Kaupin hafa legið í loftinu í dágóða stund en þessi orkumiklu miðjumaður á eflaust að leysa Douglas Luiz af hólmi en sá var seldur til Juventus á dögunum.
Villa, sem spilar í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð, hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum en hinn 22 ára gamli Onana er áttundi leikmaðurinn sem Villa fær til sín í sumar.
Á dögunum keypti félagið Jadon Philogene frá Hull City en þar áður höfðu Ian Maatsen (Chelsea), Ross Barkley (Luton Town), Cameron Archer (Sheffield United) Samuel Iling-Junior, Enzo Barranechea (báðir Juventus) og Lewis Dobbin (Everton). Þá er Leander Dendoncker snúinn aftur en hann var á láni hjá Napolí.
The newest addition. 🫡 pic.twitter.com/xfJWLiGksu
— Aston Villa (@AVFCOfficial) July 22, 2024
Luiz er sem stendur eini leikmaðurinn sem hefur yfirgefið herbúðir Villa en talið er næsta víst að framherjinn Moussa Diaby sé á leið til Sádi-Arabíu.
Villa hefur tímabilið 2024-25 með heimsókn á Leikvangi Lundúna, heimavelli Hamranna í West Ham United.