Sá leikjahæsti tekur skóna óvænt fram á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2024 23:31 Gareth Barry í einum af sínum 653 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/getty images Hinn 43 ára gamli Gareth Barry hefur óvænt tekið fram skóna á nýjan leik og mun spila með áhugamannaliðinu Hurstpierpoint á komandi leiktíð. Um er að ræða lið sem spilar í 11. deild enska deildarkerfisins. Miðjumaðurinn Barry er áhugafólki um enska knattspyrnu vel kunnugur en ferill hans spannar 22 ár. Lék hann með Aston Villa, Manchester City, Everton og West Bromwich Albion. Ásamt því að leika 53 A-landsleiki fyrir England þá er hann leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 653 leiki. Fyrr í dag tilkynnti áhugamannaliðið Hurstpierpoint FC að Barry hefði tekið skóna af hillunni og væri orðinn leikmaður liðsins. Um er að ræða lið frá samnefndum bæ ekki langt frá Lundúnum. Liðið er leikur í svokallaðri héraðsdeild sem er hluti af 11. deild enska deildarkerfisins. Barry hefur haldið sér við og virkar í hörku standi og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Það er ekki búist við því að hann verði mikið með á undirbúningstímabilinu en forráðamenn félagsins reikna með að Barry spili sinn fyrsta leik í september. ✍️ BARRY IS A BLUEDOG! 🔵🐶We are beyond delighted to announce that former-England international and all-time Premier League record appearance holder, Gareth Barry, has signed for Hurstpierpoint Football Club. pic.twitter.com/cMsrJcmm4o— Hurstpierpoint FC (@hurstpierpoint1) July 22, 2024 „Hann kom á æfingu og elskaði okkur. Ég held að hann verði ekki með okkur í hverri viku en þetta eru frábær félagaskipti fyrir okkur og hann mun stækka prófílinn okkar,“ sagði Dudley Christensen, framkvæmdastjóri aðalliðsins sem og formaður félagsins. „Hann má gera það sem hann vill og spilar þar sem honum sýnist en ég býst við að hann spili í stöðu varnartengiliðs og verndi vörnina,“ bætti Dudley við. Barry kemur til félagsins í gegnum Michael Standing, fyrrverandi umboðsmanns síns. Sá er í dag þjálfari Hurstpierpoint FC. „Gareth er tengdur félaginu þökk sé góðum vini sínum og þjálfara liðsins, Michael Standing, svo það var borðliggjandi að fá hann til liðs við félagið. Gæði hans á æfingum hafa verið hreint út sagt ótrúleg og við gætum vart verið spenntari að sjá hann klæðast treyjunni á Fairfield-vellinum síðar á tímabilinu,“ segir í tilkynningu félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Miðjumaðurinn Barry er áhugafólki um enska knattspyrnu vel kunnugur en ferill hans spannar 22 ár. Lék hann með Aston Villa, Manchester City, Everton og West Bromwich Albion. Ásamt því að leika 53 A-landsleiki fyrir England þá er hann leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 653 leiki. Fyrr í dag tilkynnti áhugamannaliðið Hurstpierpoint FC að Barry hefði tekið skóna af hillunni og væri orðinn leikmaður liðsins. Um er að ræða lið frá samnefndum bæ ekki langt frá Lundúnum. Liðið er leikur í svokallaðri héraðsdeild sem er hluti af 11. deild enska deildarkerfisins. Barry hefur haldið sér við og virkar í hörku standi og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Það er ekki búist við því að hann verði mikið með á undirbúningstímabilinu en forráðamenn félagsins reikna með að Barry spili sinn fyrsta leik í september. ✍️ BARRY IS A BLUEDOG! 🔵🐶We are beyond delighted to announce that former-England international and all-time Premier League record appearance holder, Gareth Barry, has signed for Hurstpierpoint Football Club. pic.twitter.com/cMsrJcmm4o— Hurstpierpoint FC (@hurstpierpoint1) July 22, 2024 „Hann kom á æfingu og elskaði okkur. Ég held að hann verði ekki með okkur í hverri viku en þetta eru frábær félagaskipti fyrir okkur og hann mun stækka prófílinn okkar,“ sagði Dudley Christensen, framkvæmdastjóri aðalliðsins sem og formaður félagsins. „Hann má gera það sem hann vill og spilar þar sem honum sýnist en ég býst við að hann spili í stöðu varnartengiliðs og verndi vörnina,“ bætti Dudley við. Barry kemur til félagsins í gegnum Michael Standing, fyrrverandi umboðsmanns síns. Sá er í dag þjálfari Hurstpierpoint FC. „Gareth er tengdur félaginu þökk sé góðum vini sínum og þjálfara liðsins, Michael Standing, svo það var borðliggjandi að fá hann til liðs við félagið. Gæði hans á æfingum hafa verið hreint út sagt ótrúleg og við gætum vart verið spenntari að sjá hann klæðast treyjunni á Fairfield-vellinum síðar á tímabilinu,“ segir í tilkynningu félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira