Innlent

Skip­brot í skóla­kerfinu og af­hjúpun í Hafnar­firði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Við fjöllum um skólamálin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. 

Það er snörum handtökum lækna að þakka að barni var bjargað úr kviði látinnar móður á Gasa í gær. Móðirin var drepin í loftárás Ísraelsmanna en hafði komist lífs af úr annarri loftárás í vor, þar sem foreldrar hennar og systkini létust. Vopnahlé á Gasa gæti verið í augsýn.

Þá fjöllum við um uppbyggingu á Hvanneyri, ræðum við gesti listahátíðarinnar LUNGa sem haldin er í síðasta sinn nú um helgina og verðum í beinni útsendingu frá afhjúpun svokallaðs Hjartasteins í Hafnarfirði, sem að þessu sinni er til heiðurs Magnúsi Kjartanssyni tónlistarmanni.

Í sportpakkanum tökum við fyrir leiki í Bestu deild beggja kynja og sýnum svipmyndir frá æsispennandi Íslandsmóti í torfæruakstri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×