Undanfarna áratugi hefur Ísland haldið ágætis tengingu við enska knattspyrnu og margir af okkar bestu leikmönnum spilað þar. Nægir að nefna Eið Smára Guðjohnsen, Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Sá síðastnefndi verður einn af þremur Íslendingum í ensku B-deildinni á komandi leiktíð.
Sem stendur er Hákon Rafn Valdimarsson eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeild karla en það verður að koma í ljós hversu mikið markvörðurinn spilar hjá Brentford. Mögulega verður hann lánaður frá félaginu. Kvennamegin má reikna með að Dagný Brynjarsdóttir verði í stóru hlutverki í liði West Ham United en hún er að snúa til baka eftir að hafa átt sinn annað barn.
Í B-deild karla verða þrír leikmenn en ásamt Jóhanni Berg verða Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Stefán Teitur Þórðarson í deildinni. Arnór er að fara inn í sitt annað tímabil með Blacburn Rovers á meðan Stefán Teitur gekk í raðir Preston North End á dögunum.
Í C-deildinni er svo Willum Þór Willumsson en Birmingham City sótti hann á metfé en liðið ætlar sér beint aftur upp eftir fall úr B-deildinni síðasta vor.
Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson er svo fulltrúi Íslands í D-deildinni en hann gekk í raðir Grimsby Town frá Breiðabliki á dögunum.
Vísir veltir því fyrir sér hvaða Íslendingur verður næstur að færa sig um set og semja við lið á Englandi? Fer sá leikmaður í ensku úrvalsdeildina eða harkið í neðri deildum. Tekið skal fram listinn er eingöngu til gamans gerður og ekki byggður á neinu öðru en almennu skemmtanagildi.
Ingibjörg Sigurðardóttir

Jón Dagur Þorsteinsson

Hildur Antonsdóttir

Hákon Arnar Haraldsson

Sævar Atli Magnússon

Elísabet Gunnarsdóttir (Þjálfari)
