Skógur á Snæfellsnesi undirlagður salernispappír Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 09:29 Klósettpappír hvert sem litið er í Hofsstaðaskógi á Snæfellsnesi. Vísir/vilhelm Sá hvimleiði siður margra ferðamanna, að ganga örna sinna úti í náttúrunni með tilheyrandi sóðaskap, verður aldrei upprættur, að mati leiðsögumanns. Skógur á Snæfellsnesi hefur verið undirlagður salernispappír í sumar. Vilji maður komast á klósett á ferðum sínum um landið eru bensínstöðvar nær eini kosturinn sem hægt er að ganga að vísum. En þeirra nýtur ekki alltaf við og þá leita menn gjarnan inn í næsta rjóður. Staðan var til að mynda slæm í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi, rétt við þjóðveginn, þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði fyrr í sumar. Klósettpappír hvert sem litið er, innan um trén og úti á göngustíg. Greinileg vísbending um að ferðalangar létti þarna á sér í ró og næði á ferð sinni um svæðið - og taki ekki endilega til eftir sig. Staðan í skóginum var sýnd í fréttum Stöðvar 2. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands segir félagið meðvitað um vandann, hann sé þekktur í skógum landsins. Sérstakt hreinsunarteymi sé væntanlegt í Hofsstaðaskóg, þar sem klósettpappírinn verði væntanlega einnig hirtur. Örn Árnason, leiðsögumaður og leikari, þekkir vandamálið einnig vel. „Það er voða ljótt að sjá þetta og skynsamlegast væri náttúrulega að framleiða grænan pappír, sem félli betur inn í umhverfið,“ segir Örn léttur í bragði. Vandi sem aldrei verður upprættur Örn segir ljóst að margir tími ekki að greiða fyrir aðgengi að salerni og láti því vaða utandyra. Og þegar náttúran kallar fjarri salerni sé auðvitað ekki að spyrja að leikslokum. „Fjárréttir eru mjög vinsælar, ég hef tekið eftir því, ekki fyrir neðan hana heldur fyrir ofan hana. Það er mjög algengt.“ Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem salernishegðun ferðamanna ratar í fjölmiðla eins og rifjað er upp í kvöldfréttinni hér fyrir ofan. Vandinn er áratugagamall, að sögn Arnar, og þó að gerður yrði skurkur í uppsetningu almenningssalerna á landinu hefði það lítið upp á sig. „Það held ég að sé alveg ómögulegt. Ég held að þetta sé vandi sem við náum aldrei að eyða. Fólk bara, ég ætla ekki að viðhafa einhver ósmekkleg orð, en það lætur það gossa þegar það finnur að það þarf að fara. En ef það gæti gengið frá því þannig að það liggi ekki eins og hráviði út um allt, það væri auðvitað miklu skárra.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Vilji maður komast á klósett á ferðum sínum um landið eru bensínstöðvar nær eini kosturinn sem hægt er að ganga að vísum. En þeirra nýtur ekki alltaf við og þá leita menn gjarnan inn í næsta rjóður. Staðan var til að mynda slæm í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi, rétt við þjóðveginn, þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði fyrr í sumar. Klósettpappír hvert sem litið er, innan um trén og úti á göngustíg. Greinileg vísbending um að ferðalangar létti þarna á sér í ró og næði á ferð sinni um svæðið - og taki ekki endilega til eftir sig. Staðan í skóginum var sýnd í fréttum Stöðvar 2. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands segir félagið meðvitað um vandann, hann sé þekktur í skógum landsins. Sérstakt hreinsunarteymi sé væntanlegt í Hofsstaðaskóg, þar sem klósettpappírinn verði væntanlega einnig hirtur. Örn Árnason, leiðsögumaður og leikari, þekkir vandamálið einnig vel. „Það er voða ljótt að sjá þetta og skynsamlegast væri náttúrulega að framleiða grænan pappír, sem félli betur inn í umhverfið,“ segir Örn léttur í bragði. Vandi sem aldrei verður upprættur Örn segir ljóst að margir tími ekki að greiða fyrir aðgengi að salerni og láti því vaða utandyra. Og þegar náttúran kallar fjarri salerni sé auðvitað ekki að spyrja að leikslokum. „Fjárréttir eru mjög vinsælar, ég hef tekið eftir því, ekki fyrir neðan hana heldur fyrir ofan hana. Það er mjög algengt.“ Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem salernishegðun ferðamanna ratar í fjölmiðla eins og rifjað er upp í kvöldfréttinni hér fyrir ofan. Vandinn er áratugagamall, að sögn Arnar, og þó að gerður yrði skurkur í uppsetningu almenningssalerna á landinu hefði það lítið upp á sig. „Það held ég að sé alveg ómögulegt. Ég held að þetta sé vandi sem við náum aldrei að eyða. Fólk bara, ég ætla ekki að viðhafa einhver ósmekkleg orð, en það lætur það gossa þegar það finnur að það þarf að fara. En ef það gæti gengið frá því þannig að það liggi ekki eins og hráviði út um allt, það væri auðvitað miklu skárra.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30
Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40
Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu