Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar, þar sem búist er við 8-15 m/s með rigningu á norðanverðu landinu. Hvassast verði og úrkomumest á mið-Norðurlandi, en hægari og lengst af þurrt syðra.
Suðvestan er spáð 8-15 m/s seinipartinn og rigning eða súld með köflum. Hvassast verði norðaustanlands, en heldur hægari og léttir smám saman til eystra. Hita er spáð 8 til 16 stig, hlýjast suðaustan og austantil.
Á morgun er spáð suðvestan 5-10 m/s, vætu á köflum um landið sunnan- og vestanvert, en léttskýjað fyrir austan. Hiti geti farið upp í 20 stig, hlýjast á Austurlandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestan 5-13 m/s, hvassast með suðausturströndinni. Súld eða rigning með köflum, en víða bjartviðri austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 3-10 m/s og vætusamt víða á landinu, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á fimmtudag og föstudag:
Hæg breytileg átt með skúrum í flestum landshlutum, einkum síðdegis. Fremur hlýtt í veðri.
Á laugardag:
Mild suðlæg eða breytileg átt með vætu á víð og dreif, en rigning vestantil um kvöldið.
Á sunnudag:
Útlit fyrir sunnanátt með rigningu, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti breytist lítið.