Segir Rangnick hafa haft rétt fyrir sér varðandi vandamál Man Utd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2024 23:30 Erik Ten Hag er á leið inn í sitt þriðja tímabil með Man United. Matthew Peters/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, verður seint sakaður um að vera annað en hreinskilinn. Hann hefur nú opinberað að Ralf Rangnick, fyrrverandi þjálfari liðsins, hafi haft rétt fyrir sér varðandi vandamál félagsins. Rangnick var ráðinn tímabundið eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara. Rangnick hafði verið þekktari fyrir störf sín sem yfirmaður knattspyrnumála og náði ekki að láta liðið sýna sínar bestu hliðar inn á vellinum. Hann greindi hins vegar hvað var að utan vallar og virtist hitta naglann á höfuðið að mati Ten Hag. Gekk Rangnick svo langt að segja að félagið þyrfti að fara í „skurðaðgerð á hjarta“ þar sem smávægilegar lagfæringar hér og þar væru ekki nóg. „Rangnick hafði rétt fyrir sér. Við höfum lagt mikið á okkur undanfarin tvö ár en það sem hann sagði var 100 prósent rétt. Þetta er erfið og flókin aðgerð. Ég vissi þegar ég byrjaði að þetta yrði erfitt,“ sagði Ten Hag í viðtali við hollenska dagblaðið AD Sportwereld. „Standardinn þarf að vera mun hærri, við þurfum að horfa meira fram á við,“ sagði Ten Hag jafnframt um spilamennsku liðsins. Man United lagði Rangers 2-0 í dag með mörkum frá Amad Diallo og Joe Hugill. Ten Hag var sáttur með sigurinn og segist sáttur með þá leikmenn sem félagið hefur fengið til sín, þá Joshua Zirkzee og Leny Yoro en sá síðarnefndi spilaði einkar vel í dag. Þá staðfesti þjálfarinn að hann væri aðdáandi miðvarðarins Mathijs De Ligt, miðvarðar Hollands og Bayern München, en hann væri ekki viss hvort De Ligt myndi ganga í raðir félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Rangnick var ráðinn tímabundið eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara. Rangnick hafði verið þekktari fyrir störf sín sem yfirmaður knattspyrnumála og náði ekki að láta liðið sýna sínar bestu hliðar inn á vellinum. Hann greindi hins vegar hvað var að utan vallar og virtist hitta naglann á höfuðið að mati Ten Hag. Gekk Rangnick svo langt að segja að félagið þyrfti að fara í „skurðaðgerð á hjarta“ þar sem smávægilegar lagfæringar hér og þar væru ekki nóg. „Rangnick hafði rétt fyrir sér. Við höfum lagt mikið á okkur undanfarin tvö ár en það sem hann sagði var 100 prósent rétt. Þetta er erfið og flókin aðgerð. Ég vissi þegar ég byrjaði að þetta yrði erfitt,“ sagði Ten Hag í viðtali við hollenska dagblaðið AD Sportwereld. „Standardinn þarf að vera mun hærri, við þurfum að horfa meira fram á við,“ sagði Ten Hag jafnframt um spilamennsku liðsins. Man United lagði Rangers 2-0 í dag með mörkum frá Amad Diallo og Joe Hugill. Ten Hag var sáttur með sigurinn og segist sáttur með þá leikmenn sem félagið hefur fengið til sín, þá Joshua Zirkzee og Leny Yoro en sá síðarnefndi spilaði einkar vel í dag. Þá staðfesti þjálfarinn að hann væri aðdáandi miðvarðarins Mathijs De Ligt, miðvarðar Hollands og Bayern München, en hann væri ekki viss hvort De Ligt myndi ganga í raðir félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira