftirlitið greindi frá í lok mars höfðu Nói Síríus og Góa-Linda þá hækkað verð sín en Freyja ekki. Nú hafa vörur Freyju hækkað líka, til dæmis hækkar verð súkkulaðiplötu með Djúpum um 16% í Nettó, 14% í Krónunni og 11% í Hagkaup. Stór Freyju Rís hækkar um 22% í Bónus, 21% í Krónunni, 20% í Nettó og 11% í Hagkaup. Frá undirritun kjarasamninga Verðlag í matvöruverslunum hefur hækkað um 1,45% frá undirritun kjarasamninga, sem jafngildir 4,0% á ársgrundvelli. Um helmingur hækkunarinnar hefur orðið á undanförnum vikum og skorðast kippurinn að miklu leyti við verslanir Samkaupa. Þegar stærstu fjórar verslanir landsins eru skoðaðar sést að hækkunartaktur verðlags í Bónus, Krónunni og Hagkaup hefur verið á bilinu 0-0,6% á mánuði, og sama gilti um Nettó þar til nú. Þegar fleiri verslanir eru skoðaðar má sjá eftirfarandi mynstur; verðlag í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni hefur hækkað hraðast undanfarnar vikur, en það hefur lækkað í Heimkaupum. Aðrar búðir eru á svipuðu róli og undanfarna mánuði. Á grafinu eru verslanir Samkaupa merktar með bláu, Heimkaup með rauðu og aðrar með svörtu. Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðuð meðalverð sérhverrar vöru yfir mánuðinn (eða 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga) og borin saman við meðalverð mánuðarins á undan. Breytingar eru svo vegnar útfrá mikilvægi vöruflokka. Fjöldi samanburða í hverjum mánuði er um eða yfir 20.000 vörutegundir.
Kjaramál Verðlag Matvöruverslun Verslun Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira