Ljóst að annað áfall mun dynja yfir í framtíðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2024 13:33 Ungur farþegi bíður eftir að komast um borð í flugvél sem fór ekki í loftið á réttum tíma í Mílanó á Ítalíu í gær. AP Photo/Luca Bruno Umfangsmikil kerfisbilun, sem sérfræðingar hafa lýst sem mesta tækniáfalli fyrr og síðar, heldur áfram að valda miklum usla, rúmum sólarhring eftir að hennar varð fyrst vart. Hakkarar eru byrjaðir að herja á þá sem urðu fyrir truflunum. Netöryggissérfræðingur telur að frekari, sambærileg tækniáföll séu óumflýjanleg. Þó að kerfi og tölvur séu víðast hvar komin í lag á flugvöllum skellur nú á holskefla ferðamanna sem ekki komust leiðar sinnar í gær vegna bilunarinnar. Fram kemur í fréttavakt BBC að um fimmtíu þúsund breskir ferðamenn hafi vaknað á hrakhólum í morgun og í morgun hafði 45 flugferðum þegar verið aflýst til eða frá breskum flugvöllum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir iðnaðarráðherra segir mikilvægt að draga lærdóm af atvikinu. „Við erum auðvitað á varðbergi, við erum með gríðarlega öfluga aðgerðaáætlun í netöryggismálum. Við erum á varðbergi gagnvart því að tæknin er farin að hafa meiri áhrif á daglegt líf og sérstaklega þegar hún bregst.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/Vilhelm Innt eftir því hvort hún taki undir áhyggjur af gríðarlegum ítökum fárra tæknirisa í daglegu lífi, eins og bilunin í gær sýni, segir Áslaug að ekki megi láta atvikið fæla okkur frá því að taka þátt í mikilvægum tækniumbótum. „Á sama tíma á þessum markaði eins og öðrum er samkeppni gríðarlega mikilvæg og mikilvægt að fólk sé líka með varaplön og viðbragðsáætlanir.“ Crowdstrike, fyrirtækið sem ber höfuðábyrgð á biluninni, hefur ítrekað beðið heimsbyggðina afsökunar síðan í gær. Forstjórinn varaði við því í morgun að svipahrappar gætu nýtt sér neyð þeirra sem leita þurfa til fyrirtækisins vegna bilunarinnar. Netöryggissérfræðingar hjá Öryggisstofnun Ástralíu hafa jafnframt varað við annarri bylgju truflana vegna hakkara, sem sendi út falskar öryggislausnir fyrir hönd CrowdStrike. Magni Sigurðsson, fagstjóri yfir atvikum og meðhöndlun hjá CERT-IS, segir netöryggissveitina enn fylgjast vel með þróun mála hér á landi. Engar frekar tilkynningar hafa borist síðan í gær. „En jú, vissulega er þetta áhyggjuefni,“ segir Magni. Þetta er ekki í síðasta sinn sem tækniáfall af þessari stærðargráðu dynur yfir okkur? „Nei, því miður þá held ég að þetta sé ekki í síðasta skipti sem við sjáum svona. En vonandi ekki af þessari sömu stærðargráðu.“ Tækni Microsoft Netöryggi Tengdar fréttir Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19. júlí 2024 23:00 Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. 19. júlí 2024 22:22 „Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Þó að kerfi og tölvur séu víðast hvar komin í lag á flugvöllum skellur nú á holskefla ferðamanna sem ekki komust leiðar sinnar í gær vegna bilunarinnar. Fram kemur í fréttavakt BBC að um fimmtíu þúsund breskir ferðamenn hafi vaknað á hrakhólum í morgun og í morgun hafði 45 flugferðum þegar verið aflýst til eða frá breskum flugvöllum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir iðnaðarráðherra segir mikilvægt að draga lærdóm af atvikinu. „Við erum auðvitað á varðbergi, við erum með gríðarlega öfluga aðgerðaáætlun í netöryggismálum. Við erum á varðbergi gagnvart því að tæknin er farin að hafa meiri áhrif á daglegt líf og sérstaklega þegar hún bregst.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/Vilhelm Innt eftir því hvort hún taki undir áhyggjur af gríðarlegum ítökum fárra tæknirisa í daglegu lífi, eins og bilunin í gær sýni, segir Áslaug að ekki megi láta atvikið fæla okkur frá því að taka þátt í mikilvægum tækniumbótum. „Á sama tíma á þessum markaði eins og öðrum er samkeppni gríðarlega mikilvæg og mikilvægt að fólk sé líka með varaplön og viðbragðsáætlanir.“ Crowdstrike, fyrirtækið sem ber höfuðábyrgð á biluninni, hefur ítrekað beðið heimsbyggðina afsökunar síðan í gær. Forstjórinn varaði við því í morgun að svipahrappar gætu nýtt sér neyð þeirra sem leita þurfa til fyrirtækisins vegna bilunarinnar. Netöryggissérfræðingar hjá Öryggisstofnun Ástralíu hafa jafnframt varað við annarri bylgju truflana vegna hakkara, sem sendi út falskar öryggislausnir fyrir hönd CrowdStrike. Magni Sigurðsson, fagstjóri yfir atvikum og meðhöndlun hjá CERT-IS, segir netöryggissveitina enn fylgjast vel með þróun mála hér á landi. Engar frekar tilkynningar hafa borist síðan í gær. „En jú, vissulega er þetta áhyggjuefni,“ segir Magni. Þetta er ekki í síðasta sinn sem tækniáfall af þessari stærðargráðu dynur yfir okkur? „Nei, því miður þá held ég að þetta sé ekki í síðasta skipti sem við sjáum svona. En vonandi ekki af þessari sömu stærðargráðu.“
Tækni Microsoft Netöryggi Tengdar fréttir Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19. júlí 2024 23:00 Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. 19. júlí 2024 22:22 „Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19. júlí 2024 23:00
Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. 19. júlí 2024 22:22
„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01