Ætlar að þagga niður í þeim sem segja ljóta hluti um sig á veraldarvefnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2024 22:45 Beto stefnir á að gera betur á komandi leiktíð. Stu Forster/Getty Images Beto, framherji Everton, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann ætlar sér að þagga niður í þeim sem hata og er með skjáskot af hinum ýmsu ummælum á netinu til að hvetja sig áfram. Hinn 26 ára gamli Beto gekk í raðir Everton sumarið 2023 eftir að hafa skorað 10 mörk fyrir Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið áður. Hann skoraði aðeins fimm mörk í öllum keppnum fyrir Everton og viðurkennir að hann hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar. „Við þurfum að skilja eitt, fótbolti er einfaldur,“ sagði Beto í viðtali við BBC Sport er hann var spurður hvort hann notaði gagnrýni á samfélagsmiðlum sem bensín í að bæta sig. Everton striker Beto says he needs to "have haters" for motivation💪#BBCFootball pic.twitter.com/Gap7vFdf1J— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 „Við spilum fótbolta að atvinnu á meðan þau eru að vinna átta eða tólf tíma vaktir og samt koma þau (á leikina). Það eru ekki allir að fara elska þig og ekki allir í þessu lífi munu hata þig. Það er allt í lagi mín vegna.“ „Stundum les ég ummæli um mig þegar ég spila illa eða klúðraði góðu færi. Þau blóta mér fyrir að klúðra færum en mér finnst það allt í lagi. Ég mun þagga niður í þessu fólki.“ „Ég tek þessu persónulega. Þegar ég mæti á æfingu daginn eftir eða vikuna eftir þá man ég eftir ummælunum og hugsa með mér „þessi einstaklingur fær ekki að segja svona hluti um mig aftur.“ Svo held ég áfram,“ sagði Beto að endingu. Beto tók þátt í 37 leikjum á síðustu leiktíð, þar af voru 27 þar sem hann kom inn af bekknum. Hann vonast til að spila meira á komandi leiktíð en Dominic Calvert-Lewin, aðalframherji Everton, hefur verið orðaður við Newcastle United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Beto gekk í raðir Everton sumarið 2023 eftir að hafa skorað 10 mörk fyrir Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið áður. Hann skoraði aðeins fimm mörk í öllum keppnum fyrir Everton og viðurkennir að hann hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar. „Við þurfum að skilja eitt, fótbolti er einfaldur,“ sagði Beto í viðtali við BBC Sport er hann var spurður hvort hann notaði gagnrýni á samfélagsmiðlum sem bensín í að bæta sig. Everton striker Beto says he needs to "have haters" for motivation💪#BBCFootball pic.twitter.com/Gap7vFdf1J— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 „Við spilum fótbolta að atvinnu á meðan þau eru að vinna átta eða tólf tíma vaktir og samt koma þau (á leikina). Það eru ekki allir að fara elska þig og ekki allir í þessu lífi munu hata þig. Það er allt í lagi mín vegna.“ „Stundum les ég ummæli um mig þegar ég spila illa eða klúðraði góðu færi. Þau blóta mér fyrir að klúðra færum en mér finnst það allt í lagi. Ég mun þagga niður í þessu fólki.“ „Ég tek þessu persónulega. Þegar ég mæti á æfingu daginn eftir eða vikuna eftir þá man ég eftir ummælunum og hugsa með mér „þessi einstaklingur fær ekki að segja svona hluti um mig aftur.“ Svo held ég áfram,“ sagði Beto að endingu. Beto tók þátt í 37 leikjum á síðustu leiktíð, þar af voru 27 þar sem hann kom inn af bekknum. Hann vonast til að spila meira á komandi leiktíð en Dominic Calvert-Lewin, aðalframherji Everton, hefur verið orðaður við Newcastle United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira