Eyþór fyllir í skarð Rósu hjá Heimum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2024 10:07 Eyþór hefur störf þann 1. september. Heimar Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi. Fasteignafélagið breytti um nafn í maí en það hét áður Reginn. Rósa Guðmundsdóttir, fráfarandi fjármálastjóri Heima hf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Rósa hefur gegnt starfi fjármálastjóra Heima hf. frá árinu 2021 og átt drjúgan þátt í farsælli uppbyggingu félagsins. Rósa Guðmundsdóttir er hætt hjá Heimum eftir tæplega þriggja ára starf. Þar áður starfaði hún í hálfan annan áratug hjá Íslandsbanka. Eyþór hefur starfað hjá Heimum frá árinu 2014. Hann er með meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun (Macc) frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Eyþór lokið B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði og sveinsprófi í húsasmíði. „Eyþór hefur verið í lykilhlutverki innan félagsins síðustu ár þar sem hann hefur leitt greiningar og mat á innri og ytri fjárfestingaverkefnum félagsins, átt þátt í stefnumótun Heima og hefur komið með virkum hætti að undirbúningi og miðlun fjárhagslegra uppgjöra félagsins,“ segir í tilkynningu frá Heimum. Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, þakkar Rósu kærlega fyrir samstarfið og framúrskarandi framlag til uppbyggingar Heima. „Það verður eftirsjá af henni og við óskum henni velfarnaðar í sínum framtíðarstörfum. Að sama skapi erum við afar ánægð með að fá Eyþór í nýtt hlutverk innan félagsins. Hann hefur verið lykilmaður hjá stjórnendateymi félagsins þar sem hann hefur komið að öllum stærri fjárfestingarverkefnum okkar síðustu ár og hefur leitt miðlun upplýsinga um þau til helstu haghafa. Hann er afar sterkur fjármálamaður en nýtur þess einnig að hafa breiðan bakgrunn með menntun í byggingaverkfræði og sveinspróf í húsasmíði. Það eru fáir sem búa yfir jafn mikilli innsýn og reynslu á þessum markaði og ég hlakka til að vinna með honum í nýju hlutverki,“ segir Halldór Benjamín. Meðal eigna Heima eru Smáralind, Hafnartorg, Höfðatorg, Garðatorg, Egilshöll og Borgarhöfðinn. „Heimar eru leiðandi fasteignafélag á Íslandi. Áhersla félagsins er á þétta kjarna þar sem fólk getur lifað, leikið og starfað. Fjölbreytt eignasafn Heima er innan eftirsóttra borgarkjarna með aðlaðandi umhverfi og blöndu af atvinnustarfsemi, þjónustu, búsetu og afþreyingu,“ segir í tilkynningu. Félagið hafi markað sér stefnu um skýra aðgreiningu á markaði og sæki nú fram undir nýju nafni og merki Heima. Vistaskipti Heimar fasteignafélag Kauphöllin Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Fleiri fréttir „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Sjá meira
Rósa Guðmundsdóttir, fráfarandi fjármálastjóri Heima hf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Rósa hefur gegnt starfi fjármálastjóra Heima hf. frá árinu 2021 og átt drjúgan þátt í farsælli uppbyggingu félagsins. Rósa Guðmundsdóttir er hætt hjá Heimum eftir tæplega þriggja ára starf. Þar áður starfaði hún í hálfan annan áratug hjá Íslandsbanka. Eyþór hefur starfað hjá Heimum frá árinu 2014. Hann er með meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun (Macc) frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Eyþór lokið B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði og sveinsprófi í húsasmíði. „Eyþór hefur verið í lykilhlutverki innan félagsins síðustu ár þar sem hann hefur leitt greiningar og mat á innri og ytri fjárfestingaverkefnum félagsins, átt þátt í stefnumótun Heima og hefur komið með virkum hætti að undirbúningi og miðlun fjárhagslegra uppgjöra félagsins,“ segir í tilkynningu frá Heimum. Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, þakkar Rósu kærlega fyrir samstarfið og framúrskarandi framlag til uppbyggingar Heima. „Það verður eftirsjá af henni og við óskum henni velfarnaðar í sínum framtíðarstörfum. Að sama skapi erum við afar ánægð með að fá Eyþór í nýtt hlutverk innan félagsins. Hann hefur verið lykilmaður hjá stjórnendateymi félagsins þar sem hann hefur komið að öllum stærri fjárfestingarverkefnum okkar síðustu ár og hefur leitt miðlun upplýsinga um þau til helstu haghafa. Hann er afar sterkur fjármálamaður en nýtur þess einnig að hafa breiðan bakgrunn með menntun í byggingaverkfræði og sveinspróf í húsasmíði. Það eru fáir sem búa yfir jafn mikilli innsýn og reynslu á þessum markaði og ég hlakka til að vinna með honum í nýju hlutverki,“ segir Halldór Benjamín. Meðal eigna Heima eru Smáralind, Hafnartorg, Höfðatorg, Garðatorg, Egilshöll og Borgarhöfðinn. „Heimar eru leiðandi fasteignafélag á Íslandi. Áhersla félagsins er á þétta kjarna þar sem fólk getur lifað, leikið og starfað. Fjölbreytt eignasafn Heima er innan eftirsóttra borgarkjarna með aðlaðandi umhverfi og blöndu af atvinnustarfsemi, þjónustu, búsetu og afþreyingu,“ segir í tilkynningu. Félagið hafi markað sér stefnu um skýra aðgreiningu á markaði og sæki nú fram undir nýju nafni og merki Heima.
Vistaskipti Heimar fasteignafélag Kauphöllin Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Fleiri fréttir „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Sjá meira