Komið að endalokum eftir 25 ár Máni Snær Þorláksson og Eiður Þór Árnason skrifa 20. júlí 2024 21:58 Það var góð stemning á síðustu Lunga hátíðinni. Vísir Listahátíðin Lunga fer nú fram á Seyðisfirði í síðasta sinn eftir tuttugu og fimm ára farsæla sögu. Skipuleggjendur segja tímamótin einkennast af trega og gleði í bland. Lokakvöld hátíðarinnar fer nú í hönd, þar sem haldnir eru stórtónleikar í tilefni endalokanna. Líf og fjör var á Seyðisfirði síðdegis og hátíðargestir greinilega spenntir fyrir kvöldinu. „Þetta er fyrsta skiptið mitt. Ég hef alltaf ætlað að koma og alltaf langað að prófa að koma og ákveð að núna þar sem þetta er seinasta skiptið þá verð ég að nýta tækifærið til að gera það,“ segir Birta Björg Heiðarsdóttir, gestur á hátíðinni. Gunnar Ingi Jones húðflúrari er búinn að vera á Seyðisfirði í tæplega viku og hefur verið önnum kafinn við það að húðflúra fólk. „Já, það er búið að vera alveg nóg að gera. Þetta eru búnir að vera langir dagar, yfirleitt mætt svona kannski tíu á morgnanna og erum að slefa heim svona ellefu, tólf á kvöldin. Þetta er bara búið að vera mjög næs.“ Birta Björg hefði viljað koma aftur á Lunga á næsta ári ætti hún þess kost og dvelja alla vikuna á Seyðisfirði. „Af því að ég kom hérna í gær og það var geðveikt mikið af skemmtilegu í boði. Ég hefði alveg verið til í að prófa meira og sjá meira.“ Leggur til að Punga taki við Gunnar Ingi segir skemmtilegt að koma einu sinni á Lunga og fá að húðflúra fólk áður en hún hættir. „En vissulega mjög leiðinlegt. Kemur ekki bara eitthvað nýtt eftir þetta? Punga?“ Kristín Sesselja Einarsdóttir tónlistarkona er hluti af stórum hópi listafólks sem fram kemur á hátíðinni í ár. Hún hefur áður komið á Lunga, árið 2019, en þá kom hún til að læra. „Ég var búin að vera að semja tónlist í einhver ár en ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma þessu á næsta stig og fór á Lunga í svona verksmiðju, lærði á [tónlistarhugbúnaðinn] Ableton og svo er ég að loka hringnum núna með því að spila á Lunga, það er mjög sérstakt.“ Kristín Sesselja Einarsdóttir tónlistarkona er meðal þeirra sem koma fram á Lunga í ár.Vísir Hún sé leið yfir því að þetta verði í seinasta skiptið sem hátíðin Lunga verður haldin. Vill ekki fara aftur heim Paul Anton Jean André Le Boterff kom alla leið frá Bandaríkjunum til að upplifa hátíðina með íslenskum vinum sínum. Hann lofar Seyðisfjörð en furðar sig á skemmtiferðarskipunum þar. „Þetta er magnað, virkilega fallegt. Skipin eru svolítið fáranleg en þetta er fáranlegt land, á góðan hátt,“ segir Paul sem langar ekki að fara aftur heim til sín. „Það kom upp vandamál í gær þegar ég var að horfa á sólarupprásina, þá hugsaði ég með mér að mig langar ekki að fara aftur til Los Angeles, það er glataður staður.“ Hugi Ólafsson, einn af vinum Pauls, segir að stemningin sé búin að vera góð. „Smá rigning en það stoppar okkur ekki. Frábær kveðjuhátíð, góð stemning í fólki, bara eins og það á að vera.“ LungA Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Þetta er fyrsta skiptið mitt. Ég hef alltaf ætlað að koma og alltaf langað að prófa að koma og ákveð að núna þar sem þetta er seinasta skiptið þá verð ég að nýta tækifærið til að gera það,“ segir Birta Björg Heiðarsdóttir, gestur á hátíðinni. Gunnar Ingi Jones húðflúrari er búinn að vera á Seyðisfirði í tæplega viku og hefur verið önnum kafinn við það að húðflúra fólk. „Já, það er búið að vera alveg nóg að gera. Þetta eru búnir að vera langir dagar, yfirleitt mætt svona kannski tíu á morgnanna og erum að slefa heim svona ellefu, tólf á kvöldin. Þetta er bara búið að vera mjög næs.“ Birta Björg hefði viljað koma aftur á Lunga á næsta ári ætti hún þess kost og dvelja alla vikuna á Seyðisfirði. „Af því að ég kom hérna í gær og það var geðveikt mikið af skemmtilegu í boði. Ég hefði alveg verið til í að prófa meira og sjá meira.“ Leggur til að Punga taki við Gunnar Ingi segir skemmtilegt að koma einu sinni á Lunga og fá að húðflúra fólk áður en hún hættir. „En vissulega mjög leiðinlegt. Kemur ekki bara eitthvað nýtt eftir þetta? Punga?“ Kristín Sesselja Einarsdóttir tónlistarkona er hluti af stórum hópi listafólks sem fram kemur á hátíðinni í ár. Hún hefur áður komið á Lunga, árið 2019, en þá kom hún til að læra. „Ég var búin að vera að semja tónlist í einhver ár en ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma þessu á næsta stig og fór á Lunga í svona verksmiðju, lærði á [tónlistarhugbúnaðinn] Ableton og svo er ég að loka hringnum núna með því að spila á Lunga, það er mjög sérstakt.“ Kristín Sesselja Einarsdóttir tónlistarkona er meðal þeirra sem koma fram á Lunga í ár.Vísir Hún sé leið yfir því að þetta verði í seinasta skiptið sem hátíðin Lunga verður haldin. Vill ekki fara aftur heim Paul Anton Jean André Le Boterff kom alla leið frá Bandaríkjunum til að upplifa hátíðina með íslenskum vinum sínum. Hann lofar Seyðisfjörð en furðar sig á skemmtiferðarskipunum þar. „Þetta er magnað, virkilega fallegt. Skipin eru svolítið fáranleg en þetta er fáranlegt land, á góðan hátt,“ segir Paul sem langar ekki að fara aftur heim til sín. „Það kom upp vandamál í gær þegar ég var að horfa á sólarupprásina, þá hugsaði ég með mér að mig langar ekki að fara aftur til Los Angeles, það er glataður staður.“ Hugi Ólafsson, einn af vinum Pauls, segir að stemningin sé búin að vera góð. „Smá rigning en það stoppar okkur ekki. Frábær kveðjuhátíð, góð stemning í fólki, bara eins og það á að vera.“
LungA Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira