Fótbolti

Danir í leit að nýjum lands­liðs­þjálfara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kasper Hjulmand tapaði bara fjórtán sinnum í 55 leikjum sem þjálfari danska landsliðsins.
Kasper Hjulmand tapaði bara fjórtán sinnum í 55 leikjum sem þjálfari danska landsliðsins. Getty/Stuart Franklin

Það eru fleiri en Englendingar sem leita sér að nýjum landsliðsþjálfara. Kasper Hjulmand er hættur sem þjálfari karlalandsliðs Dana í knattspyrnu.

Danska knattspyrnusambandið greindi frá þessu á miðlum sínum í morgun. Sambandið er ekki búið að finna eftir mann hans.

„Það hefur verið mikill heiður og forréttindi að fá að vera landsliðsþjálfari í fjögur ár. Ég hef gefið allt mitt til að ná árangri og til að fólkið geti sameinast á bak við landsliðið okkar,“ sagði Kasper Hjulmand í fréttatilkynningu danska sambandsins.

Síðasti leikur danska liðsins undir stjórn Hjulmand var á Evrópumótinu í Þýskalandi þar sem Danir komust í sextán liða úrslit en töpuðu á móti gestgjöfum Þjóðverja.

Hjulmand tók við liðinu árið 2020 af Åge Hareide, núverandi landsliðsþjálfara Íslands

Undir hans stjórn fór danska landsliðið meðal annars alla leið í undanúrslitin á EM 2021 þar sem liðið tapaði fyrir Englandi.

Danir unnu sextíu prósent leikjanna undir hans stjórn eða 33 af 55. Liðið tapaði aðeins fjórum sinnum í þjálfaratíð hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×